Enginn áhugi á ferskum hugmyndum varðandi kynningu á Icesave Gunnar Skúli Ármannsson og Rakel Sigurgeirsdóttir skrifar 30. mars 2011 14:09 Það ætti að vera til marks um lýðræðisumbætur í samfélaginu að á rétt rúmu ári hafa verið haldnar hér tvær þjóðaratkvæðagreiðslur og sú þriðja er framundan. En er nóg að bjóða upp á þjóðaratkvæðagreiðslur eingöngu til að hægt sé að tala um lýðræðisumbætur? Þarf ekki að ganga alla leið og kynna það sem kjósendum er gefinn kostur á að velja um til að hægt sé að tala um raunverulegar lýðræðisumbætur? Íslenskir kjósendur fá tækifæri til að skera úr um nýju Icesave-lögin í þjóðaratkvæðagreiðslu þ. 9. apríl n.k. eða rétt rúmu ári eftir að þeir höfnuðu Icesave II. Nú eins og þá voru það réttlætissinnaðir eldhugar sem vinna að því í sjálfboðavinnu að upplýsa kjósendur um raunverulegt innihald og þýðingu samkomulagsins fyrir réttar- og efnahagsstöðu landsins. Eftir að forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, vísaði Icesave III í þjóðaratkvæðagreiðslu hefur öflug grasrót unnið að því hörðum höndum að vekja upp málefnalega umræðu um ýmis spursmál, varðandi þetta samkomulag, um meintar skuldir ríkisstjóðs við innstæðutryggingakerfi Breta og Hollendinga vegna gjaldþrots Icesave-útibúanna í löndum þeirra. Ein hugmyndin sem kviknaði í því sambandi var að bjóða RUV samstarf við tvo fulltrúa sem stóðu að borgarafundum í kjölfar bankahrunsins; annar á Akureyri og hinn í Reykjavík. Í þessum tilgangi var dagskrárstjóra skrifað bréf þar sem hugmynd að borgarfundi var kynnt. Útvarpsstjóra ásamt innanríkis- og menntamálaráðherra svo og þingmanninum, Margréti Tryggvadóttur, var sent afrit af þessu bréfi. Í bréfinu, sem er dagsett þ. 8. mars sl., segir m.a: Hugmyndin er til komin fyrir það að mikið vantar upp á að þjóðin hafi verið upplýst um kosti og galla samningsins. Það vantar líka mikið upp á málefnalega og upplýsandi umræður um það hvaða hættur og hvaða ávinningar það eru sem skipta máli varðandi mismunandi afstöðu þeirra sem vilja hafna samningum og hinna sem vilja samþykkja hann. Það er skylda kjósenda að taka upplýsta ákvörðun varðandi þessar og aðrar kosningar en það er ekki síður skylda stjórnvalda að veita upplýsingar og gera þær aðgengilegar. Hvaða vettvangur er betur til þessa fallinn en einmitt Ríkissjónvarpið? Í framhaldinu er hugmyndin kynnt en í meginatriðum gengur hún út á það að í kjölfar stuttra framsöguerinda og enn styttra innleggs frá þátttakendum í pallborði, sem skiptist jafnt á milli já- og nei-sinna, fengju gestir í sjónvarpssal að varpa fram spurningum til framsögumanna og annarra í pallborðinu. Bréfritari óskaði eftir fundi með þeim sem hefðu með málið að gera ásamt fulltrúunum tveimur úr grasrótinni. Dagskrárstjóri RUV svaraði þessu erindi nær samstundis en benti á að málið væri ekki í hans höndum heldur fréttastjóra. Orðrétt segir Sigrún Stefánsdóttir: Ég veit að Óðinn Jónsson er búinn að búa til aðgerðaráætlun vegna málsins. Hann verður með tvo upptekna þætti, með og á móti og síðan umræðuþátt í sjónvarpssal á fimmtudegi fyrir kosningarnar. Síðan umfjöllun þegar niðurstaða liggur fyrir. Óðinn Jónsson, staðfesti þessi orð Sigrúnar í svarbréfi sínu nokkrum dögum síðar, þ.e. 11. mars sl., þar sem hann segir: RÚV verður með kynningu á þeim kostum sem þjóðin stendur frammi fyrir, bæði með sérstökum JÁ og NEI-þáttum og umræðuþætti í vikunni á undan atkvæðagreiðslunni. Þar að auki er fjallað sérstaklega um málið í tveimur fréttaskýringum á sunnudagskvöldum - næst á sunnudaginn kemur. Til viðbótar er umfjöllun í fréttum og dægurmálaþáttum. Fulltrúarnir sem settu sig í samband við yfirmenn RUV óskuðu eftir leyfi til að vitna í svör fréttastjórans sem ítrekar ofangreint enn frekar í svarbréfi sínu frá 28, mars sl. með þessum orðum: „Eins og fram hefur komið, þá annast RÚV sjálft málefnalega og vandaða kynningu á Icesave-málinu en felur það ekki öðrum." Nú er það sjónvarpsáhorfenda að meta það hvort þeim finnst Ríkissjónvarpið hafa staðið sig vel eða illa í því að upplýsa þá um gagnstæð sjónarmið já- og nei-sinna á málefnalegan og upplýsandi hátt eða hvort borgarafundur í sjónvarpssal með aðkomu grasrótarinnar sé heppilegur vettvangur til slíks. Í þessu sambandi er sanngjarnt að minna á að enn er rúm ein vika fram að þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýju Icesave-lögin þ. 9. apríl n.k. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Það ætti að vera til marks um lýðræðisumbætur í samfélaginu að á rétt rúmu ári hafa verið haldnar hér tvær þjóðaratkvæðagreiðslur og sú þriðja er framundan. En er nóg að bjóða upp á þjóðaratkvæðagreiðslur eingöngu til að hægt sé að tala um lýðræðisumbætur? Þarf ekki að ganga alla leið og kynna það sem kjósendum er gefinn kostur á að velja um til að hægt sé að tala um raunverulegar lýðræðisumbætur? Íslenskir kjósendur fá tækifæri til að skera úr um nýju Icesave-lögin í þjóðaratkvæðagreiðslu þ. 9. apríl n.k. eða rétt rúmu ári eftir að þeir höfnuðu Icesave II. Nú eins og þá voru það réttlætissinnaðir eldhugar sem vinna að því í sjálfboðavinnu að upplýsa kjósendur um raunverulegt innihald og þýðingu samkomulagsins fyrir réttar- og efnahagsstöðu landsins. Eftir að forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, vísaði Icesave III í þjóðaratkvæðagreiðslu hefur öflug grasrót unnið að því hörðum höndum að vekja upp málefnalega umræðu um ýmis spursmál, varðandi þetta samkomulag, um meintar skuldir ríkisstjóðs við innstæðutryggingakerfi Breta og Hollendinga vegna gjaldþrots Icesave-útibúanna í löndum þeirra. Ein hugmyndin sem kviknaði í því sambandi var að bjóða RUV samstarf við tvo fulltrúa sem stóðu að borgarafundum í kjölfar bankahrunsins; annar á Akureyri og hinn í Reykjavík. Í þessum tilgangi var dagskrárstjóra skrifað bréf þar sem hugmynd að borgarfundi var kynnt. Útvarpsstjóra ásamt innanríkis- og menntamálaráðherra svo og þingmanninum, Margréti Tryggvadóttur, var sent afrit af þessu bréfi. Í bréfinu, sem er dagsett þ. 8. mars sl., segir m.a: Hugmyndin er til komin fyrir það að mikið vantar upp á að þjóðin hafi verið upplýst um kosti og galla samningsins. Það vantar líka mikið upp á málefnalega og upplýsandi umræður um það hvaða hættur og hvaða ávinningar það eru sem skipta máli varðandi mismunandi afstöðu þeirra sem vilja hafna samningum og hinna sem vilja samþykkja hann. Það er skylda kjósenda að taka upplýsta ákvörðun varðandi þessar og aðrar kosningar en það er ekki síður skylda stjórnvalda að veita upplýsingar og gera þær aðgengilegar. Hvaða vettvangur er betur til þessa fallinn en einmitt Ríkissjónvarpið? Í framhaldinu er hugmyndin kynnt en í meginatriðum gengur hún út á það að í kjölfar stuttra framsöguerinda og enn styttra innleggs frá þátttakendum í pallborði, sem skiptist jafnt á milli já- og nei-sinna, fengju gestir í sjónvarpssal að varpa fram spurningum til framsögumanna og annarra í pallborðinu. Bréfritari óskaði eftir fundi með þeim sem hefðu með málið að gera ásamt fulltrúunum tveimur úr grasrótinni. Dagskrárstjóri RUV svaraði þessu erindi nær samstundis en benti á að málið væri ekki í hans höndum heldur fréttastjóra. Orðrétt segir Sigrún Stefánsdóttir: Ég veit að Óðinn Jónsson er búinn að búa til aðgerðaráætlun vegna málsins. Hann verður með tvo upptekna þætti, með og á móti og síðan umræðuþátt í sjónvarpssal á fimmtudegi fyrir kosningarnar. Síðan umfjöllun þegar niðurstaða liggur fyrir. Óðinn Jónsson, staðfesti þessi orð Sigrúnar í svarbréfi sínu nokkrum dögum síðar, þ.e. 11. mars sl., þar sem hann segir: RÚV verður með kynningu á þeim kostum sem þjóðin stendur frammi fyrir, bæði með sérstökum JÁ og NEI-þáttum og umræðuþætti í vikunni á undan atkvæðagreiðslunni. Þar að auki er fjallað sérstaklega um málið í tveimur fréttaskýringum á sunnudagskvöldum - næst á sunnudaginn kemur. Til viðbótar er umfjöllun í fréttum og dægurmálaþáttum. Fulltrúarnir sem settu sig í samband við yfirmenn RUV óskuðu eftir leyfi til að vitna í svör fréttastjórans sem ítrekar ofangreint enn frekar í svarbréfi sínu frá 28, mars sl. með þessum orðum: „Eins og fram hefur komið, þá annast RÚV sjálft málefnalega og vandaða kynningu á Icesave-málinu en felur það ekki öðrum." Nú er það sjónvarpsáhorfenda að meta það hvort þeim finnst Ríkissjónvarpið hafa staðið sig vel eða illa í því að upplýsa þá um gagnstæð sjónarmið já- og nei-sinna á málefnalegan og upplýsandi hátt eða hvort borgarafundur í sjónvarpssal með aðkomu grasrótarinnar sé heppilegur vettvangur til slíks. Í þessu sambandi er sanngjarnt að minna á að enn er rúm ein vika fram að þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýju Icesave-lögin þ. 9. apríl n.k.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun