Lífið

Mynd um ævi Amy

Kvikmynd um ævi söngkonunnar Amy Winehouse er væntanleg á hvíta tjaldið.
Kvikmynd um ævi söngkonunnar Amy Winehouse er væntanleg á hvíta tjaldið.
Til stendur að gera kvikmynd byggða á ævi Amy Winehouse og verður hún byggð á bók blaðamannsins Daphne Barak, Saving Amy. Framleiðendur í Hollywood hafa beðið í röðum eftir því kaupa kvikmyndaréttinn á bókinni eftir að gerð var heimildarmynd upp úr bókinni og hún sýnd á bresku sjónvarpsstöðinni Channel 4.

Barak vingaðist við Winehouse, fyrrverandi eiginmann hennar Blake Fielder-Civil og pabba hennar Mitch Winehouse til að viða að sér efni í bókina. Hún fór einnig með söngkonunni til eyjarinnar St. Lucia í Karíbahafi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.