Merkel hrósaði Jóhönnu fyrir undraverðan árangur í endurreisn landsins 11. júlí 2011 12:59 Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra átti í dag fund með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands í Berlín. Á blaðamannafundi sem haldinn var eftir fund kanslara og forsætisráðherra hrósaði Merkel íslenskum stjórnvöldum fyrir að hafa tekist að reisa efnahag sinn við eftir hið alvarlega áfall og hrun bankakerfisins haustið 2008. Undravert væri hversu góður árangur hefði náðst, en ljóst væri að íslenska þjóðin hefði lagt mikið á sig til að ná þeim árangri. Fordæmi Íslands væri mikilsvert til að sýna hvernig ná mætti árangri með markvissum aðgerðum. Kanslarinn fagnaði aðildarumsókn Íslands og taldi það eiga vel heima í hópi Evrópusambandsríkja. Hún ræddi einnig um mikilvægi Norðurskautsráðsins og hlutverk þess á heimskautasvæðinu. Þá var einnig rætt á fundi þeirra um þær áskoranir sem nokkur ríki á evrusvæðinu glíma nú við á sviði efnahagsmála. Rætt var um samningaviðræður Íslands um aðild að Evrópusambandinu, orkumál og norðurslóðamál. Einnig var sérstaklega rætt um menningarsamskipti ríkjanna, en Ísland er heiðursgestur á bókamessunni í Frankfurt í október næstkomandi og munu nálægt 180 íslenskar bækur og bækur um Ísland, koma út á þýsku af þessu tilefni. Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu að forsætisráðherra lýsti ánægju sinni með að Þýskaland hefði sett sér skýra stefnu í orkumálum og hygðist auka hlut endurnýjanlegrar orku. Hún þakkaði fyrir hvatningarorð kanslarans varðandi árangurinn sem náðst hefði á Íslandi í efnahagsmálum, svo og jákvæðni og stuðning Þýskalands í aðildarviðræðuferlinu. Ísland væri stolt og þakklátt fyrir að vera í heiðurssessi á bókamessunni í Frankfurt, fyrst norrænu ríkjanna. Aukinn áhugi á menningu og sögu Íslands væri þakkarverður og aukin samskipti myndu efla enn frekar vinarþelið milli þjóðanna. Forsætisráðherra bauð kanslaranum að sækja Ísland heim við fyrsta tækifæri. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra átti í dag fund með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands í Berlín. Á blaðamannafundi sem haldinn var eftir fund kanslara og forsætisráðherra hrósaði Merkel íslenskum stjórnvöldum fyrir að hafa tekist að reisa efnahag sinn við eftir hið alvarlega áfall og hrun bankakerfisins haustið 2008. Undravert væri hversu góður árangur hefði náðst, en ljóst væri að íslenska þjóðin hefði lagt mikið á sig til að ná þeim árangri. Fordæmi Íslands væri mikilsvert til að sýna hvernig ná mætti árangri með markvissum aðgerðum. Kanslarinn fagnaði aðildarumsókn Íslands og taldi það eiga vel heima í hópi Evrópusambandsríkja. Hún ræddi einnig um mikilvægi Norðurskautsráðsins og hlutverk þess á heimskautasvæðinu. Þá var einnig rætt á fundi þeirra um þær áskoranir sem nokkur ríki á evrusvæðinu glíma nú við á sviði efnahagsmála. Rætt var um samningaviðræður Íslands um aðild að Evrópusambandinu, orkumál og norðurslóðamál. Einnig var sérstaklega rætt um menningarsamskipti ríkjanna, en Ísland er heiðursgestur á bókamessunni í Frankfurt í október næstkomandi og munu nálægt 180 íslenskar bækur og bækur um Ísland, koma út á þýsku af þessu tilefni. Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu að forsætisráðherra lýsti ánægju sinni með að Þýskaland hefði sett sér skýra stefnu í orkumálum og hygðist auka hlut endurnýjanlegrar orku. Hún þakkaði fyrir hvatningarorð kanslarans varðandi árangurinn sem náðst hefði á Íslandi í efnahagsmálum, svo og jákvæðni og stuðning Þýskalands í aðildarviðræðuferlinu. Ísland væri stolt og þakklátt fyrir að vera í heiðurssessi á bókamessunni í Frankfurt, fyrst norrænu ríkjanna. Aukinn áhugi á menningu og sögu Íslands væri þakkarverður og aukin samskipti myndu efla enn frekar vinarþelið milli þjóðanna. Forsætisráðherra bauð kanslaranum að sækja Ísland heim við fyrsta tækifæri.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira