Kæri Jón - Bréf til borgarstjóra Hulda Ásgeirsdóttir skrifar 8. mars 2011 06:00 Við erum að fara í gegnum ólgusjó og í því ljósi skiptir miklu að hafa réttsýnan og kjarkmikinn stjórnanda sem stýrir okkur á lygnan sjó. Í Fréttablaðinu þann 5. mars sl. birtist eftir þig grein, þar sem þú talaðir um sameiningu leikskóla og vitnar í skólana sem ég stýri. Ég finn mig knúna til að leiðrétta grundvallarmisskilning í þeirri umræðu. Forsendurnar að sameiningu skólanna Tjarnarborgar og Öldukots voru allt aðrar en þær sem eru lagðar til grundvallar í þeim sameiningum sem nú standa fyrir dyrum. Leikskólarnir Tjarnarborg og Öldukot voru sameinaðir til að taka þátt í tilraunaverkefni um samrekstur. Báðir leikskólarnir eru staðsettir í miðborginni, þeir starfa eftir svipaðri hugmyndafræði, eru vel mannaðir og hafa skilað góðu starfi undanfarin ár. Annað sem mælti með því að þessir leikskólar tækju þátt í tilraunaverkefninu er að leikskólastjóri Öldukots hafði sagt upp störfum. Engum starfsmanni var sagt upp störfum. Þessi staðreynd skiptir sköpum þar sem grundvallarbreyta í breytingarferlinu er að allt starfsfólk sé sátt við ferlið, sem er samkvæmt öllum kennismiðum breytingafræða, langt og strangt. Núna ætlið þið að höggva í það mikla og góða uppbyggingastarf sem unnið hefur verið á síðastliðnum þrjátíu árum í leikskólum borgarinnar fyrir túkall. Í samrekstri leikskólanna sem ég stýri höfum við ekki enn orðið vitni að fjárhagslegum ávinningi. Staðreyndin er sú að starf leikskólastjóra er margþætt, til dæmis sjáum við um rekstur skólanna, faglega sýn og erum starfsmannastjórar. Þar sem ég stýri tveimur húsum þarf ég að vera til staðar í þeim báðum og í því ljósi minnkar viðvera mín um ca helming. Það þýðir að álagið eykst á millistjórnendum, og að ráða þarf starfsfólk í það hlutfall er uppá vantar! Því spyr ég: Erum við ekki að bíta í skottið á okkur? Kæri Jón, við erum að vinna með „alls konar" manneskjur, traust er hugtak sem skiptir gríðarlega miklu máli í vinnu með fólki. Ég finn það svo sannarlega í öllum þeim breytingum sem ég er að stýra í þessum skrifuðu orðum hvað gott og traust fólk er mikill fengur. Þegar kennarar og starfsfólk er ánægt í starfi speglast það í þeim sem erfa landið, börnunum okkar! Taktu eitt skref í einu því góðir hlutir gerast hægt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Við erum að fara í gegnum ólgusjó og í því ljósi skiptir miklu að hafa réttsýnan og kjarkmikinn stjórnanda sem stýrir okkur á lygnan sjó. Í Fréttablaðinu þann 5. mars sl. birtist eftir þig grein, þar sem þú talaðir um sameiningu leikskóla og vitnar í skólana sem ég stýri. Ég finn mig knúna til að leiðrétta grundvallarmisskilning í þeirri umræðu. Forsendurnar að sameiningu skólanna Tjarnarborgar og Öldukots voru allt aðrar en þær sem eru lagðar til grundvallar í þeim sameiningum sem nú standa fyrir dyrum. Leikskólarnir Tjarnarborg og Öldukot voru sameinaðir til að taka þátt í tilraunaverkefni um samrekstur. Báðir leikskólarnir eru staðsettir í miðborginni, þeir starfa eftir svipaðri hugmyndafræði, eru vel mannaðir og hafa skilað góðu starfi undanfarin ár. Annað sem mælti með því að þessir leikskólar tækju þátt í tilraunaverkefninu er að leikskólastjóri Öldukots hafði sagt upp störfum. Engum starfsmanni var sagt upp störfum. Þessi staðreynd skiptir sköpum þar sem grundvallarbreyta í breytingarferlinu er að allt starfsfólk sé sátt við ferlið, sem er samkvæmt öllum kennismiðum breytingafræða, langt og strangt. Núna ætlið þið að höggva í það mikla og góða uppbyggingastarf sem unnið hefur verið á síðastliðnum þrjátíu árum í leikskólum borgarinnar fyrir túkall. Í samrekstri leikskólanna sem ég stýri höfum við ekki enn orðið vitni að fjárhagslegum ávinningi. Staðreyndin er sú að starf leikskólastjóra er margþætt, til dæmis sjáum við um rekstur skólanna, faglega sýn og erum starfsmannastjórar. Þar sem ég stýri tveimur húsum þarf ég að vera til staðar í þeim báðum og í því ljósi minnkar viðvera mín um ca helming. Það þýðir að álagið eykst á millistjórnendum, og að ráða þarf starfsfólk í það hlutfall er uppá vantar! Því spyr ég: Erum við ekki að bíta í skottið á okkur? Kæri Jón, við erum að vinna með „alls konar" manneskjur, traust er hugtak sem skiptir gríðarlega miklu máli í vinnu með fólki. Ég finn það svo sannarlega í öllum þeim breytingum sem ég er að stýra í þessum skrifuðu orðum hvað gott og traust fólk er mikill fengur. Þegar kennarar og starfsfólk er ánægt í starfi speglast það í þeim sem erfa landið, börnunum okkar! Taktu eitt skref í einu því góðir hlutir gerast hægt.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar