Í lagi að gefa peninga á viðskiptalegum forsendum Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. júní 2011 18:45 Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. Þingmaður kallaði Landsbankann í dag Hróa Hött vegna niðurfellinga á skuldum viðskiptavina. Ráðherra segir að bankarnir megi gefa peninga geri þeir það á viðskiptalegum forsendum. Eins og fréttastofa greindi frá í gær er til skoðunar í fjármálaráðuneytinu að krefja viðskiptavini Landsbankans, sem fá endurgreidd 20 prósent vaxta frá 1. janúar 2009 og til dagsins í dag, um endurgreiðslu vaxtabóta þar sem forsendur vaxtabóta séu brostnar ef vextir eru endurgreiddir. Þá er til skoðunar að skattleggja niðurfellingu skulda hjá bankanum sem tekjur. Úrræði Landsbankans, sem ganga lengra en úrræði hinna bankanna, voru gagnrýnd á þinginu í dag. „Nú er þessi banki farinn að leika Hróa Hött og farinn að lækka vexti frá árinu 2009,2010 og 2011 um 20 prósent, sem menn hafa greitt þar inn. Hann ætlar að beita 110 prósenta reglunni án tillits til annarra eigna sem menn eiga," sagði Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag. Kristján Kristjánsson, talsmaður Landsbankans, sagði við Stöð 2 í dag að bankinn liti svo á að tillögurnar rúmuðust innan gildandi lagaákvæða um endurskipulagningu skulda. Því ætti skattlagning ekki að koma til álita. Fjármálaráðherra segir til skoðunar hvort niðurfellingarnar rúmist innan gildandi sérákvæða um skuldavanda heimila. En er ekki allt í lagi að bankinn gangi lengra en hinir bankarnir og leyfi viðskiptavinum sínum að njóta góðs af miklum hagnaði? „Bankarnir verða auðvitað bara sjálfir að svara fyrir það hvernig þeir mæta sínum viðskiptavinum og hvaða aðgerðir þeir fara í væntanlega til þess að bæta sín eignasöfn, til að auka greiðslugetu sinna viðskiptavina og aðstoða þá. Við erum auðvitað fylgjandi því að þeir gangi eins langt og þeir treysta sér til og geta, að sjálfsögðu. En þeir verða að forsvara það á sínum viðskiptalegu forsendum." Hvers vegna þurfa þeir að gera það? Af hverju mega þeir ekki bara gefa peninga? „Ef þeir ákveða að gera það má segja að það sé þeirra mál. Það er væntanlega gert þá með einhverja slíka hugsun að leiðarljósi að það sé liður í því að bæta eignasöfnin, að bæta greiðslugetu og greiðsluviljann," segir fjármálaráðherra. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Þingmaður kallaði Landsbankann í dag Hróa Hött vegna niðurfellinga á skuldum viðskiptavina. Ráðherra segir að bankarnir megi gefa peninga geri þeir það á viðskiptalegum forsendum. Eins og fréttastofa greindi frá í gær er til skoðunar í fjármálaráðuneytinu að krefja viðskiptavini Landsbankans, sem fá endurgreidd 20 prósent vaxta frá 1. janúar 2009 og til dagsins í dag, um endurgreiðslu vaxtabóta þar sem forsendur vaxtabóta séu brostnar ef vextir eru endurgreiddir. Þá er til skoðunar að skattleggja niðurfellingu skulda hjá bankanum sem tekjur. Úrræði Landsbankans, sem ganga lengra en úrræði hinna bankanna, voru gagnrýnd á þinginu í dag. „Nú er þessi banki farinn að leika Hróa Hött og farinn að lækka vexti frá árinu 2009,2010 og 2011 um 20 prósent, sem menn hafa greitt þar inn. Hann ætlar að beita 110 prósenta reglunni án tillits til annarra eigna sem menn eiga," sagði Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag. Kristján Kristjánsson, talsmaður Landsbankans, sagði við Stöð 2 í dag að bankinn liti svo á að tillögurnar rúmuðust innan gildandi lagaákvæða um endurskipulagningu skulda. Því ætti skattlagning ekki að koma til álita. Fjármálaráðherra segir til skoðunar hvort niðurfellingarnar rúmist innan gildandi sérákvæða um skuldavanda heimila. En er ekki allt í lagi að bankinn gangi lengra en hinir bankarnir og leyfi viðskiptavinum sínum að njóta góðs af miklum hagnaði? „Bankarnir verða auðvitað bara sjálfir að svara fyrir það hvernig þeir mæta sínum viðskiptavinum og hvaða aðgerðir þeir fara í væntanlega til þess að bæta sín eignasöfn, til að auka greiðslugetu sinna viðskiptavina og aðstoða þá. Við erum auðvitað fylgjandi því að þeir gangi eins langt og þeir treysta sér til og geta, að sjálfsögðu. En þeir verða að forsvara það á sínum viðskiptalegu forsendum." Hvers vegna þurfa þeir að gera það? Af hverju mega þeir ekki bara gefa peninga? „Ef þeir ákveða að gera það má segja að það sé þeirra mál. Það er væntanlega gert þá með einhverja slíka hugsun að leiðarljósi að það sé liður í því að bæta eignasöfnin, að bæta greiðslugetu og greiðsluviljann," segir fjármálaráðherra. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun