Lögbann á lánainnheimtur, lögum samkvæmt Sturla Jónsson og Arngrímur Pálmason skrifar 21. nóvember 2011 14:00 Mikill ágreiningur ríkir um hvort stór hluti lánasamninga á Íslandi er löglegur og, ef þeir eru löglegir, hver löglegur eigandi þeirra er. Óvíst er því hver skuldar hverjum hvað og á hvaða kjörum. Nýleg „Lög um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu" nr. 151 frá 2010, sem sett voru til að eyða óvissunni eftir að Hæstiréttur dæmdi gengistryggð lán ólögleg, tóku aðeins á hluta óvissunnar og nú greinir menn á um hvort lögin sjálf brjóti þjóðréttarskuldbindingar. Landslög eru skýr um hvað skuli gera við slíkar aðstæður. Neytandinn, sem er lántakandinn, skal njóta vafans. Í lögum um neytendalán nr. 121 frá 1994 24.gr. segir: „Eigi má með samningi víkja frá ákvæðum laga þessara né reglugerða, sem settar kunna að verða samkvæmt lögunum, neytanda í óhag." Í 5.gr. Neytendaverndartilskipunar Evrópusambandsins 93/13/EBE sem innleidd er á Íslandi segir: „Í vafamálum um túlkun skilmála gildir sú túlkun sem kemur neytandanum best." Hver á þá að framfylgja því að neytandinn njóti í raun vafans og hvaða úrræði hefur sá valdhafi til að tryggja að svo sé? Framkvæmdarvaldið, í þessu tilfelli innanríkisráðuneytið, á að framfylgja lögum um að neytandinn njóti vafans og í þessu tilfelli hefur hann heimild til að stöðva lánainnheimtur þar til dómar taka af allan vafa. Samkvæmt 3.gr. „Laga um lögbann og dómsmál til að vernda heildarhagsmuni neytenda" nr. 141 frá 2001 getur innanríkisráðuneytið „leitað lögbanns eða höfðað dómsmál til að vernda heildarhagsmuni íslenskra neytenda". Ráðherra getur jafnframt útnefnt íslensk félagasamtök sem gæta hagsmuna neytenda á ákveðnu sviði, t.d. Hagsmunasamtök heimilanna, til að beita þessari heimild. Eftir sjö fundi í ráðuneytinu með Ögmundi Jónasyni innanríkisráðherra, Einari Árnasyni, ráðgjafa ráðherra, Ragnhildi Hjaltadóttur ráðuneytisstjóra og Bryndísi Helgadóttur skrifstofustjóra er ljóst að yfirmenn innanríkisráðuneytisins ætla að gera sig seka um glæpsamlega vanrækslu. Þeir ætla ekki að setja lögbann á lánainnheimtur sem brjóta lagalegan rétt neytenda til að njóta vafans. Þess í stað eru sýslumenn, sem heyra undir innanríkisráðuneytið, iðnir við að hjálpa fjármálafyrirtækjum að gera eigur lántakenda upptækar og setja á uppboð. Það er kominn tími til að aðrir en Geir Haarde séu dregnir persónulega til ábyrgðar fyrir vanrækslu í starfi. Stjórnendur innanríkisráðuneytisins eru persónulega ábyrgir fyrir því að vanrækja að „leita lögbanns eða hefja dómsmál til verndar heildarhagsmunum íslenskra neytenda", þar sem flestar fjölskyldur á Íslandi tóku húsnæðislán og eru enn að borga af þeim þó að vafi leiki á hvort þau séu lögleg, hver eigi þau og hvað skuli greiða af þeim. Þá eru það heildarhagsmunir neytenda að fá lögbann á lánainnheimtur sem ágreiningur er um þar til dómstólar taka af allan vafa, t.d. hvort löglegt sé að endurútreikna gengistryggð lán án samþykkis lántakenda. Ef dómstólar dæma bönkunum í hag verða lántakendur að greiða upp það sem þeir greiddu ekki á lögbannstímanum. En þangað til eiga lántakendur að njóta vafans og lögbann skal sitja á lánainnheimtum eins og lög kveða á um. Við leitum að fólki og félagasamtökum sem vilja snúa vörn í sókn. Við erum að leita allra tiltækra leiða til að draga persónulega til ábyrgðar alla þá einstaklinga sem valda lántakendum fjárhagslegum skaða með aðgerðum eða vanrækslu sem leitt hefur til þess að neytandinn nýtur ekki vafans eins og skýrt kveður á um í lögum. Sökum friðhelgis Ögmundar erum við að leita leiða til að stefna fyrst Ragnhildi Hjaltadóttir ráðuneytisstjóra til skaðabóta vegna vanrækslu í starfi og það er bara byrjunin. Að stefna fólki til skaðabóta kostar aðeins 15.000 krónur og er því ódýrasta leiðin fyrir skuldsett fólk til að sækja rétt sinn. Það er kominn tími til að draga einstaklinga til ábyrgðar og fá þá til að finna skaðann á eigin skinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Mannréttindabrot Orkuveitunnar? Yfirgengileg hækkun Orkuveitunnar á inntaksgjöldum hefur ekki farið fram hjá neinum. Allavega ekki þeim sem neyðst hefur til að versla við þetta einokunarfyrirtæki sem þessa dagana hefur verið afhjúpað sem eitthvað sem helst líkist sirkus, stjórnað af trúðum. 