Ný brú kostar 400 milljónir - hringvegurinn lokaður næstu þrjár vikur Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 9. júlí 2011 18:45 Hringvegurinn verður lokaður frá Vík austur yfir Mýrdalssand næstu tvær til þrjár vikurnar. Stórtjón varð þegar brúin yfir Múlahvísl fór en ný kostar á bilinu þrjú til fjögur hundruð milljónir. Þegar hlaupið hreif með sér brúna yfir Múlahvísl í morgun rofnaði þjóðvegur 1. Það er lokað núna má segja frá Vík og austur yfir Mýrdalssand sem lokar á alla umferð fyrir þá sem eru fyrir austan Mýrdalssand í átt til höfuðborgarinnar. Þannig að þeir verða þá að fara norður um til að komast suður. Þannig að það er stór hluti af hringveginum, nokkuð margir kílómetrar, sem að eru ekki opnir fyrir umferð," segir Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri. Þeir sem eru jeppum og jepplingum geta þó farið yfir fjöllin, í gegnum Landmannalaugar en fjallabaksleið nyrðri var opnuð í gær. Leiðin er ekki fær fólksbílum.Ný brú kostar að minnsta kosti 400 milljónir Ljóst er að um stórtjón er að ræða þó endanlegt tjón liggi ekki fyrir. Stefnt er að því að hefja byggingu bráðabirgðabrúar strax eftir helgi. „Þetta eru hundruðir milljóna. Bara ný brú, þegar hún verður endurbyggð kostar væntanlega þrjú til fjögur hundruð milljónir, að minnsta kosti. Svo eru vegir varnargarðar líka ónýtir. Síðan kostar að koma upp þessari bráðabirgðabrú sem við munum byrja á að gera strax eftir helgina ef mál þróast þannig að þessu sé að ljúka," segir Hreinn. Nokkurn tíma getur tekið að reisa bráðabirgðabrú en brúin yfir Múlahvísl var 128 metrar að lengd. „Það er verið að draga saman allt tiltækt efni, það er stálbita og timbur og annað slíkt sem þarf til að gera bráðabrigðabrú. Hún þarf að vera nokkuð löng því þetta er vatnsmikil jökulá. Þetta þarf að vera jafnvel hundrað metra löng bráðabirgðabrú. Við teljum að það þurfi að lágmarki tvær til þrjár vikur til þess að byggja hana. Það þarf að reka staura langt niður í aurinn til þess að byggja síðan sjálfa brágðabirgðabrúna á. Þannig að því miður þá er engin umferð um sandinn fyrr en eftir einhverjar vikur," segir Hreinn.Í forgang hjá ríkisstjórninni Vegamálastjóri fór ásamt innanríkisráðherra á hamfarasvæðið í dag til að skoða áhrif hlaupsins. „Þetta hefur mjög alvarlegar afleiðingar fyrir ferðaþjónustuna og fyrir samfélagið allt. Við munum allt sem í okkar valdi stendur til að koma á vegasamgöngum sem hið allra fyrsta. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að setja þetta í algjöran forgang," segir Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra. Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
Hringvegurinn verður lokaður frá Vík austur yfir Mýrdalssand næstu tvær til þrjár vikurnar. Stórtjón varð þegar brúin yfir Múlahvísl fór en ný kostar á bilinu þrjú til fjögur hundruð milljónir. Þegar hlaupið hreif með sér brúna yfir Múlahvísl í morgun rofnaði þjóðvegur 1. Það er lokað núna má segja frá Vík og austur yfir Mýrdalssand sem lokar á alla umferð fyrir þá sem eru fyrir austan Mýrdalssand í átt til höfuðborgarinnar. Þannig að þeir verða þá að fara norður um til að komast suður. Þannig að það er stór hluti af hringveginum, nokkuð margir kílómetrar, sem að eru ekki opnir fyrir umferð," segir Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri. Þeir sem eru jeppum og jepplingum geta þó farið yfir fjöllin, í gegnum Landmannalaugar en fjallabaksleið nyrðri var opnuð í gær. Leiðin er ekki fær fólksbílum.Ný brú kostar að minnsta kosti 400 milljónir Ljóst er að um stórtjón er að ræða þó endanlegt tjón liggi ekki fyrir. Stefnt er að því að hefja byggingu bráðabirgðabrúar strax eftir helgi. „Þetta eru hundruðir milljóna. Bara ný brú, þegar hún verður endurbyggð kostar væntanlega þrjú til fjögur hundruð milljónir, að minnsta kosti. Svo eru vegir varnargarðar líka ónýtir. Síðan kostar að koma upp þessari bráðabirgðabrú sem við munum byrja á að gera strax eftir helgina ef mál þróast þannig að þessu sé að ljúka," segir Hreinn. Nokkurn tíma getur tekið að reisa bráðabirgðabrú en brúin yfir Múlahvísl var 128 metrar að lengd. „Það er verið að draga saman allt tiltækt efni, það er stálbita og timbur og annað slíkt sem þarf til að gera bráðabrigðabrú. Hún þarf að vera nokkuð löng því þetta er vatnsmikil jökulá. Þetta þarf að vera jafnvel hundrað metra löng bráðabirgðabrú. Við teljum að það þurfi að lágmarki tvær til þrjár vikur til þess að byggja hana. Það þarf að reka staura langt niður í aurinn til þess að byggja síðan sjálfa brágðabirgðabrúna á. Þannig að því miður þá er engin umferð um sandinn fyrr en eftir einhverjar vikur," segir Hreinn.Í forgang hjá ríkisstjórninni Vegamálastjóri fór ásamt innanríkisráðherra á hamfarasvæðið í dag til að skoða áhrif hlaupsins. „Þetta hefur mjög alvarlegar afleiðingar fyrir ferðaþjónustuna og fyrir samfélagið allt. Við munum allt sem í okkar valdi stendur til að koma á vegasamgöngum sem hið allra fyrsta. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að setja þetta í algjöran forgang," segir Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra.
Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira