Lífið

HAM á Gauknum eftir tíu ára hlé

Hin goðsagnakennda HAM snýr nú aftur á Gauk á Stöng en tíu ár eru nú liðin frá "endurkomutónleikum" sveitarinnar. Afrakstur þeirra tónleika var platan "Skert flog", en um svipað leyti hitaði HAM upp fyrir Rammstein í Laugardalshöll.

Nú á semsagt að endurtaka leikinn á föstudaginn kemur og við sama tilefni á að kynna fyrstu 7'' smáskífu sveitarinnar. Sú skífa inniheldur Hún inniheldur lögin "Sviksemi" sem einnig er að finna á nýjustu plötunni Svik, harmur og dauði og áður óútgefið lag - "Tveir dalir“.

Miða má nálgast í forsölu hér.

„Sérstakir gestir verða á tónleikunum, japanska hljómsveitin Vampillia, sem sér um upphitun. Hljómsveitin er stödd á landinu til að taka upp nýja plötu en hún gaf út plötuna Alchemic Heart fyrr á þessu ári þar sem kunnir tónlistarmenn "noise"geirans koma við sögu, til að mynda Merzbow, Jarboe (Swans), meðlimir Boredoms og Ruins,“ segir í tilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.