„Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. október 2025 15:46 Daníel Guðni Guðmundsson tók við sem aðalþjálfari Keflavíkur eftir síðasta tímabil. Daníel Guðni Guðmundsson segir jákvætt að fá krefjandi leikjaplan í upphafi tímabils og er spenntur að máta Keflavíkurliðið við Íslandsmeistara Stjörnunnar í kvöld. Þar þurfi Keflvíkingar að hafa mjög góðar gætur á bakvörðum Stjörnunnar. Gott að fá krefjandi leikjaplan í upphafi tímabils Keflavík byrjaði tímabilið á hörkuleik, heimasigri gegn ÍR, en tapaði svo með tuttugu stigum fyrir Tindastóli í Síkinu í síðustu umferð. Í kvöld tekur liðið svo á móti Íslandsmeisturum Stjörnunnar. „Þetta er svolítið krefjandi leikjaplan til að byrja með, en það er líka mjög gott því þá fær maður að sjá hvernig maður stendur gagnvart bestu liðunum í deildinni… Þetta er líka bara nýtt lið að koma saman, margir nýir leikmenn og nýr þjálfari, þannig að það tekur smá tíma til að koma öllum í gang “ sagði Daníel Guðni Guðmundsson í samtali við Vísi fyrir leik kvöldsins gegn Stjörnunni. Leiðtogarnir í liðinu hjálpa þjálfaranum að aðlagast Daníel ólst upp í Njarðvík og hefur einnig starfað fyrir Grindavík. Hann segir það hafa gengið vel að aðlagast þjálfarastarfinu í Keflavík og þakkar góðum og duglegum samstarfsfélögum fyrir það, en einnig leikmönnum liðsins. „Strákar sem hafa verið þarna undanfarin ár eru líka að hjálpa mér að aðlagast og skilja hvernig þetta hefur allt saman verið. Þeir segja líka hvað þeir, leiðtogarnir í liðinu, vilja sjá.“ Miklar breytingar milli tímabila Keflavík átti vonbrigðatímabil í fyrra, liðið rétt slefaði inn í úrslitakeppnina og var síðan sópað út í fyrstu umferð. Síðan þá hefur leikmannahópurinn tekið miklum breytingum, sem er ákveðin áskorun fyrir nýja þjálfarann. „Þetta er aðeins erfiðara en eins og hjá Tindastóli eða Stjörnunni til dæmis, liðum sem náðu að halda í helsta kjarnann. Við erum með færri lykilleikmenn í stórum hlutverkum frá ári til árs, það var auðvitað mikið af erlendum leikmönnum sem rúlluðu inn og út á síðasta tímabili. Þannig að já, það eru miklar breytingar, menn eru enn að finna sig og sitt hlutverk.“ Daníel segist ánægður með leikmannahópinn sem hann hefur og sér ekki fram á breytingar á næstunni. „Já, við erum búnir að fullmanna stöðurnar, eins og við viljum hafa liðið okkar núna.“ Íslandsmeistararnir mæta í Sláturhúsið Keflavík tekur á móti Stjörnunni í stórleik kvöldsins í Bónus deildinni og Daníel segir greinilegt hvað Keflavík þarf helst að varast. „Þeir eru með svo marga góða bakverði og hlaupa völlinn gríðarlega fljótt. Eftir varnarfrákast hlaupa þeir bara upp völlinn og sækja á hringinn, svo fljótt. Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum þeirra. Þeir geta allir skotið fyrir utan og keyrt á körfuna, þannig að við þurfum að vera með okkar allra besta varnarleik ef við ætlum að ná í úrslit í kvöld.“ Leikur Keflavíkur og Stjörnunnar hefst klukkan 19:30 og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland. Körfubolti Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Sjá meira
Gott að fá krefjandi leikjaplan í upphafi tímabils Keflavík byrjaði tímabilið á hörkuleik, heimasigri gegn ÍR, en tapaði svo með tuttugu stigum fyrir Tindastóli í Síkinu í síðustu umferð. Í kvöld tekur liðið svo á móti Íslandsmeisturum Stjörnunnar. „Þetta er svolítið krefjandi leikjaplan til að byrja með, en það er líka mjög gott því þá fær maður að sjá hvernig maður stendur gagnvart bestu liðunum í deildinni… Þetta er líka bara nýtt lið að koma saman, margir nýir leikmenn og nýr þjálfari, þannig að það tekur smá tíma til að koma öllum í gang “ sagði Daníel Guðni Guðmundsson í samtali við Vísi fyrir leik kvöldsins gegn Stjörnunni. Leiðtogarnir í liðinu hjálpa þjálfaranum að aðlagast Daníel ólst upp í Njarðvík og hefur einnig starfað fyrir Grindavík. Hann segir það hafa gengið vel að aðlagast þjálfarastarfinu í Keflavík og þakkar góðum og duglegum samstarfsfélögum fyrir það, en einnig leikmönnum liðsins. „Strákar sem hafa verið þarna undanfarin ár eru líka að hjálpa mér að aðlagast og skilja hvernig þetta hefur allt saman verið. Þeir segja líka hvað þeir, leiðtogarnir í liðinu, vilja sjá.“ Miklar breytingar milli tímabila Keflavík átti vonbrigðatímabil í fyrra, liðið rétt slefaði inn í úrslitakeppnina og var síðan sópað út í fyrstu umferð. Síðan þá hefur leikmannahópurinn tekið miklum breytingum, sem er ákveðin áskorun fyrir nýja þjálfarann. „Þetta er aðeins erfiðara en eins og hjá Tindastóli eða Stjörnunni til dæmis, liðum sem náðu að halda í helsta kjarnann. Við erum með færri lykilleikmenn í stórum hlutverkum frá ári til árs, það var auðvitað mikið af erlendum leikmönnum sem rúlluðu inn og út á síðasta tímabili. Þannig að já, það eru miklar breytingar, menn eru enn að finna sig og sitt hlutverk.“ Daníel segist ánægður með leikmannahópinn sem hann hefur og sér ekki fram á breytingar á næstunni. „Já, við erum búnir að fullmanna stöðurnar, eins og við viljum hafa liðið okkar núna.“ Íslandsmeistararnir mæta í Sláturhúsið Keflavík tekur á móti Stjörnunni í stórleik kvöldsins í Bónus deildinni og Daníel segir greinilegt hvað Keflavík þarf helst að varast. „Þeir eru með svo marga góða bakverði og hlaupa völlinn gríðarlega fljótt. Eftir varnarfrákast hlaupa þeir bara upp völlinn og sækja á hringinn, svo fljótt. Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum þeirra. Þeir geta allir skotið fyrir utan og keyrt á körfuna, þannig að við þurfum að vera með okkar allra besta varnarleik ef við ætlum að ná í úrslit í kvöld.“ Leikur Keflavíkur og Stjörnunnar hefst klukkan 19:30 og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland.
Körfubolti Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Sjá meira