Innlent

Byrjað á nýrri brú í gærkvöldi

Brúin yfir Múlakvísl
Brúin yfir Múlakvísl Mynd/Ólafur Sigurjónsson
Byrjað var að undirbúa brúarsmíð yfir Múlakvísl strax í gærkvöld, en brúin þar flaut af undirstöðunum í hlaupi í ánni í gær. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir að hafist verði handa við að lagfæra veginn að brúarstæðinu í dag svo þungaflutningur á byggingarefni verði mögulegur.

Hugsanlega verður hægt að koma efni að brúarstæðinu síðdegis, en annars hefst flutningur þess á morgun. Þá býst Hreinn einnig við að niðurrekstrartæki til að reka undirstöður brúarinnar í aurinn verði komin að svæðinu á morgun, en verið er að kalla brúarsmiði úr sumarfríum sem hefja störf á sama tíma. Hann segist ekki vilja skapa óraunhæfar væntingar um hraðann á brúarsmíðinni, og heldur sig því við það sem áður hefur verið sagt um að ný brú gæti verið tilbúin eftir tvær til þrjár vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×