Vill að ríkið sendi skýr skilaboð og afnemi ábyrgð á innistæðum Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. mars 2011 18:30 Forseti ASÍ vill að stjórnvöld sendi bönkunum skýr skilaboð vegna ofurlauna og afnemi ríkisábyrgð á innistæðum. Forsætisráðherra segir framferði bankastjóra Arion banka og Íslandsbanka óþolandi ögrun og beina ógn við stöðugleika og frið í samfélaginu. Laun bankastjóra Arion banka hækkuðu um fjörutíu prósent milli ára, en Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, fékk 4,3 milljónir króna á mánuði í laun í fyrra. Það eru næstum fjórföld laun forsætisráðherra. Þá hækkuðu laun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka um þriðjung, en ríkið heldur á eignarhlut í báðum bönkum, 5 prósenta hlut í Íslandsbanka og 13 prósenta hlut í Arion banka. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um þetta á Facebook-síðu sinni í dag en þar segir hún að engin siðleg réttlæting sé á ofurlaunum sem stjórnendur Arion banka og Íslandsbanka hafi fengið á liðnu ári. Þá segir hún að framferði þeirra sé óþolandi ögrun og bein ógn við stöðugleika og frið í samfélaginu.Steingrímur líka undrandi Steingrímur J. Sigfússon furðar sig einnig á þessum tíðindum. „Ég er jafn undrandi og aðrir að menn skuli fara svona bratt í hlutina. Ég hélt nú að menn myndu stíga varlega til jarðar í ljósi reynslunnar því ekki reyndust ofurlaunin á sínum tíma nein trygging fyrir því að bankareksturinn væri góður eða hefði farsælan endi," segir Steingrímur. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ vill að stjórnvöld fylgi þessum orðum eftir með aðgerðum. „Þetta er á alla mælikvarða móðgun við fólkið í landinu að gera svona. Eftir það mikla hrun sem hér varð sem hefur leitt til þess að almenningur hefur misst allt sitt eigið fé, þá er þetta eiginlega móðgun við alla í landinu og eitthvað sem á að heyra sögunni til," segir Gylfi.Vill reglur um laun og bónusa Gylfi telur eðlilegt að settar verði reglur um launakjör og bónusa í bönkunum og ábyrgðir felldar niður fari menn á svig við þær. „Það kom í ljós í bankahruninu að þetta er ekkert einkamál bankanna eða eigenda þeirra. Þjóðin er í ábyrgð fyrir þessu og reyndar í dag er ríkið með beina ábyrgð á öllum innistæðum bankanna og mér fyndist það eðlilegt að stjórnvöld myndu svara með svona ákvörðunum með því að fella niður slíka ábyrgð gagnvart bönkunum og þeir þyrftu þá að horfast í augu við sinn veruleika án ríkisábyrgða."thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Jóhanna: Engin siðleg réttlæting á ofurlaunum bankastjóra Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að engin siðleg rættlæting sé á þeim ofurlaunum sem æðstu stjórnendur Arionbanka og Íslandsbanka hafa fengið á liðnu ári. Framferði þeirra sé óþolandi ögrun og bein ógn við stöðugleika og frið í samfélaginu. 7. mars 2011 11:49 Bankastjóri með tæpar fimm milljónir á mánuði Bankastjóri Arion banka, Höskuldur H. Ólafsson, fær greiddar um 4,3 milljónir í laun á mánuði og er því með ríflega helmingi hærri laun en forveri sinn, Finnur Sveinbjörnsson, sem var með tæpar tvær milljónir á mánuði árið 2009. 5. mars 2011 18:25 Mikilvægt að bankar gæti aðhalds Forstjóri Bankasýslu ríkisins segist ekki vita hvort fulltrúar hennar í stjórn Arion banka og Íslandsbanka hafi lagt blessun sína yfir launahækkanir stjórnenda á síðasta ári. 7. mars 2011 07:00 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira
Forseti ASÍ vill að stjórnvöld sendi bönkunum skýr skilaboð vegna ofurlauna og afnemi ríkisábyrgð á innistæðum. Forsætisráðherra segir framferði bankastjóra Arion banka og Íslandsbanka óþolandi ögrun og beina ógn við stöðugleika og frið í samfélaginu. Laun bankastjóra Arion banka hækkuðu um fjörutíu prósent milli ára, en Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, fékk 4,3 milljónir króna á mánuði í laun í fyrra. Það eru næstum fjórföld laun forsætisráðherra. Þá hækkuðu laun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka um þriðjung, en ríkið heldur á eignarhlut í báðum bönkum, 5 prósenta hlut í Íslandsbanka og 13 prósenta hlut í Arion banka. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um þetta á Facebook-síðu sinni í dag en þar segir hún að engin siðleg réttlæting sé á ofurlaunum sem stjórnendur Arion banka og Íslandsbanka hafi fengið á liðnu ári. Þá segir hún að framferði þeirra sé óþolandi ögrun og bein ógn við stöðugleika og frið í samfélaginu.Steingrímur líka undrandi Steingrímur J. Sigfússon furðar sig einnig á þessum tíðindum. „Ég er jafn undrandi og aðrir að menn skuli fara svona bratt í hlutina. Ég hélt nú að menn myndu stíga varlega til jarðar í ljósi reynslunnar því ekki reyndust ofurlaunin á sínum tíma nein trygging fyrir því að bankareksturinn væri góður eða hefði farsælan endi," segir Steingrímur. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ vill að stjórnvöld fylgi þessum orðum eftir með aðgerðum. „Þetta er á alla mælikvarða móðgun við fólkið í landinu að gera svona. Eftir það mikla hrun sem hér varð sem hefur leitt til þess að almenningur hefur misst allt sitt eigið fé, þá er þetta eiginlega móðgun við alla í landinu og eitthvað sem á að heyra sögunni til," segir Gylfi.Vill reglur um laun og bónusa Gylfi telur eðlilegt að settar verði reglur um launakjör og bónusa í bönkunum og ábyrgðir felldar niður fari menn á svig við þær. „Það kom í ljós í bankahruninu að þetta er ekkert einkamál bankanna eða eigenda þeirra. Þjóðin er í ábyrgð fyrir þessu og reyndar í dag er ríkið með beina ábyrgð á öllum innistæðum bankanna og mér fyndist það eðlilegt að stjórnvöld myndu svara með svona ákvörðunum með því að fella niður slíka ábyrgð gagnvart bönkunum og þeir þyrftu þá að horfast í augu við sinn veruleika án ríkisábyrgða."thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Jóhanna: Engin siðleg réttlæting á ofurlaunum bankastjóra Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að engin siðleg rættlæting sé á þeim ofurlaunum sem æðstu stjórnendur Arionbanka og Íslandsbanka hafa fengið á liðnu ári. Framferði þeirra sé óþolandi ögrun og bein ógn við stöðugleika og frið í samfélaginu. 7. mars 2011 11:49 Bankastjóri með tæpar fimm milljónir á mánuði Bankastjóri Arion banka, Höskuldur H. Ólafsson, fær greiddar um 4,3 milljónir í laun á mánuði og er því með ríflega helmingi hærri laun en forveri sinn, Finnur Sveinbjörnsson, sem var með tæpar tvær milljónir á mánuði árið 2009. 5. mars 2011 18:25 Mikilvægt að bankar gæti aðhalds Forstjóri Bankasýslu ríkisins segist ekki vita hvort fulltrúar hennar í stjórn Arion banka og Íslandsbanka hafi lagt blessun sína yfir launahækkanir stjórnenda á síðasta ári. 7. mars 2011 07:00 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira
Jóhanna: Engin siðleg réttlæting á ofurlaunum bankastjóra Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að engin siðleg rættlæting sé á þeim ofurlaunum sem æðstu stjórnendur Arionbanka og Íslandsbanka hafa fengið á liðnu ári. Framferði þeirra sé óþolandi ögrun og bein ógn við stöðugleika og frið í samfélaginu. 7. mars 2011 11:49
Bankastjóri með tæpar fimm milljónir á mánuði Bankastjóri Arion banka, Höskuldur H. Ólafsson, fær greiddar um 4,3 milljónir í laun á mánuði og er því með ríflega helmingi hærri laun en forveri sinn, Finnur Sveinbjörnsson, sem var með tæpar tvær milljónir á mánuði árið 2009. 5. mars 2011 18:25
Mikilvægt að bankar gæti aðhalds Forstjóri Bankasýslu ríkisins segist ekki vita hvort fulltrúar hennar í stjórn Arion banka og Íslandsbanka hafi lagt blessun sína yfir launahækkanir stjórnenda á síðasta ári. 7. mars 2011 07:00