25. nóvember 2011 06:00 Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Mikill ágreiningur ríkir um hvort stór hluti lánasamninga á Íslandi er löglegur og, ef þeir eru löglegir, hver löglegur eigandi þeirra er. Óvíst er því hver skuldar hverjum hvað og á hvaða kjörum. Nýleg „Lög um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu" nr. 151 frá 2010, sem sett voru til að eyða óvissunni eftir að Hæstiréttur dæmdi gengistryggð lán ólögleg, tóku aðeins á hluta óvissunnar og nú greinir menn á um hvort lögin sjálf brjóti þjóðréttarskuldbindingar. Landslög eru skýr um hvað skuli gera við slíkar aðstæður. Neytandinn, sem er lántakandinn, skal njóta vafans. Í lögum um neytendalán nr. 121 frá 1994 24.gr. segir: „Eigi má með samningi víkja frá ákvæðum laga þessara né reglugerða, sem settar kunna að verða samkvæmt lögunum, neytanda í óhag." Í 5.gr. Neytendaverndartilskipunar Evrópusambandsins 93/13/EBE sem innleidd er á Íslandi segir: „Í vafamálum um túlkun skilmála gildir sú túlkun sem kemur neytandanum best." Hver á þá að framfylgja því að neytandinn njóti í raun vafans og hvaða úrræði hefur sá valdhafi til að tryggja að svo sé? Framkvæmdarvaldið, í þessu tilfelli innanríkisráðuneytið, á að framfylgja lögum um að neytandinn njóti vafans og í þessu tilfelli hefur hann heimild til að stöðva lánainnheimtur þar til dómar taka af allan vafa. Samkvæmt 3.gr. „Laga um lögbann og dómsmál til að vernda heildarhagsmuni neytenda" nr. 141 frá 2001 getur innanríkisráðuneytið „leitað lögbanns eða höfðað dómsmál til að vernda heildarhagsmuni íslenskra neytenda". Ráðherra getur jafnframt útnefnt íslensk félagasamtök sem gæta hagsmuna neytenda á ákveðnu sviði, t.d. Hagsmunasamtök heimilanna, til að beita þessari heimild. Eftir sjö fundi í ráðuneytinu með Ögmundi Jónasyni innanríkisráðherra, Einari Árnasyni, ráðgjafa ráðherra, Ragnhildi Hjaltadóttur ráðuneytisstjóra og Bryndísi Helgadóttur skrifstofustjóra er ljóst að yfirmenn innanríkisráðuneytisins ætla að gera sig seka um glæpsamlega vanrækslu. Þeir ætla ekki að setja lögbann á lánainnheimtur sem brjóta lagalegan rétt neytenda til að njóta vafans. Þess í stað eru sýslumenn, sem heyra undir innanríkisráðuneytið, iðnir við að hjálpa fjármálafyrirtækjum að gera eigur lántakenda upptækar og setja á uppboð. Það er kominn tími til að aðrir en Geir Haarde séu dregnir persónulega til ábyrgðar fyrir vanrækslu í starfi. Stjórnendur innanríkisráðuneytisins eru persónulega ábyrgir fyrir því að vanrækja að „leita lögbanns eða hefja dómsmál til verndar heildarhagsmunum íslenskra neytenda", þar sem flestar fjölskyldur á Íslandi tóku húsnæðislán og eru enn að borga af þeim þó að vafi leiki á hvort þau séu lögleg, hver eigi þau og hvað skuli greiða af þeim. Þá eru það heildarhagsmunir neytenda að fá lögbann á lánainnheimtur sem ágreiningur er um þar til dómstólar taka af allan vafa, t.d. hvort löglegt sé að endurútreikna gengistryggð lán án samþykkis lántakenda. Ef dómstólar dæma bönkunum í hag verða lántakendur að greiða upp það sem þeir greiddu ekki á lögbannstímanum. En þangað til eiga lántakendur að njóta vafans og lögbann skal sitja á lánainnheimtum eins og lög kveða á um. Við leitum að fólki og félagasamtökum sem vilja snúa vörn í sókn. Við erum að leita allra tiltækra leiða til að draga persónulega til ábyrgðar alla þá einstaklinga sem valda lántakendum fjárhagslegum skaða með aðgerðum eða vanrækslu sem leitt hefur til þess að neytandinn nýtur ekki vafans eins og skýrt kveður á um í lögum. Sökum friðhelgis Ögmundar erum við að leita leiða til að stefna fyrst Ragnhildi Hjaltadóttir ráðuneytisstjóra til skaðabóta vegna vanrækslu í starfi og það er bara byrjunin. Að stefna fólki til skaðabóta kostar aðeins 15.000 krónur og er því ódýrasta leiðin fyrir skuldsett fólk til að sækja rétt sinn. Það er kominn tími til að draga einstaklinga til ábyrgðar og fá þá til að finna skaðann á eigin skinni.
Mannréttindabrot Orkuveitunnar? Yfirgengileg hækkun Orkuveitunnar á inntaksgjöldum hefur ekki farið fram hjá neinum. Allavega ekki þeim sem neyðst hefur til að versla við þetta einokunarfyrirtæki sem þessa dagana hefur verið afhjúpað sem eitthvað sem helst líkist sirkus, stjórnað af trúðum. 25. nóvember 2011 06:00
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun