Körfubolti

Aftur neitaði Amoroso að taka í hönd Stjörnumanna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Amoroso virðist vera í nöp við Stjörnumenn. Mynd/Vilhelm
Amoroso virðist vera í nöp við Stjörnumenn. Mynd/Vilhelm

Ryan Amoroso, leikmanni Snæfells, virðist vera eitthvað illa við Stjörnumenn því annan leikinn í röð neitaði hann að taka í hönd fulltrúa Stjörnunnar eftir viðureign liðanna.

Hann vildi ekki taka í hönd Teits Örlygssonar, þjálfara Stjörnunnar, eftir fyrsta leikinn og endaði sú uppákoma með því að Teitur og Amoroso hnakkrifust á vellinum.

Í kvöld þakkaði Amoroso aðeins útvöldum leikmönnum Stjörnunnar fyrir leikinn og voru ekki allir Stjörnumennirnir sáttir við þá framkomu.

Til einhverra orðaskipta kom á milli manna og þurfti Sigmundur Herbertsson dómari að ganga á milli áður en málið varð alvarlegt.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.