Greiddi atkvæði með ofurlaunum - stjórnarumboð ekki endurnýjað 20. mars 2011 17:17 Bankastjóri Arion banka er með rúmlega fjórar milljónir í mánaðarlaun. Stjórn Bankasýslu ríkisins (BR) hefur ákveðið að endurnýja ekki umboð stjórnarmanns bankasýslunnar í Arion banka vegna launamála bankastjórans. Í tilkynningu frá bankasýslunni segir að tekið hafi verið til umfjöllunar ákvarðanir um laun forstjóra Arion banka og Íslandsbanka og í því sambandi óskað eftir og fengið greinargerðir stjórnarmanna BR í bönkunum um atkvæðagreiðslu þeirra og grundvöll ákvörðunar við ákvörðun launa forstjóra bankanna á síðasta ári. Í tilkynningunni segir að niðurstaða stjórnarinnar sé sú að rétt sé að endurnýja ekki umboð stjórnarmanns BR í Arion banka, Kristjáns Jóhannssonar, á aðalfundi bankans sem haldinn verður í þessari viku. Ástæðan eru fréttir af launum bankastjóra Íslandsbanka og Arion banka sem hækkuðu talsvert í janúar á síðasta ári og Vísir greindi fyrst frá. Stjórnin telur að með tilliti til eðlis málsins hefði verið rétt af fulltrúa BR í Arion banka að taka ekki þátt í afgreiðslu málsins bæði í ljósi viðkvæmrar stöðu bankanna við endurreisn bankakerfisins, nú þegar stefnt er að því að byggja upp traust og trúverðugleika fjármálafyrirtækja, og viðleitni stjórnvalda til að hafa hemil á launahækkunum hærri launa. Svo segir í yfirlýsingunni: „Í ljósi ofangreinds er það niðurstaða stjórnar að rétt sé að endurnýja ekki umboð stjórnarmanns BR í Arion banka á aðalfundi bankans sem haldinn verður í þessari viku." Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Höskuldur fékk tíu milljóna eingreiðslu Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, fékk tíu milljóna króna eingreiðslu þegar hann hóf störf hjá bankanum 1. júní í fyrra sem reiknast inn í laun hans. Bankastjórar Arion og Íslandsbanka ætla ekki að taka á sig launalækkanir. 8. mars 2011 12:08 Bankastjórar rjúka upp í launum Laun bankastjóra Arion hækkuðu um rúm fjörtíu prósent á síðasta ári. Þannig greindi Vísir frá því í gær að bankastjóri Arion banka, Höskuldur H. Ólafsson, fengi greiddar um 4,3 milljónir í laun á mánuði samkvæmt ársskýrslu bankans. Þá hafa laun yfirstjórnenda bankans hækkað um 37 prósent milli ára. 6. mars 2011 12:05 Þjóðin þarf að þola laun bankastjóranna Efnahags- og viðskiptaráðherra segir ekki óeðlilegt að bankarnir hagi launum æðstu stjórnenda þannig að almenningur þoli þau, á sama tíma og innistæður bankanna séu tryggðar af ríkinu. 8. mars 2011 18:55 Jóhanna: Engin siðleg réttlæting á ofurlaunum bankastjóra Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að engin siðleg rættlæting sé á þeim ofurlaunum sem æðstu stjórnendur Arionbanka og Íslandsbanka hafa fengið á liðnu ári. Framferði þeirra sé óþolandi ögrun og bein ógn við stöðugleika og frið í samfélaginu. 7. mars 2011 11:49 Steinþór með lægstu bankastjóralaunin Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans er launalægstur bankastjóra stóru viðskiptabankanna. Hann hefur tæplega 1,1 milljón króna á mánuði, að því er fram kemur í úrskurði kjararáðs frá því í febrúar á síðasta ári, og er ekki hálfdrættingur við Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, sem er með 2,6 milljónir á mánuði. En hún er hinsvegar liðlega hálfdrættingur við Höskuld Ólafsson, bankastjóra Arion banka, sem er með 4,3 milljónir á mánuði, eða tæplega fjórfalt hærri laun en bankastjóri Landsbankans. 8. mars 2011 08:48 Hljóta að hækka laun almennra bankamanna um tveggja stafa tölu Framkvæmdastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja segir launahækkanir bankastjóra einkabankanna þýða að væntanlega verði hægt að hækka laun almennra starfsmanna bankanna um tveggja stafa tölu í komandi kjarasamningum. 9. mars 2011 12:24 Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Stjórn Bankasýslu ríkisins (BR) hefur ákveðið að endurnýja ekki umboð stjórnarmanns bankasýslunnar í Arion banka vegna launamála bankastjórans. Í tilkynningu frá bankasýslunni segir að tekið hafi verið til umfjöllunar ákvarðanir um laun forstjóra Arion banka og Íslandsbanka og í því sambandi óskað eftir og fengið greinargerðir stjórnarmanna BR í bönkunum um atkvæðagreiðslu þeirra og grundvöll ákvörðunar við ákvörðun launa forstjóra bankanna á síðasta ári. Í tilkynningunni segir að niðurstaða stjórnarinnar sé sú að rétt sé að endurnýja ekki umboð stjórnarmanns BR í Arion banka, Kristjáns Jóhannssonar, á aðalfundi bankans sem haldinn verður í þessari viku. Ástæðan eru fréttir af launum bankastjóra Íslandsbanka og Arion banka sem hækkuðu talsvert í janúar á síðasta ári og Vísir greindi fyrst frá. Stjórnin telur að með tilliti til eðlis málsins hefði verið rétt af fulltrúa BR í Arion banka að taka ekki þátt í afgreiðslu málsins bæði í ljósi viðkvæmrar stöðu bankanna við endurreisn bankakerfisins, nú þegar stefnt er að því að byggja upp traust og trúverðugleika fjármálafyrirtækja, og viðleitni stjórnvalda til að hafa hemil á launahækkunum hærri launa. Svo segir í yfirlýsingunni: „Í ljósi ofangreinds er það niðurstaða stjórnar að rétt sé að endurnýja ekki umboð stjórnarmanns BR í Arion banka á aðalfundi bankans sem haldinn verður í þessari viku." Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Höskuldur fékk tíu milljóna eingreiðslu Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, fékk tíu milljóna króna eingreiðslu þegar hann hóf störf hjá bankanum 1. júní í fyrra sem reiknast inn í laun hans. Bankastjórar Arion og Íslandsbanka ætla ekki að taka á sig launalækkanir. 8. mars 2011 12:08 Bankastjórar rjúka upp í launum Laun bankastjóra Arion hækkuðu um rúm fjörtíu prósent á síðasta ári. Þannig greindi Vísir frá því í gær að bankastjóri Arion banka, Höskuldur H. Ólafsson, fengi greiddar um 4,3 milljónir í laun á mánuði samkvæmt ársskýrslu bankans. Þá hafa laun yfirstjórnenda bankans hækkað um 37 prósent milli ára. 6. mars 2011 12:05 Þjóðin þarf að þola laun bankastjóranna Efnahags- og viðskiptaráðherra segir ekki óeðlilegt að bankarnir hagi launum æðstu stjórnenda þannig að almenningur þoli þau, á sama tíma og innistæður bankanna séu tryggðar af ríkinu. 8. mars 2011 18:55 Jóhanna: Engin siðleg réttlæting á ofurlaunum bankastjóra Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að engin siðleg rættlæting sé á þeim ofurlaunum sem æðstu stjórnendur Arionbanka og Íslandsbanka hafa fengið á liðnu ári. Framferði þeirra sé óþolandi ögrun og bein ógn við stöðugleika og frið í samfélaginu. 7. mars 2011 11:49 Steinþór með lægstu bankastjóralaunin Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans er launalægstur bankastjóra stóru viðskiptabankanna. Hann hefur tæplega 1,1 milljón króna á mánuði, að því er fram kemur í úrskurði kjararáðs frá því í febrúar á síðasta ári, og er ekki hálfdrættingur við Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, sem er með 2,6 milljónir á mánuði. En hún er hinsvegar liðlega hálfdrættingur við Höskuld Ólafsson, bankastjóra Arion banka, sem er með 4,3 milljónir á mánuði, eða tæplega fjórfalt hærri laun en bankastjóri Landsbankans. 8. mars 2011 08:48 Hljóta að hækka laun almennra bankamanna um tveggja stafa tölu Framkvæmdastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja segir launahækkanir bankastjóra einkabankanna þýða að væntanlega verði hægt að hækka laun almennra starfsmanna bankanna um tveggja stafa tölu í komandi kjarasamningum. 9. mars 2011 12:24 Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Höskuldur fékk tíu milljóna eingreiðslu Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, fékk tíu milljóna króna eingreiðslu þegar hann hóf störf hjá bankanum 1. júní í fyrra sem reiknast inn í laun hans. Bankastjórar Arion og Íslandsbanka ætla ekki að taka á sig launalækkanir. 8. mars 2011 12:08
Bankastjórar rjúka upp í launum Laun bankastjóra Arion hækkuðu um rúm fjörtíu prósent á síðasta ári. Þannig greindi Vísir frá því í gær að bankastjóri Arion banka, Höskuldur H. Ólafsson, fengi greiddar um 4,3 milljónir í laun á mánuði samkvæmt ársskýrslu bankans. Þá hafa laun yfirstjórnenda bankans hækkað um 37 prósent milli ára. 6. mars 2011 12:05
Þjóðin þarf að þola laun bankastjóranna Efnahags- og viðskiptaráðherra segir ekki óeðlilegt að bankarnir hagi launum æðstu stjórnenda þannig að almenningur þoli þau, á sama tíma og innistæður bankanna séu tryggðar af ríkinu. 8. mars 2011 18:55
Jóhanna: Engin siðleg réttlæting á ofurlaunum bankastjóra Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að engin siðleg rættlæting sé á þeim ofurlaunum sem æðstu stjórnendur Arionbanka og Íslandsbanka hafa fengið á liðnu ári. Framferði þeirra sé óþolandi ögrun og bein ógn við stöðugleika og frið í samfélaginu. 7. mars 2011 11:49
Steinþór með lægstu bankastjóralaunin Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans er launalægstur bankastjóra stóru viðskiptabankanna. Hann hefur tæplega 1,1 milljón króna á mánuði, að því er fram kemur í úrskurði kjararáðs frá því í febrúar á síðasta ári, og er ekki hálfdrættingur við Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, sem er með 2,6 milljónir á mánuði. En hún er hinsvegar liðlega hálfdrættingur við Höskuld Ólafsson, bankastjóra Arion banka, sem er með 4,3 milljónir á mánuði, eða tæplega fjórfalt hærri laun en bankastjóri Landsbankans. 8. mars 2011 08:48
Hljóta að hækka laun almennra bankamanna um tveggja stafa tölu Framkvæmdastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja segir launahækkanir bankastjóra einkabankanna þýða að væntanlega verði hægt að hækka laun almennra starfsmanna bankanna um tveggja stafa tölu í komandi kjarasamningum. 9. mars 2011 12:24