Páll Óskar endurgreiðir unglingunum: Enginn glæpamaður Erla Hlynsdóttir skrifar 10. mars 2011 11:15 Páll Óskar áritaði veggspjöld fyrir þá sem komu og fengu endurgreitt Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður ákvað á síðustu stundu að aflýsa stóru unglingaballi sem hann ætlaði að halda á skemmtistaðnum NASA í gær. Páll tók þessa ákvörðun eftir að hann fékk bréf frá verkefnisstjóra Heimilis og skóla sem sagði ÍTR, Velferðarráð Reykjavíkurborgar og barnaverndarnefnd hafi ályktað gegn böllum sem þessum. „Ástæðan fyrir því að ég slaufaði ballinu er að ég vil ekki hafa á tilfinningunni að ég sé einhver glæpamaður," segir Páll Óskar.Hitti aðdáendurna Þess í stað auglýsti hann rækilega að ballinu hefði verið aflýst og bauð öllum þeim sem áttu miða að mæta á NASA til að fá endurgreiðslu, veggspjöld og áritanir. Unglingarnir biðu í röðum eftir að fá að hitta átrúnaðargoðið sitt í gær og þó margir væru svekktir yfir því að fá ekki að fara á ball virtust þeir virkilega ánægðir með að fá að hitta hann í eigin persónu og fá eiginhandaráritun.Unglingunum fannst gaman að hitta átrúnaðargoðiðÍ bréfi sem Guðrún Jónsdóttir, verkefnisstjóri hjá Heimili og skóla, sendi Páli Óskari í fyrradag er honum bent á að þeir sem hafa með velferð barna og unglinga að gera setja sig gegn böllum sem haldin eru af einkaaðilum án þess að ferðir unglinga til og frá balli séu tryggðar. Sem dæmi má nefna að á árlegu balli SAMFÉS fara gestir á staðinn í rútu og sömu leið aftur heim. Auk þess var í bréfinu gagnrýnt að ball Páls Óskars væri haldið á vínveitingastað, jafnvel þó engar vínveitingar væru þar í boði.Skipulagt í góðri trú Páll Óskar segist oft hafa komið fram á unglingaböllum á vegum skólayfirvalda. Þetta var hins vegar í fyrsta skipti sem hann ákvað sjálfur að halda slíkt ball. „Ég byrjaði að skipuleggja þetta upp úr áramótum í góðri trú. Við sóttum um leyfi til lögregluyfirvalda til að halda ball fyrir fjórtán ára og eldri, og það fékkst án nokkurra vandkvæða. Ég upplifði það því sem tvöföld skilaboð þegar ég fékk þetta bréf," segir Páll Óskar.Páll Óskar með bréfiðBallið átti að halda í gærkvöldi en þess í stað sat hann í þrjár klukkustundir á NASA þar sem hann hitti unglingana sem ætluðu á ballið, spjallaði og sat fyrir á myndum með þeim. Páll Óskar var í fyrstu mjög ósáttur en eftir langt og gott samtal við Guðrúnu í morgun er hann orðinn vonbetri. „Það kom upp sú hugmynd að halda svona ball með haustinu. Þá myndu allir aðilar bara koma saman að borðinu og skipuleggja þetta," segir hann. Hann leggur áherslu á að á ballinu á NASA hefðu átt að vera bæði fjöldi dyravarða auk lögreglumanna. Þá tekur hann fram að unglingar á böllunum hans hafi alltaf hagað sér „eins og englar."Ber virðingu fyrir unglingum „Þegar ég var fjórtán ára hefði ég viljað bara á ball með mér. Þegar ég var unglingur fór ég á böll sem ég gleymdi aldrei. Það er það sem mig langaði að gefa þessum krökkum - ógleymanlega skemmtun," segir hann. Páll Óskar segir að eftir að hann ákvað að aflýsa tónleikunum hafi aldrei annað komið til greina en að endurgreiða miðana sjálfur. „Við verðum að bera virðingu fyrir unglingum," segir hann. Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður ákvað á síðustu stundu að aflýsa stóru unglingaballi sem hann ætlaði að halda á skemmtistaðnum NASA í gær. Páll tók þessa ákvörðun eftir að hann fékk bréf frá verkefnisstjóra Heimilis og skóla sem sagði ÍTR, Velferðarráð Reykjavíkurborgar og barnaverndarnefnd hafi ályktað gegn böllum sem þessum. „Ástæðan fyrir því að ég slaufaði ballinu er að ég vil ekki hafa á tilfinningunni að ég sé einhver glæpamaður," segir Páll Óskar.Hitti aðdáendurna Þess í stað auglýsti hann rækilega að ballinu hefði verið aflýst og bauð öllum þeim sem áttu miða að mæta á NASA til að fá endurgreiðslu, veggspjöld og áritanir. Unglingarnir biðu í röðum eftir að fá að hitta átrúnaðargoðið sitt í gær og þó margir væru svekktir yfir því að fá ekki að fara á ball virtust þeir virkilega ánægðir með að fá að hitta hann í eigin persónu og fá eiginhandaráritun.Unglingunum fannst gaman að hitta átrúnaðargoðiðÍ bréfi sem Guðrún Jónsdóttir, verkefnisstjóri hjá Heimili og skóla, sendi Páli Óskari í fyrradag er honum bent á að þeir sem hafa með velferð barna og unglinga að gera setja sig gegn böllum sem haldin eru af einkaaðilum án þess að ferðir unglinga til og frá balli séu tryggðar. Sem dæmi má nefna að á árlegu balli SAMFÉS fara gestir á staðinn í rútu og sömu leið aftur heim. Auk þess var í bréfinu gagnrýnt að ball Páls Óskars væri haldið á vínveitingastað, jafnvel þó engar vínveitingar væru þar í boði.Skipulagt í góðri trú Páll Óskar segist oft hafa komið fram á unglingaböllum á vegum skólayfirvalda. Þetta var hins vegar í fyrsta skipti sem hann ákvað sjálfur að halda slíkt ball. „Ég byrjaði að skipuleggja þetta upp úr áramótum í góðri trú. Við sóttum um leyfi til lögregluyfirvalda til að halda ball fyrir fjórtán ára og eldri, og það fékkst án nokkurra vandkvæða. Ég upplifði það því sem tvöföld skilaboð þegar ég fékk þetta bréf," segir Páll Óskar.Páll Óskar með bréfiðBallið átti að halda í gærkvöldi en þess í stað sat hann í þrjár klukkustundir á NASA þar sem hann hitti unglingana sem ætluðu á ballið, spjallaði og sat fyrir á myndum með þeim. Páll Óskar var í fyrstu mjög ósáttur en eftir langt og gott samtal við Guðrúnu í morgun er hann orðinn vonbetri. „Það kom upp sú hugmynd að halda svona ball með haustinu. Þá myndu allir aðilar bara koma saman að borðinu og skipuleggja þetta," segir hann. Hann leggur áherslu á að á ballinu á NASA hefðu átt að vera bæði fjöldi dyravarða auk lögreglumanna. Þá tekur hann fram að unglingar á böllunum hans hafi alltaf hagað sér „eins og englar."Ber virðingu fyrir unglingum „Þegar ég var fjórtán ára hefði ég viljað bara á ball með mér. Þegar ég var unglingur fór ég á böll sem ég gleymdi aldrei. Það er það sem mig langaði að gefa þessum krökkum - ógleymanlega skemmtun," segir hann. Páll Óskar segir að eftir að hann ákvað að aflýsa tónleikunum hafi aldrei annað komið til greina en að endurgreiða miðana sjálfur. „Við verðum að bera virðingu fyrir unglingum," segir hann.
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira