Innlent

Þór væntanlegur eftir mánuð

Nýja varðskipið Þór lagði af stað heim frá skipasmíðastöð í Síle í dag. Leiðin liggur upp með Suður-Ameríku, gegnum Panamaskurðinn, upp til Boston og þaðan til Halifax í Kanada en skipið er væntanleg hingað til lands eftir mánuð.

Þessar myndir voru teknar þegar Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar og Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri, tóku formlega við skipinu á föstudag en Þór er fjögur þúsund tvö hundruð og fimmtíu brúttótonn og níutíu og þrír metrar á lengd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×