Atvinnustefnu til framtíðar Kristinn Örn Jóhannesson skrifar 29. mars 2011 06:00 Á árunum fyrir hrun var atvinnuvinnuleysi lítið – sem betur fer. Þótt orsakir atvinnuleysisins nú megi rekja til kreppunar má líka færa rök fyrir því að atvinnuleysi hafi verið hér dulbúið um árabil. Sveiflum í atvinnustigi höfum við mætt með gengisfellingum og launalækkunum. Því miður er atvinnulíf hér í reynd tiltölulega fábreytt. Við höfum reitt okkur um of á fáar en stórar gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar. Sjávarútvegurinn skilar um 40-50% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar en nýtir aðeins um 5% mannaflans. Aflabrögð og verð á sjávarafurðum hefur því gríðarleg áhrif á efnahagslífi.HeróínhagkerfiðStjórnvöld hafa mætt þessu á markvissan en óheppilegan hátt með uppbyggingu orkufreks iðnaðar sem hefur kallað á mannaflsfrekar framkvæmdir í stuttan tíma með tilheyrandi efnahagssveiflum, örum en óstöðugum hagvexti. Lokum slíkra stórframkvæmda fylgir efnahagssamdráttur. Einatt hefur honum verið mætt með frekari stórframkvæmdum, oft á kostnað náttúrunnar. Þetta kalla ég „Heróínhagkerfi" því þegar fráhvarfseinkennin koma fram í hægari hagvexti þarf nýjan skammt framkvæmda. Hagrænum „vellíðunarskammti" er sprautað í æðar hagkerfisins. Hér er skammtímahugsunin ráðandi, ekki hugsað um efnahagslega heilsu til langs tíma. Þessu þarf að breyta. Líklega er aldrei betra tækifæri en nú – og vissulega aldrei meiri þörf. Nú þarf að skilgreina og ákveða atvinnustefnu til framtíðar með fjölbreyttum störfum í fjölþjóðlegu umhverfi. Ísland er eyland í eiginlegum skilningi en í efnahagslegum skilning er landið hluti af alþjóðlegu efnahagskerfi. Í því felast í senn ógnanir og tækifæri. Því fjölbreyttari sem störfin verða því minni verður áhætta þjóðarinnar. Þannig er hægt að draga úr vægi einstakra atvinnugreina og þar með þeim landlægu efnahagssveiflum sem við höfum búið við.Menntun er fjárfesting ekki kostnaðurEn atvinnustefna til framtíðar ein og sér er ekki nóg. Lærum af vinum okkar Finnum. Í kjölfar gríðarlegs efnahagshruns á níunda áratug síðustu aldar skilgreindu þeir og og bjuggu sér til skarpa framtíðarsýn í atvinnumálum byggða á „upplýsingatækni". Atvinnulíf Finna varð betra og stöðugra. Hins vegar ráku menn sig á að ekki var til „rétt menntaða" fólkið í nýju störfin. Ekki hafði verið hugsað til þess að menntastefnan fylgdi framtíðarsýninni í atvinnumálum. Þetta þurfum við að hafa í huga. Stefna í atvinnumálum og stefna í menntamálum verða að fylgjast að. Við þurfum að horfa á menntun sem langtímafjárfestingu í atvinnulífinu en ekki rekstrarkostnað hins opinbera. Fjárfestum í menntun fyrir atvinnulíf framtíðar. Gerum núverandi kerfi atvinnuleysisbóta og Lánasjóðs námsmanna sveigjanlegri, samhæfðari, búum okkur til vænlega framtíð. En núna strax í dag þurfum við að bæta í frekar en að skera niður í fullorðinsfræðslu, kvöldskólum og atvinnutengdu námi og námsskeiðum. Við þurfum að virkja þá óvirku, hvetja og skapa þeim og okkur öllum framtíðarsýn. Framtíðarsýn byggða á menntun við hæfi einstaklinga fyrir atvinnulífið – fyrir heildina. Stéttarfélög eins og VR geta þarna lagt hönd á plóg. Allt þarf að skoða með opnum hug. Atvinnustefna framtíðarinnar er byggð á menntastefnu samtímans. Vinnum saman – þá vinna allir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Á árunum fyrir hrun var atvinnuvinnuleysi lítið – sem betur fer. Þótt orsakir atvinnuleysisins nú megi rekja til kreppunar má líka færa rök fyrir því að atvinnuleysi hafi verið hér dulbúið um árabil. Sveiflum í atvinnustigi höfum við mætt með gengisfellingum og launalækkunum. Því miður er atvinnulíf hér í reynd tiltölulega fábreytt. Við höfum reitt okkur um of á fáar en stórar gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar. Sjávarútvegurinn skilar um 40-50% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar en nýtir aðeins um 5% mannaflans. Aflabrögð og verð á sjávarafurðum hefur því gríðarleg áhrif á efnahagslífi.HeróínhagkerfiðStjórnvöld hafa mætt þessu á markvissan en óheppilegan hátt með uppbyggingu orkufreks iðnaðar sem hefur kallað á mannaflsfrekar framkvæmdir í stuttan tíma með tilheyrandi efnahagssveiflum, örum en óstöðugum hagvexti. Lokum slíkra stórframkvæmda fylgir efnahagssamdráttur. Einatt hefur honum verið mætt með frekari stórframkvæmdum, oft á kostnað náttúrunnar. Þetta kalla ég „Heróínhagkerfi" því þegar fráhvarfseinkennin koma fram í hægari hagvexti þarf nýjan skammt framkvæmda. Hagrænum „vellíðunarskammti" er sprautað í æðar hagkerfisins. Hér er skammtímahugsunin ráðandi, ekki hugsað um efnahagslega heilsu til langs tíma. Þessu þarf að breyta. Líklega er aldrei betra tækifæri en nú – og vissulega aldrei meiri þörf. Nú þarf að skilgreina og ákveða atvinnustefnu til framtíðar með fjölbreyttum störfum í fjölþjóðlegu umhverfi. Ísland er eyland í eiginlegum skilningi en í efnahagslegum skilning er landið hluti af alþjóðlegu efnahagskerfi. Í því felast í senn ógnanir og tækifæri. Því fjölbreyttari sem störfin verða því minni verður áhætta þjóðarinnar. Þannig er hægt að draga úr vægi einstakra atvinnugreina og þar með þeim landlægu efnahagssveiflum sem við höfum búið við.Menntun er fjárfesting ekki kostnaðurEn atvinnustefna til framtíðar ein og sér er ekki nóg. Lærum af vinum okkar Finnum. Í kjölfar gríðarlegs efnahagshruns á níunda áratug síðustu aldar skilgreindu þeir og og bjuggu sér til skarpa framtíðarsýn í atvinnumálum byggða á „upplýsingatækni". Atvinnulíf Finna varð betra og stöðugra. Hins vegar ráku menn sig á að ekki var til „rétt menntaða" fólkið í nýju störfin. Ekki hafði verið hugsað til þess að menntastefnan fylgdi framtíðarsýninni í atvinnumálum. Þetta þurfum við að hafa í huga. Stefna í atvinnumálum og stefna í menntamálum verða að fylgjast að. Við þurfum að horfa á menntun sem langtímafjárfestingu í atvinnulífinu en ekki rekstrarkostnað hins opinbera. Fjárfestum í menntun fyrir atvinnulíf framtíðar. Gerum núverandi kerfi atvinnuleysisbóta og Lánasjóðs námsmanna sveigjanlegri, samhæfðari, búum okkur til vænlega framtíð. En núna strax í dag þurfum við að bæta í frekar en að skera niður í fullorðinsfræðslu, kvöldskólum og atvinnutengdu námi og námsskeiðum. Við þurfum að virkja þá óvirku, hvetja og skapa þeim og okkur öllum framtíðarsýn. Framtíðarsýn byggða á menntun við hæfi einstaklinga fyrir atvinnulífið – fyrir heildina. Stéttarfélög eins og VR geta þarna lagt hönd á plóg. Allt þarf að skoða með opnum hug. Atvinnustefna framtíðarinnar er byggð á menntastefnu samtímans. Vinnum saman – þá vinna allir.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar