Neglir tíðarandann Trausti Júlíusson skrifar 3. ágúst 2011 09:52 Tónlist. Án djóks samt djók. Steindinn okkar. Án djóks samt djók eru fimmtán lög úr sjónvarpsþáttunum Steindinn okkar. Mörg þeirra eru þegar vel þekkt úr sketsum á netinu eða hafa fengið spilun í útvarpi. Eins og gjarnan er með bestu grínistana nær Steindinn tíðarandanum mjög vel. Þetta er plata fyrir internet-, snjallsíma- og Facebook-kynslóðina. Steindi gerir m.a. grín að hálfvitakúltúrnum, strákagrobbinu og krúttlega fræga fólkinu okkar Íslendinga, sem vegna mannfæðar er ofnotað í fjölmiðlum. Steindi margfaldar allt með þremur og fer hressilega yfir öll velsæmismörk. Hann drepur nafngreinda einstaklinga án þess að blikna, kallar allar konur hórur og leggur á ráðin um að setja rohypnol í drykkinn þeirra. Samt er Steindi drepfyndinn og líka svo vinaleg og andhetjuleg týpa að hann kemst upp með allt. Ýkjustíllinn er allsráðandi þannig að platan hefur á sér óraunverulegan blæ sem er undirstrikaður með myndinni á framhlið plötuumslagsins þar sem Steindi er í hetjustellingu eins og þetta væri Hollywood-mynd. Þar sem Steindinn okkar er sjónvarpsþáttur og hið sjónræna spilar mjög stórt hlutverk var maður svolítið hræddur um að grínið skilaði sér ekki án myndefnisins. Þær áhyggjur eru óþarfar. Þetta virkar alveg. En hvað með tónlistina? Hún er misjöfn, en meirihlutinn af þessum lögum er flottur. Platan byrjar af krafti með Geðveikt fínum gaur, Sogblettum (sem Berndsen á heiðurinn af), Bransasögum og megahittaranum Gull af mönnum. Tónlistin er að stórum hluta í höndum nýju íslensku popp-elítunnar - StopWaitGo og ReddLights eiga flest bestu lögin. Það er líka húmor í sjálfri tónlistinni. Yfirkeyrður kraftsöngur Matta Matt í Gull af mönnum er t.d. óborganlega fyndinn. Lögin eru samt misjöfn. Tíu eru fín en fimm frekar slöpp, þar á meðal þau þrjú síðustu. Platan hefði orðið enn sterkari ef Steindinn hefði legið lengur yfir henni, eða haft hana aðeins styttri. Aðaltilgangurinn með þessari útgáfu er samt að fá menn til að hlæja og það tekst fullkomlega. Án djóks samt djók er á heildina litið stórskemmtileg plata. Verðugur arftaki Tvíhöfðadiskanna. Niðurstaða: Foooookk hvað þetta er skemmtileg plata!Hægt er að horfa á myndböndin við flest lögin á plötunni í flokknum Steindinn okkar hér á Vísir Sjónvarp. Mest lesið Simmi Vill í meðferð Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
Tónlist. Án djóks samt djók. Steindinn okkar. Án djóks samt djók eru fimmtán lög úr sjónvarpsþáttunum Steindinn okkar. Mörg þeirra eru þegar vel þekkt úr sketsum á netinu eða hafa fengið spilun í útvarpi. Eins og gjarnan er með bestu grínistana nær Steindinn tíðarandanum mjög vel. Þetta er plata fyrir internet-, snjallsíma- og Facebook-kynslóðina. Steindi gerir m.a. grín að hálfvitakúltúrnum, strákagrobbinu og krúttlega fræga fólkinu okkar Íslendinga, sem vegna mannfæðar er ofnotað í fjölmiðlum. Steindi margfaldar allt með þremur og fer hressilega yfir öll velsæmismörk. Hann drepur nafngreinda einstaklinga án þess að blikna, kallar allar konur hórur og leggur á ráðin um að setja rohypnol í drykkinn þeirra. Samt er Steindi drepfyndinn og líka svo vinaleg og andhetjuleg týpa að hann kemst upp með allt. Ýkjustíllinn er allsráðandi þannig að platan hefur á sér óraunverulegan blæ sem er undirstrikaður með myndinni á framhlið plötuumslagsins þar sem Steindi er í hetjustellingu eins og þetta væri Hollywood-mynd. Þar sem Steindinn okkar er sjónvarpsþáttur og hið sjónræna spilar mjög stórt hlutverk var maður svolítið hræddur um að grínið skilaði sér ekki án myndefnisins. Þær áhyggjur eru óþarfar. Þetta virkar alveg. En hvað með tónlistina? Hún er misjöfn, en meirihlutinn af þessum lögum er flottur. Platan byrjar af krafti með Geðveikt fínum gaur, Sogblettum (sem Berndsen á heiðurinn af), Bransasögum og megahittaranum Gull af mönnum. Tónlistin er að stórum hluta í höndum nýju íslensku popp-elítunnar - StopWaitGo og ReddLights eiga flest bestu lögin. Það er líka húmor í sjálfri tónlistinni. Yfirkeyrður kraftsöngur Matta Matt í Gull af mönnum er t.d. óborganlega fyndinn. Lögin eru samt misjöfn. Tíu eru fín en fimm frekar slöpp, þar á meðal þau þrjú síðustu. Platan hefði orðið enn sterkari ef Steindinn hefði legið lengur yfir henni, eða haft hana aðeins styttri. Aðaltilgangurinn með þessari útgáfu er samt að fá menn til að hlæja og það tekst fullkomlega. Án djóks samt djók er á heildina litið stórskemmtileg plata. Verðugur arftaki Tvíhöfðadiskanna. Niðurstaða: Foooookk hvað þetta er skemmtileg plata!Hægt er að horfa á myndböndin við flest lögin á plötunni í flokknum Steindinn okkar hér á Vísir Sjónvarp.
Mest lesið Simmi Vill í meðferð Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira