„Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. október 2025 15:46 Daníel Guðni Guðmundsson tók við sem aðalþjálfari Keflavíkur eftir síðasta tímabil. Daníel Guðni Guðmundsson segir jákvætt að fá krefjandi leikjaplan í upphafi tímabils og er spenntur að máta Keflavíkurliðið við Íslandsmeistara Stjörnunnar í kvöld. Þar þurfi Keflvíkingar að hafa mjög góðar gætur á bakvörðum Stjörnunnar. Gott að fá krefjandi leikjaplan í upphafi tímabils Keflavík byrjaði tímabilið á hörkuleik, heimasigri gegn ÍR, en tapaði svo með tuttugu stigum fyrir Tindastóli í Síkinu í síðustu umferð. Í kvöld tekur liðið svo á móti Íslandsmeisturum Stjörnunnar. „Þetta er svolítið krefjandi leikjaplan til að byrja með, en það er líka mjög gott því þá fær maður að sjá hvernig maður stendur gagnvart bestu liðunum í deildinni… Þetta er líka bara nýtt lið að koma saman, margir nýir leikmenn og nýr þjálfari, þannig að það tekur smá tíma til að koma öllum í gang “ sagði Daníel Guðni Guðmundsson í samtali við Vísi fyrir leik kvöldsins gegn Stjörnunni. Leiðtogarnir í liðinu hjálpa þjálfaranum að aðlagast Daníel ólst upp í Njarðvík og hefur einnig starfað fyrir Grindavík. Hann segir það hafa gengið vel að aðlagast þjálfarastarfinu í Keflavík og þakkar góðum og duglegum samstarfsfélögum fyrir það, en einnig leikmönnum liðsins. „Strákar sem hafa verið þarna undanfarin ár eru líka að hjálpa mér að aðlagast og skilja hvernig þetta hefur allt saman verið. Þeir segja líka hvað þeir, leiðtogarnir í liðinu, vilja sjá.“ Miklar breytingar milli tímabila Keflavík átti vonbrigðatímabil í fyrra, liðið rétt slefaði inn í úrslitakeppnina og var síðan sópað út í fyrstu umferð. Síðan þá hefur leikmannahópurinn tekið miklum breytingum, sem er ákveðin áskorun fyrir nýja þjálfarann. „Þetta er aðeins erfiðara en eins og hjá Tindastóli eða Stjörnunni til dæmis, liðum sem náðu að halda í helsta kjarnann. Við erum með færri lykilleikmenn í stórum hlutverkum frá ári til árs, það var auðvitað mikið af erlendum leikmönnum sem rúlluðu inn og út á síðasta tímabili. Þannig að já, það eru miklar breytingar, menn eru enn að finna sig og sitt hlutverk.“ Daníel segist ánægður með leikmannahópinn sem hann hefur og sér ekki fram á breytingar á næstunni. „Já, við erum búnir að fullmanna stöðurnar, eins og við viljum hafa liðið okkar núna.“ Íslandsmeistararnir mæta í Sláturhúsið Keflavík tekur á móti Stjörnunni í stórleik kvöldsins í Bónus deildinni og Daníel segir greinilegt hvað Keflavík þarf helst að varast. „Þeir eru með svo marga góða bakverði og hlaupa völlinn gríðarlega fljótt. Eftir varnarfrákast hlaupa þeir bara upp völlinn og sækja á hringinn, svo fljótt. Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum þeirra. Þeir geta allir skotið fyrir utan og keyrt á körfuna, þannig að við þurfum að vera með okkar allra besta varnarleik ef við ætlum að ná í úrslit í kvöld.“ Leikur Keflavíkur og Stjörnunnar hefst klukkan 19:30 og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland. Körfubolti Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Sjá meira
Gott að fá krefjandi leikjaplan í upphafi tímabils Keflavík byrjaði tímabilið á hörkuleik, heimasigri gegn ÍR, en tapaði svo með tuttugu stigum fyrir Tindastóli í Síkinu í síðustu umferð. Í kvöld tekur liðið svo á móti Íslandsmeisturum Stjörnunnar. „Þetta er svolítið krefjandi leikjaplan til að byrja með, en það er líka mjög gott því þá fær maður að sjá hvernig maður stendur gagnvart bestu liðunum í deildinni… Þetta er líka bara nýtt lið að koma saman, margir nýir leikmenn og nýr þjálfari, þannig að það tekur smá tíma til að koma öllum í gang “ sagði Daníel Guðni Guðmundsson í samtali við Vísi fyrir leik kvöldsins gegn Stjörnunni. Leiðtogarnir í liðinu hjálpa þjálfaranum að aðlagast Daníel ólst upp í Njarðvík og hefur einnig starfað fyrir Grindavík. Hann segir það hafa gengið vel að aðlagast þjálfarastarfinu í Keflavík og þakkar góðum og duglegum samstarfsfélögum fyrir það, en einnig leikmönnum liðsins. „Strákar sem hafa verið þarna undanfarin ár eru líka að hjálpa mér að aðlagast og skilja hvernig þetta hefur allt saman verið. Þeir segja líka hvað þeir, leiðtogarnir í liðinu, vilja sjá.“ Miklar breytingar milli tímabila Keflavík átti vonbrigðatímabil í fyrra, liðið rétt slefaði inn í úrslitakeppnina og var síðan sópað út í fyrstu umferð. Síðan þá hefur leikmannahópurinn tekið miklum breytingum, sem er ákveðin áskorun fyrir nýja þjálfarann. „Þetta er aðeins erfiðara en eins og hjá Tindastóli eða Stjörnunni til dæmis, liðum sem náðu að halda í helsta kjarnann. Við erum með færri lykilleikmenn í stórum hlutverkum frá ári til árs, það var auðvitað mikið af erlendum leikmönnum sem rúlluðu inn og út á síðasta tímabili. Þannig að já, það eru miklar breytingar, menn eru enn að finna sig og sitt hlutverk.“ Daníel segist ánægður með leikmannahópinn sem hann hefur og sér ekki fram á breytingar á næstunni. „Já, við erum búnir að fullmanna stöðurnar, eins og við viljum hafa liðið okkar núna.“ Íslandsmeistararnir mæta í Sláturhúsið Keflavík tekur á móti Stjörnunni í stórleik kvöldsins í Bónus deildinni og Daníel segir greinilegt hvað Keflavík þarf helst að varast. „Þeir eru með svo marga góða bakverði og hlaupa völlinn gríðarlega fljótt. Eftir varnarfrákast hlaupa þeir bara upp völlinn og sækja á hringinn, svo fljótt. Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum þeirra. Þeir geta allir skotið fyrir utan og keyrt á körfuna, þannig að við þurfum að vera með okkar allra besta varnarleik ef við ætlum að ná í úrslit í kvöld.“ Leikur Keflavíkur og Stjörnunnar hefst klukkan 19:30 og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland.
Körfubolti Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Sjá meira