Varð fyrir barðinu á kortasvindlurum - ósattur við Valitor 15. mars 2011 08:43 Eldhaf afgreiddi pöntun á einum iPad til kortasvindlara áður en grunsemdir vöknuðu Mynd úr safni / Stefán Vörur fyrir um eina milljón króna voru keyptar með stolnum greiðslukortum í gegn um netverslunina Eldhaf.is sem er á vegum endursöluaðila Apple á Norðurlandi. Guðmundur Ómarsson, eigandi Eldhafs ehf,, er ósáttur við greiðslukerfi kortafyrirtækisins Valitor sem neitar að bæta honum skaðann. Greint er frá málinu á norðlenska fréttamiðlinum Vikudegi. Í pósti sem Guðmundur sendi til Vikudags segir: „Málið er að við fengum pöntun í gegnum netverslun okkar 24. febrúar síðastliðinn. Einn iPad að verðmæti 114.990.- Sú pöntun er sett í körfu og þegar kaupandi borgar fyrir vöruna þá fer hann sjálfkrafa yfir á örugga greiðslusíðu Valitors. Nokkrum mínútum seinna kemur tölvupóstur frá Valitor um að greiðsla hafi gengið í gegn. Engin önnur gögn berast frá Valitor. Starfsmaður Eldhafs skrifar út reikning á viðskiptavin og tekur til vöruna og kemur henni í póst eins og vanalega. 4. mars berast tvær pantanir í gegnum vefverslunina. Ein upp á 289.980.- sem eru 2 x iPad og önnur upp á 539.980.- sem eru 2 x MacBook Air fartölvur. Okkur fannst ástæða til að láta athuga þessar færslur þar sem þær eru báðar gerðar erlendis frá. Kom þá í ljós að bæði þau kortanúmer voru stolin. Við nánari athugun kom einnig í ljós að fyrsta pöntunin var einnig greidd með stolnu korti. Við höfðum samband við Valitor og segjast þeir ekki ætla að bæta skaðann. Við spyrjum þá, af hverju heitir þessi þjónusta þeirra örugg greiðslusíða ef hún er hvorki örugg fyrir söluaðilan né korthafann, við erum að borga fleiri hundruð þúsund í þjónustugjöld og þóknanir á ári, og finnst að Valitor ætti frekar að ábyrgjast svona mál heldur en fyrirtæki sem kaupa af þeim þjónustu eins og örugga greiðslusíðu fyrir netverslanir. Við teljum að fyrirtækjaeigendur séu ekki upplýstir um áhættuna sem tengist viðskiptum sem þessum og flestir sem kaupa þessa þjónustu af þeim gera ráð fyrir að það sé á þeirra ábyrgð að tryggja að ekki sé um svik að ræða, þar sem þeir hafa fullan aðgang með upplýsingum korthafans en við sem viðskiptavinir Valitors fáum engar upplýsingar nema að færslan hafi gengið í gegn," segir Guðmundur í bréfi sínu til Vikudags. Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Vörur fyrir um eina milljón króna voru keyptar með stolnum greiðslukortum í gegn um netverslunina Eldhaf.is sem er á vegum endursöluaðila Apple á Norðurlandi. Guðmundur Ómarsson, eigandi Eldhafs ehf,, er ósáttur við greiðslukerfi kortafyrirtækisins Valitor sem neitar að bæta honum skaðann. Greint er frá málinu á norðlenska fréttamiðlinum Vikudegi. Í pósti sem Guðmundur sendi til Vikudags segir: „Málið er að við fengum pöntun í gegnum netverslun okkar 24. febrúar síðastliðinn. Einn iPad að verðmæti 114.990.- Sú pöntun er sett í körfu og þegar kaupandi borgar fyrir vöruna þá fer hann sjálfkrafa yfir á örugga greiðslusíðu Valitors. Nokkrum mínútum seinna kemur tölvupóstur frá Valitor um að greiðsla hafi gengið í gegn. Engin önnur gögn berast frá Valitor. Starfsmaður Eldhafs skrifar út reikning á viðskiptavin og tekur til vöruna og kemur henni í póst eins og vanalega. 4. mars berast tvær pantanir í gegnum vefverslunina. Ein upp á 289.980.- sem eru 2 x iPad og önnur upp á 539.980.- sem eru 2 x MacBook Air fartölvur. Okkur fannst ástæða til að láta athuga þessar færslur þar sem þær eru báðar gerðar erlendis frá. Kom þá í ljós að bæði þau kortanúmer voru stolin. Við nánari athugun kom einnig í ljós að fyrsta pöntunin var einnig greidd með stolnu korti. Við höfðum samband við Valitor og segjast þeir ekki ætla að bæta skaðann. Við spyrjum þá, af hverju heitir þessi þjónusta þeirra örugg greiðslusíða ef hún er hvorki örugg fyrir söluaðilan né korthafann, við erum að borga fleiri hundruð þúsund í þjónustugjöld og þóknanir á ári, og finnst að Valitor ætti frekar að ábyrgjast svona mál heldur en fyrirtæki sem kaupa af þeim þjónustu eins og örugga greiðslusíðu fyrir netverslanir. Við teljum að fyrirtækjaeigendur séu ekki upplýstir um áhættuna sem tengist viðskiptum sem þessum og flestir sem kaupa þessa þjónustu af þeim gera ráð fyrir að það sé á þeirra ábyrgð að tryggja að ekki sé um svik að ræða, þar sem þeir hafa fullan aðgang með upplýsingum korthafans en við sem viðskiptavinir Valitors fáum engar upplýsingar nema að færslan hafi gengið í gegn," segir Guðmundur í bréfi sínu til Vikudags.
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira