Kæri Jón - Bréf til borgarstjóra Hulda Ásgeirsdóttir skrifar 8. mars 2011 06:00 Við erum að fara í gegnum ólgusjó og í því ljósi skiptir miklu að hafa réttsýnan og kjarkmikinn stjórnanda sem stýrir okkur á lygnan sjó. Í Fréttablaðinu þann 5. mars sl. birtist eftir þig grein, þar sem þú talaðir um sameiningu leikskóla og vitnar í skólana sem ég stýri. Ég finn mig knúna til að leiðrétta grundvallarmisskilning í þeirri umræðu. Forsendurnar að sameiningu skólanna Tjarnarborgar og Öldukots voru allt aðrar en þær sem eru lagðar til grundvallar í þeim sameiningum sem nú standa fyrir dyrum. Leikskólarnir Tjarnarborg og Öldukot voru sameinaðir til að taka þátt í tilraunaverkefni um samrekstur. Báðir leikskólarnir eru staðsettir í miðborginni, þeir starfa eftir svipaðri hugmyndafræði, eru vel mannaðir og hafa skilað góðu starfi undanfarin ár. Annað sem mælti með því að þessir leikskólar tækju þátt í tilraunaverkefninu er að leikskólastjóri Öldukots hafði sagt upp störfum. Engum starfsmanni var sagt upp störfum. Þessi staðreynd skiptir sköpum þar sem grundvallarbreyta í breytingarferlinu er að allt starfsfólk sé sátt við ferlið, sem er samkvæmt öllum kennismiðum breytingafræða, langt og strangt. Núna ætlið þið að höggva í það mikla og góða uppbyggingastarf sem unnið hefur verið á síðastliðnum þrjátíu árum í leikskólum borgarinnar fyrir túkall. Í samrekstri leikskólanna sem ég stýri höfum við ekki enn orðið vitni að fjárhagslegum ávinningi. Staðreyndin er sú að starf leikskólastjóra er margþætt, til dæmis sjáum við um rekstur skólanna, faglega sýn og erum starfsmannastjórar. Þar sem ég stýri tveimur húsum þarf ég að vera til staðar í þeim báðum og í því ljósi minnkar viðvera mín um ca helming. Það þýðir að álagið eykst á millistjórnendum, og að ráða þarf starfsfólk í það hlutfall er uppá vantar! Því spyr ég: Erum við ekki að bíta í skottið á okkur? Kæri Jón, við erum að vinna með „alls konar" manneskjur, traust er hugtak sem skiptir gríðarlega miklu máli í vinnu með fólki. Ég finn það svo sannarlega í öllum þeim breytingum sem ég er að stýra í þessum skrifuðu orðum hvað gott og traust fólk er mikill fengur. Þegar kennarar og starfsfólk er ánægt í starfi speglast það í þeim sem erfa landið, börnunum okkar! Taktu eitt skref í einu því góðir hlutir gerast hægt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Við erum að fara í gegnum ólgusjó og í því ljósi skiptir miklu að hafa réttsýnan og kjarkmikinn stjórnanda sem stýrir okkur á lygnan sjó. Í Fréttablaðinu þann 5. mars sl. birtist eftir þig grein, þar sem þú talaðir um sameiningu leikskóla og vitnar í skólana sem ég stýri. Ég finn mig knúna til að leiðrétta grundvallarmisskilning í þeirri umræðu. Forsendurnar að sameiningu skólanna Tjarnarborgar og Öldukots voru allt aðrar en þær sem eru lagðar til grundvallar í þeim sameiningum sem nú standa fyrir dyrum. Leikskólarnir Tjarnarborg og Öldukot voru sameinaðir til að taka þátt í tilraunaverkefni um samrekstur. Báðir leikskólarnir eru staðsettir í miðborginni, þeir starfa eftir svipaðri hugmyndafræði, eru vel mannaðir og hafa skilað góðu starfi undanfarin ár. Annað sem mælti með því að þessir leikskólar tækju þátt í tilraunaverkefninu er að leikskólastjóri Öldukots hafði sagt upp störfum. Engum starfsmanni var sagt upp störfum. Þessi staðreynd skiptir sköpum þar sem grundvallarbreyta í breytingarferlinu er að allt starfsfólk sé sátt við ferlið, sem er samkvæmt öllum kennismiðum breytingafræða, langt og strangt. Núna ætlið þið að höggva í það mikla og góða uppbyggingastarf sem unnið hefur verið á síðastliðnum þrjátíu árum í leikskólum borgarinnar fyrir túkall. Í samrekstri leikskólanna sem ég stýri höfum við ekki enn orðið vitni að fjárhagslegum ávinningi. Staðreyndin er sú að starf leikskólastjóra er margþætt, til dæmis sjáum við um rekstur skólanna, faglega sýn og erum starfsmannastjórar. Þar sem ég stýri tveimur húsum þarf ég að vera til staðar í þeim báðum og í því ljósi minnkar viðvera mín um ca helming. Það þýðir að álagið eykst á millistjórnendum, og að ráða þarf starfsfólk í það hlutfall er uppá vantar! Því spyr ég: Erum við ekki að bíta í skottið á okkur? Kæri Jón, við erum að vinna með „alls konar" manneskjur, traust er hugtak sem skiptir gríðarlega miklu máli í vinnu með fólki. Ég finn það svo sannarlega í öllum þeim breytingum sem ég er að stýra í þessum skrifuðu orðum hvað gott og traust fólk er mikill fengur. Þegar kennarar og starfsfólk er ánægt í starfi speglast það í þeim sem erfa landið, börnunum okkar! Taktu eitt skref í einu því góðir hlutir gerast hægt.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar