Innlent

Henti grasi út um gluggann - gaf svo upp nafn á eftirlýstum manni

Kannabis
Kannabis Mynd/Úrsafni
Þegar lögreglumenn á Selfossi snéru við á Hellisheiðinni í gær til að athuga með ástand ökumanns bifreiðar urðu þeir varir við að poka var hent út um gluggann.

Náð var í pokann og var bíllinn svo stöðvaður og ökumaðurinn beðinn um að koma yfir í lögreglubílinn. Þegar þangað var komið sagðist hann ekki vera með nein skilríki á sér og var því beðinn um að gefa upp nafn og kennitölu. Hann gaf upp allt annan mann en sá sem hann sagðist vera var eftirlýstur hjá lögreglunni og var auk þess ekki með ökuréttindi.

Á endanum sagði hann þó til nafns og kom þá í ljós að hann var ekki heldur með ökuréttindi. Þar að auki var hann undir áhrifum fíkniefna. En í pokanum, sem fleygt var út um gluggan, reyndust vera nokkur grömm af kannabis.

Hann og farþegi bílsins voru handteknir og færðir á lögreglustöðina á Selfossi þar sem teknar voru skýrslur af þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×