Innlent

Árni Þór búinn að synda í átta klukkutíma

Árni syndir í Ermasundinu
Árni syndir í Ermasundinu Mynd/ermasund.com
Árni Þór Árnason, sundkappi, hefur lagt rúmlega þrjátíu kílómetra að baki á leið sinni yfir Ermarsundið. Hann lagði af stað klukkan fimm í morgun og er því búinn að synda í tæplega átta klukkustundir.

Þetta er fyrsta tilraun Árna til að synda Ermarsundið en takist það verður það í annað skipti sem Íslendingur syndir þessa leið. Benedikt Hjartarson synti fyrstu Íslendinga yfir Ermarsundið árið 2008.

Fimm menn aðstoða Árna við verkið meðal annars með reglulegum matargjöfum. Sundmenn sem takast á við Ermarsundið þurfa að jafnaði að synda um fjörtíu og fimm til fimmtíu kílómetra leið en það fer eftir föllum, straumum og veðri.

Fram kemur á heimasíðu Árna að gríðarleg umferð skipa sé nú á Sundinu og hefur franska landhelgisgæslan send skipum tilkynningu um að vara sig á sundfólki.

Hægt er að fylgjast með sundsprettinum á heimasíðu Árna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×