Innlent

Dópaður maður stal bíl af sveitabæ

Selfoss
Selfoss Mynd/Úr safni
Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn á Selfossi í morgun en hann hafði stolið bifreið á sveitabæ í Biskupstungum nokkru áður og valdið tjóni á bílnum. Hann er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna og var vistaður í fangageymslu, samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra. Hann verður svo yfirheyrður síðar í dag þegar víman er runnin af honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×