Sport

Dalglish var ánægður með baráttuna hjá Liverpool

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Jay Spearing leikmaður Liverpool brýtur hér á Cesc Fabregas og vítaspyrna var dæmd í kjölfarið.
Jay Spearing leikmaður Liverpool brýtur hér á Cesc Fabregas og vítaspyrna var dæmd í kjölfarið. Nordic Photos/Getty Images
Kenny Dalglish knattspyrnustjóri Liverpool var ánægður með baráttuna sem einkenndi leik liðsins í 1-1 jafnteflinu gegn gegn Arsenal í dag. Lokakafli leiksins var magnaður þar sem að Dirk Kuyt tryggði liðinu stig með marki úr vítaspyrnu á 101. mínútu en Arsenal hafði rétt áður komist yfir með marki úr víti sem Robin van Persie skoraði úr.Gera þurfti hlé í átta mínútur á leiknum vegna meiðsla sem Jamie Carragher varð fyrir og í uppbótartímanum gerðust hlutirnir.„Það sem við gerðum í lokin á leiknum gerir leikinn eftirminnilegan. Við misstum tvo leikmenn af velli vegna meiðsla (Carragher og Andy Carroll) og við vorum með tvo unglinga í hægri og vinstri bakvarðastöðunum gegn liði sem er í baráttu um að vinna deildina. Menn héldu áfram að reyna að ná einhverju út úr leiknum allt til enda – og við héldum bara áfram og gáfumst ekki upp," sagði Dalglish við Sky sjónvarpsstöðina í leikslok.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.