Dagur Norðurlanda Ragnheiður H. Þórarinsdóttir skrifar 23. mars 2011 05:45 Í dag, 23. mars, er dagur Norðulanda en dagurinn hefur um árabil verið tileinkaður norrænni samvinnu. Á þessum degi árið 1962 hittust fulltrúar ríkisstjórna Norðurlandanna í höfuðborg Finnlands til að skrifa undir samning um náið og skuldbindandi samstarf á fjölmörgum sviðum. Samningurinn sem nefndur er Helsinkisáttmálinn, er grundvallarsamningur í norrænu samstarfi og fjallar um samstarf Norðurlandanna á sviði réttarfars, menningarmála, félagsmála, efnahagsmála, samgangna og umhverfisverndar. Í honum er kveðið nánar á um störf Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar og hann festir í sessi formlegt samstarf þjóðþinga og ríkisstjórna Norðurlandanna. Samningurinn kveður einnig á um að Norðurlöndin skuli vinna saman á alþjóðavettvangi og hafa samráð sín á milli. Hinn upprunalegi texti samningsins hefur verið endurskoðaður nokkrum sinnum t.d. þegar ríkisstjórnirnar komu meiri formfestu á samstarfs sitt með stofnun norrænu ráðherranefndarinnar 1971 og þegar Grænland, Færeyjar og Álandseyjar komu inn í samstarfið árið 1983, en grundvallarhugmynd hans hefur ekkert breyst. Helsinkisáttmálinn kveður á um fjölmörg gagnkvæm réttindi Norðurlandabúa sem við höfum um áratugaskeið vanist að taka sem sjálfsöguðum hlut við dvöl á hinum Norðurlöndunum, í ferðum eða viðskiptum milli landanna. Fjölmörg gagnkvæm réttindi hafa verið við lýði árum og áratugum saman án þess að okkur þyki það annað en sjálfsagt að njóta sömu réttinda á hinum Norðurlöndunum og þeirra sem við njótum heima hjá okkur. Þetta nána pólitíska norræna samstarf varð ekki til á einum degi. Þjóðþing Norðurlanda höfðu lengi haft náið samstarfs sín á milli, Norðurlandaráð var stofnað árið 1952. Og á undan þessu öllu höfðu þjóðirnar sjálfar komist að nauðsyn þess að vinna saman og halda vinatengslum og stofnað Norræna félagið. Norrænu félögin voru stofnuð fljótlega eftir fyrri heimsstyrjöldina, árið 1919 í Svíþjóð, Noregi og Danmörku, árið 1922 á Íslandi og 1924 í Finnlandi. Því er með réttu hægt að segja að norrænt samstarf hafi þrjár meginstoðir: Norrænu ráðherranefndina, Norðurlandaráð og Norræna félagið. Vissulega fer fram fjölbreytt og öflugt norrænt samstarf á ýmsum sviðum þjóðlífsins en þessir þrír aðilar starfa að norrænu samstarfi á grundvelli þeirrar meginhugmyndar að Norðurlönd eigi eitthvað mikilvægt sameiginlegt og eigi sameiginlegra hagsmuna að gæta við lausn ýmiskonar mála. Norðurlandasamstarfið hefur notið þess frá upphafi að eiga sér víðtækan, þverpólitískan og styrkan stuðnings fólksins sem byggir Norðurlönd. Sjaldan eða aldrei hefur verið deilt af sannfæringu um hvort norrænt samstarf eigi rétt á sér, heldur einungis um leiðir að settum sameiginlegum markmiðum. Norræna félagið gegndi mikilvægu hlutverki í tengslum við stofnun hinna pólitísku samtaka Norrænu ráðherranefndarinnar og Norðurlandaráðs, og beitti sér mjög í þeirri vinnu sem leiddi til norræna vegaréfasambandsins, sameiginlega vinnumarkaðarins, samningsins um félagsleg réttindi og tungumálasamningsins, en hann fjallar um rétt okkar til að nota eigið tungumál í samskiptum við yfirvöld annarra Norðurlanda. Og ekki má gleyma vinarbæjarsamstarfi sveitarfélaga en þar gegnir Norræna félagið lykilhlutverki. Norræna félagið á Íslandi er gamalt og gróið félag sem fyllir 9. tuginn á næsta ári. Hlutverk þess er að efla norrænt samstarf, einkum í félags-, menningar- og umhverfismálum og styrkja vináttuböndin við frændur okkar á hinum Norðurlöndunum. Félaginu hafa verið falin framkvæmd margvíslegra mikilvægra norrænna verkefna, s.s. Halló Norðurlönd, Nordjobb og norrænu bókasafnsvikunnar. Það stendur einnig fyrir tungumálanámskeiðum sem hafa notið vaxandi vinsælda. Skrifstofa félagsins aðstoðar fjölda manns í viku um flest það er varðar norræn málefni, stór og smá. Sú hefð hefur myndast á undanförnum árum að Norrænu félögin fagni degi Norðurlanda á ýmsan hátt. Norræna félagið á Íslandi notar þennan dag m.a. til að veita viðurkenningu félagsins einstaklingi, sem hefur lagt mikið og óeigingjarnt starf af mörkum til að efla norræna samvinnu. Að lokum vil ég óska okkur öllum til hamingju með daginn! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 23. mars, er dagur Norðulanda en dagurinn hefur um árabil verið tileinkaður norrænni samvinnu. Á þessum degi árið 1962 hittust fulltrúar ríkisstjórna Norðurlandanna í höfuðborg Finnlands til að skrifa undir samning um náið og skuldbindandi samstarf á fjölmörgum sviðum. Samningurinn sem nefndur er Helsinkisáttmálinn, er grundvallarsamningur í norrænu samstarfi og fjallar um samstarf Norðurlandanna á sviði réttarfars, menningarmála, félagsmála, efnahagsmála, samgangna og umhverfisverndar. Í honum er kveðið nánar á um störf Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar og hann festir í sessi formlegt samstarf þjóðþinga og ríkisstjórna Norðurlandanna. Samningurinn kveður einnig á um að Norðurlöndin skuli vinna saman á alþjóðavettvangi og hafa samráð sín á milli. Hinn upprunalegi texti samningsins hefur verið endurskoðaður nokkrum sinnum t.d. þegar ríkisstjórnirnar komu meiri formfestu á samstarfs sitt með stofnun norrænu ráðherranefndarinnar 1971 og þegar Grænland, Færeyjar og Álandseyjar komu inn í samstarfið árið 1983, en grundvallarhugmynd hans hefur ekkert breyst. Helsinkisáttmálinn kveður á um fjölmörg gagnkvæm réttindi Norðurlandabúa sem við höfum um áratugaskeið vanist að taka sem sjálfsöguðum hlut við dvöl á hinum Norðurlöndunum, í ferðum eða viðskiptum milli landanna. Fjölmörg gagnkvæm réttindi hafa verið við lýði árum og áratugum saman án þess að okkur þyki það annað en sjálfsagt að njóta sömu réttinda á hinum Norðurlöndunum og þeirra sem við njótum heima hjá okkur. Þetta nána pólitíska norræna samstarf varð ekki til á einum degi. Þjóðþing Norðurlanda höfðu lengi haft náið samstarfs sín á milli, Norðurlandaráð var stofnað árið 1952. Og á undan þessu öllu höfðu þjóðirnar sjálfar komist að nauðsyn þess að vinna saman og halda vinatengslum og stofnað Norræna félagið. Norrænu félögin voru stofnuð fljótlega eftir fyrri heimsstyrjöldina, árið 1919 í Svíþjóð, Noregi og Danmörku, árið 1922 á Íslandi og 1924 í Finnlandi. Því er með réttu hægt að segja að norrænt samstarf hafi þrjár meginstoðir: Norrænu ráðherranefndina, Norðurlandaráð og Norræna félagið. Vissulega fer fram fjölbreytt og öflugt norrænt samstarf á ýmsum sviðum þjóðlífsins en þessir þrír aðilar starfa að norrænu samstarfi á grundvelli þeirrar meginhugmyndar að Norðurlönd eigi eitthvað mikilvægt sameiginlegt og eigi sameiginlegra hagsmuna að gæta við lausn ýmiskonar mála. Norðurlandasamstarfið hefur notið þess frá upphafi að eiga sér víðtækan, þverpólitískan og styrkan stuðnings fólksins sem byggir Norðurlönd. Sjaldan eða aldrei hefur verið deilt af sannfæringu um hvort norrænt samstarf eigi rétt á sér, heldur einungis um leiðir að settum sameiginlegum markmiðum. Norræna félagið gegndi mikilvægu hlutverki í tengslum við stofnun hinna pólitísku samtaka Norrænu ráðherranefndarinnar og Norðurlandaráðs, og beitti sér mjög í þeirri vinnu sem leiddi til norræna vegaréfasambandsins, sameiginlega vinnumarkaðarins, samningsins um félagsleg réttindi og tungumálasamningsins, en hann fjallar um rétt okkar til að nota eigið tungumál í samskiptum við yfirvöld annarra Norðurlanda. Og ekki má gleyma vinarbæjarsamstarfi sveitarfélaga en þar gegnir Norræna félagið lykilhlutverki. Norræna félagið á Íslandi er gamalt og gróið félag sem fyllir 9. tuginn á næsta ári. Hlutverk þess er að efla norrænt samstarf, einkum í félags-, menningar- og umhverfismálum og styrkja vináttuböndin við frændur okkar á hinum Norðurlöndunum. Félaginu hafa verið falin framkvæmd margvíslegra mikilvægra norrænna verkefna, s.s. Halló Norðurlönd, Nordjobb og norrænu bókasafnsvikunnar. Það stendur einnig fyrir tungumálanámskeiðum sem hafa notið vaxandi vinsælda. Skrifstofa félagsins aðstoðar fjölda manns í viku um flest það er varðar norræn málefni, stór og smá. Sú hefð hefur myndast á undanförnum árum að Norrænu félögin fagni degi Norðurlanda á ýmsan hátt. Norræna félagið á Íslandi notar þennan dag m.a. til að veita viðurkenningu félagsins einstaklingi, sem hefur lagt mikið og óeigingjarnt starf af mörkum til að efla norræna samvinnu. Að lokum vil ég óska okkur öllum til hamingju með daginn!
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar