Lífið

Baggalútar fögnuðu

Ragna Þorsteinsdóttir og Bergþóra Jónsdóttir brostu blítt í útgáfuhófinu.
Ragna Þorsteinsdóttir og Bergþóra Jónsdóttir brostu blítt í útgáfuhófinu.
Grallararnir í Baggalúti fögnuðu útgáfu fyrstu vísdómsrita sinna og nýrri plötu í bókabúð Máls og menningar á miðvikudagskvöld. Vísdómsrit Baggalúts nefnast Riddararaddir og Týndu jólasveinarnir en platan ber heitið Áfram Ísland!, hvorki meira né minna.

Góður hópur gesta mætti í útgáfuhófið, þar sem Baggalútsmenn stigu að sjálfsögðu á svið og tóku lagið.

Smellið á myndina til að fletta myndasafninu.


Tengdar fréttir

Ítalskur matur og eðalvín í veislu Helga Björns

Helgi Björnsson fagnaði útgáfu nýrrar plötu sinnar á veitingastaðnum La Luna við Rauðarárstíg. Helgi á marga góða vini sem mættu og óskuðu honum til hamingju. Helgi bauð upp á ítalskan sælkeramat og sérvalin vín á La Luna við góðar undirtektir gesta sinna. Hann hélt tónleika í Eldborgarsal Hörpu á þjóðhátíðardaginn og hefur núna gefið þá út á geisla- og mynddiski. Á tónleikunum voru fluttar íslenskar dægurperlur með aðstoð strengjasveitar og karlakórs. Fjöldi gestasöngvara steig á svið, þar á meðal Bogomil Font, Högni Egilsson, Mugison og Ragnheiður Gröndal.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.