María Lind: Viðbrögð KR-inga alger brandari Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. mars 2011 14:34 María Lind Sigurðardóttir, leikmaður Hauka, er ekki sátt við niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar KKÍ í máli Margrétar Köru Sturludóttur. Margrét Kara var dæmd í tveggja leikja bann fyrir að slá til Maríu Lindar í leik Hauka og KR fyrr í þessum mánuði. Myndband af atvikinu birtist hér á Vísi í dag og má með því að smella á hlekkinn hér fyrir ofan. Dómarar leiksins ráku Margréti Köru úr húsi í leiknum og kærðu hana fyrir aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. Þeim þótti sýnt að Margrét Kara hefði ráðist á Maríu Lind Sigurðardóttur, leikmann Hauka, og að hún hafi sveiflað „útréttri hægri hendi með krepptum hnefa af miklu afli sem lenti harkalega á kjálka leikmanns Hauka þannig að höfuð hans kipptist til og hann féll í gólfið,“ eins og segir í lýsingu dómaranna, Kristins Óskarssonar og Jakobs Árna Ísleifssonar. Niðurstaða aganefndarinnar er sú að Margrét Kara hafi slegið leikmann Hauka í andlitið án nokkurs tilefnis. Samkvæmt reglum KKÍ var henni heimilt að dæma leikmanninn í allt að 3ja mánaða eða tólf leikja bann en komst aganefndin að þeirri niðurstöðu að alvarleiki slíkrar háttsemi kalli á tveggja leikja bann. „Til þess að vera góður íþróttamaður þarf meira til en að vera bara flinkur leikmaður,“ sagði María Lind í samtali við Vísi. „Við hlaupum samhliða og ég veit ekki fyrr en ég fæ högg í andlitið, algjörlega af tilefnislausu. Þetta var alls ekki grófur leikur og hann var mjög vel dæmdur. Lýsing dómara í þeirra skýrslu er mjög góð.“ Hún fór undir læknishendur strax að leiknum loknum og var send í bæði röntgenmyndatöku og sneiðmyndatöku. „Ég var ekki brotin, sem betur fer, en það er líklegt að það hafi blætt inn á kjálkaliðinn. Ég er enn aum í dag en þetta fór betur en á horfðist.“ „Ég hef aldrei lent í neinu slíku áður og þetta kom mér algjörlega á óvart. Ég veit ekki fyrr en ég fæ kjaftshögg og það algerlega upp úr þurru.“ Hún segist ekki ánægð með niðurstöðu aganefndarinnar en körfuknattleiksdeild Hauka hefur nú ákveðið að áfrýja niðurstöðunni til áfrýjunardómstóls KKÍ. „Mér finnst allt of létt tekið á þessu og ég er ekki sátt. Það þarf að taka fastar á svona atvikum enda tilefnislaus árás sem á ekkert skylt almennt við íþróttir,“ sagði María Lind. „Svona lagað á ekki að geta gerst. Þetta er íþróttinni alls ekki til framdráttar.“ Körfuknattleiksdeild KR skilaði inn greinagerð til aga- og úrskurðarnefndar KKÍ. Þar er því haldið fram að um óviljaverk hafi verið að ræða. „Leikmaður KR hafði verið stiginn út af leikmanni Hauka og bregst ósjálfrátt við með því að slemba hendinni á móti þegar hún hleypur í vörn. Við það lendir framhandleggur leikmanns KR á leikmanni Hauka.“ Enn fremur er því mótmælt að um að viöbrögð Margrétar Köru hafi ekki verið ósjálfráða enda hafi hún snúið baki í leikmann Hauka. María Lind gefur ekki mikið fyrir þessar skýringar. „Mér finnst þessi viðbrögð frá KR alger brandari og alveg út í hött.“ Körfubolti Tengdar fréttir Myndband af slagsmálum í leikjum Hauka Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu og myndband af slagsmálum í leik karlaliðs Hauka og KFÍ og kjaftshöggi KR-ingsins Margrétar Köru Sturludóttir í kvennaleik KR og Hauka. Margrét Kara sló þá Maríu Lind Sigurðardóttir í andlitið. 17. mars 2011 12:53 Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
María Lind Sigurðardóttir, leikmaður Hauka, er ekki sátt við niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar KKÍ í máli Margrétar Köru Sturludóttur. Margrét Kara var dæmd í tveggja leikja bann fyrir að slá til Maríu Lindar í leik Hauka og KR fyrr í þessum mánuði. Myndband af atvikinu birtist hér á Vísi í dag og má með því að smella á hlekkinn hér fyrir ofan. Dómarar leiksins ráku Margréti Köru úr húsi í leiknum og kærðu hana fyrir aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. Þeim þótti sýnt að Margrét Kara hefði ráðist á Maríu Lind Sigurðardóttur, leikmann Hauka, og að hún hafi sveiflað „útréttri hægri hendi með krepptum hnefa af miklu afli sem lenti harkalega á kjálka leikmanns Hauka þannig að höfuð hans kipptist til og hann féll í gólfið,“ eins og segir í lýsingu dómaranna, Kristins Óskarssonar og Jakobs Árna Ísleifssonar. Niðurstaða aganefndarinnar er sú að Margrét Kara hafi slegið leikmann Hauka í andlitið án nokkurs tilefnis. Samkvæmt reglum KKÍ var henni heimilt að dæma leikmanninn í allt að 3ja mánaða eða tólf leikja bann en komst aganefndin að þeirri niðurstöðu að alvarleiki slíkrar háttsemi kalli á tveggja leikja bann. „Til þess að vera góður íþróttamaður þarf meira til en að vera bara flinkur leikmaður,“ sagði María Lind í samtali við Vísi. „Við hlaupum samhliða og ég veit ekki fyrr en ég fæ högg í andlitið, algjörlega af tilefnislausu. Þetta var alls ekki grófur leikur og hann var mjög vel dæmdur. Lýsing dómara í þeirra skýrslu er mjög góð.“ Hún fór undir læknishendur strax að leiknum loknum og var send í bæði röntgenmyndatöku og sneiðmyndatöku. „Ég var ekki brotin, sem betur fer, en það er líklegt að það hafi blætt inn á kjálkaliðinn. Ég er enn aum í dag en þetta fór betur en á horfðist.“ „Ég hef aldrei lent í neinu slíku áður og þetta kom mér algjörlega á óvart. Ég veit ekki fyrr en ég fæ kjaftshögg og það algerlega upp úr þurru.“ Hún segist ekki ánægð með niðurstöðu aganefndarinnar en körfuknattleiksdeild Hauka hefur nú ákveðið að áfrýja niðurstöðunni til áfrýjunardómstóls KKÍ. „Mér finnst allt of létt tekið á þessu og ég er ekki sátt. Það þarf að taka fastar á svona atvikum enda tilefnislaus árás sem á ekkert skylt almennt við íþróttir,“ sagði María Lind. „Svona lagað á ekki að geta gerst. Þetta er íþróttinni alls ekki til framdráttar.“ Körfuknattleiksdeild KR skilaði inn greinagerð til aga- og úrskurðarnefndar KKÍ. Þar er því haldið fram að um óviljaverk hafi verið að ræða. „Leikmaður KR hafði verið stiginn út af leikmanni Hauka og bregst ósjálfrátt við með því að slemba hendinni á móti þegar hún hleypur í vörn. Við það lendir framhandleggur leikmanns KR á leikmanni Hauka.“ Enn fremur er því mótmælt að um að viöbrögð Margrétar Köru hafi ekki verið ósjálfráða enda hafi hún snúið baki í leikmann Hauka. María Lind gefur ekki mikið fyrir þessar skýringar. „Mér finnst þessi viðbrögð frá KR alger brandari og alveg út í hött.“
Körfubolti Tengdar fréttir Myndband af slagsmálum í leikjum Hauka Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu og myndband af slagsmálum í leik karlaliðs Hauka og KFÍ og kjaftshöggi KR-ingsins Margrétar Köru Sturludóttir í kvennaleik KR og Hauka. Margrét Kara sló þá Maríu Lind Sigurðardóttir í andlitið. 17. mars 2011 12:53 Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Myndband af slagsmálum í leikjum Hauka Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu og myndband af slagsmálum í leik karlaliðs Hauka og KFÍ og kjaftshöggi KR-ingsins Margrétar Köru Sturludóttir í kvennaleik KR og Hauka. Margrét Kara sló þá Maríu Lind Sigurðardóttir í andlitið. 17. mars 2011 12:53