Vill að ríkið sendi skýr skilaboð og afnemi ábyrgð á innistæðum Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. mars 2011 18:30 Forseti ASÍ vill að stjórnvöld sendi bönkunum skýr skilaboð vegna ofurlauna og afnemi ríkisábyrgð á innistæðum. Forsætisráðherra segir framferði bankastjóra Arion banka og Íslandsbanka óþolandi ögrun og beina ógn við stöðugleika og frið í samfélaginu. Laun bankastjóra Arion banka hækkuðu um fjörutíu prósent milli ára, en Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, fékk 4,3 milljónir króna á mánuði í laun í fyrra. Það eru næstum fjórföld laun forsætisráðherra. Þá hækkuðu laun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka um þriðjung, en ríkið heldur á eignarhlut í báðum bönkum, 5 prósenta hlut í Íslandsbanka og 13 prósenta hlut í Arion banka. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um þetta á Facebook-síðu sinni í dag en þar segir hún að engin siðleg réttlæting sé á ofurlaunum sem stjórnendur Arion banka og Íslandsbanka hafi fengið á liðnu ári. Þá segir hún að framferði þeirra sé óþolandi ögrun og bein ógn við stöðugleika og frið í samfélaginu.Steingrímur líka undrandi Steingrímur J. Sigfússon furðar sig einnig á þessum tíðindum. „Ég er jafn undrandi og aðrir að menn skuli fara svona bratt í hlutina. Ég hélt nú að menn myndu stíga varlega til jarðar í ljósi reynslunnar því ekki reyndust ofurlaunin á sínum tíma nein trygging fyrir því að bankareksturinn væri góður eða hefði farsælan endi," segir Steingrímur. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ vill að stjórnvöld fylgi þessum orðum eftir með aðgerðum. „Þetta er á alla mælikvarða móðgun við fólkið í landinu að gera svona. Eftir það mikla hrun sem hér varð sem hefur leitt til þess að almenningur hefur misst allt sitt eigið fé, þá er þetta eiginlega móðgun við alla í landinu og eitthvað sem á að heyra sögunni til," segir Gylfi.Vill reglur um laun og bónusa Gylfi telur eðlilegt að settar verði reglur um launakjör og bónusa í bönkunum og ábyrgðir felldar niður fari menn á svig við þær. „Það kom í ljós í bankahruninu að þetta er ekkert einkamál bankanna eða eigenda þeirra. Þjóðin er í ábyrgð fyrir þessu og reyndar í dag er ríkið með beina ábyrgð á öllum innistæðum bankanna og mér fyndist það eðlilegt að stjórnvöld myndu svara með svona ákvörðunum með því að fella niður slíka ábyrgð gagnvart bönkunum og þeir þyrftu þá að horfast í augu við sinn veruleika án ríkisábyrgða."thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Jóhanna: Engin siðleg réttlæting á ofurlaunum bankastjóra Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að engin siðleg rættlæting sé á þeim ofurlaunum sem æðstu stjórnendur Arionbanka og Íslandsbanka hafa fengið á liðnu ári. Framferði þeirra sé óþolandi ögrun og bein ógn við stöðugleika og frið í samfélaginu. 7. mars 2011 11:49 Bankastjóri með tæpar fimm milljónir á mánuði Bankastjóri Arion banka, Höskuldur H. Ólafsson, fær greiddar um 4,3 milljónir í laun á mánuði og er því með ríflega helmingi hærri laun en forveri sinn, Finnur Sveinbjörnsson, sem var með tæpar tvær milljónir á mánuði árið 2009. 5. mars 2011 18:25 Mikilvægt að bankar gæti aðhalds Forstjóri Bankasýslu ríkisins segist ekki vita hvort fulltrúar hennar í stjórn Arion banka og Íslandsbanka hafi lagt blessun sína yfir launahækkanir stjórnenda á síðasta ári. 7. mars 2011 07:00 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Forseti ASÍ vill að stjórnvöld sendi bönkunum skýr skilaboð vegna ofurlauna og afnemi ríkisábyrgð á innistæðum. Forsætisráðherra segir framferði bankastjóra Arion banka og Íslandsbanka óþolandi ögrun og beina ógn við stöðugleika og frið í samfélaginu. Laun bankastjóra Arion banka hækkuðu um fjörutíu prósent milli ára, en Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, fékk 4,3 milljónir króna á mánuði í laun í fyrra. Það eru næstum fjórföld laun forsætisráðherra. Þá hækkuðu laun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka um þriðjung, en ríkið heldur á eignarhlut í báðum bönkum, 5 prósenta hlut í Íslandsbanka og 13 prósenta hlut í Arion banka. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um þetta á Facebook-síðu sinni í dag en þar segir hún að engin siðleg réttlæting sé á ofurlaunum sem stjórnendur Arion banka og Íslandsbanka hafi fengið á liðnu ári. Þá segir hún að framferði þeirra sé óþolandi ögrun og bein ógn við stöðugleika og frið í samfélaginu.Steingrímur líka undrandi Steingrímur J. Sigfússon furðar sig einnig á þessum tíðindum. „Ég er jafn undrandi og aðrir að menn skuli fara svona bratt í hlutina. Ég hélt nú að menn myndu stíga varlega til jarðar í ljósi reynslunnar því ekki reyndust ofurlaunin á sínum tíma nein trygging fyrir því að bankareksturinn væri góður eða hefði farsælan endi," segir Steingrímur. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ vill að stjórnvöld fylgi þessum orðum eftir með aðgerðum. „Þetta er á alla mælikvarða móðgun við fólkið í landinu að gera svona. Eftir það mikla hrun sem hér varð sem hefur leitt til þess að almenningur hefur misst allt sitt eigið fé, þá er þetta eiginlega móðgun við alla í landinu og eitthvað sem á að heyra sögunni til," segir Gylfi.Vill reglur um laun og bónusa Gylfi telur eðlilegt að settar verði reglur um launakjör og bónusa í bönkunum og ábyrgðir felldar niður fari menn á svig við þær. „Það kom í ljós í bankahruninu að þetta er ekkert einkamál bankanna eða eigenda þeirra. Þjóðin er í ábyrgð fyrir þessu og reyndar í dag er ríkið með beina ábyrgð á öllum innistæðum bankanna og mér fyndist það eðlilegt að stjórnvöld myndu svara með svona ákvörðunum með því að fella niður slíka ábyrgð gagnvart bönkunum og þeir þyrftu þá að horfast í augu við sinn veruleika án ríkisábyrgða."thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Jóhanna: Engin siðleg réttlæting á ofurlaunum bankastjóra Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að engin siðleg rættlæting sé á þeim ofurlaunum sem æðstu stjórnendur Arionbanka og Íslandsbanka hafa fengið á liðnu ári. Framferði þeirra sé óþolandi ögrun og bein ógn við stöðugleika og frið í samfélaginu. 7. mars 2011 11:49 Bankastjóri með tæpar fimm milljónir á mánuði Bankastjóri Arion banka, Höskuldur H. Ólafsson, fær greiddar um 4,3 milljónir í laun á mánuði og er því með ríflega helmingi hærri laun en forveri sinn, Finnur Sveinbjörnsson, sem var með tæpar tvær milljónir á mánuði árið 2009. 5. mars 2011 18:25 Mikilvægt að bankar gæti aðhalds Forstjóri Bankasýslu ríkisins segist ekki vita hvort fulltrúar hennar í stjórn Arion banka og Íslandsbanka hafi lagt blessun sína yfir launahækkanir stjórnenda á síðasta ári. 7. mars 2011 07:00 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Jóhanna: Engin siðleg réttlæting á ofurlaunum bankastjóra Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að engin siðleg rættlæting sé á þeim ofurlaunum sem æðstu stjórnendur Arionbanka og Íslandsbanka hafa fengið á liðnu ári. Framferði þeirra sé óþolandi ögrun og bein ógn við stöðugleika og frið í samfélaginu. 7. mars 2011 11:49
Bankastjóri með tæpar fimm milljónir á mánuði Bankastjóri Arion banka, Höskuldur H. Ólafsson, fær greiddar um 4,3 milljónir í laun á mánuði og er því með ríflega helmingi hærri laun en forveri sinn, Finnur Sveinbjörnsson, sem var með tæpar tvær milljónir á mánuði árið 2009. 5. mars 2011 18:25
Mikilvægt að bankar gæti aðhalds Forstjóri Bankasýslu ríkisins segist ekki vita hvort fulltrúar hennar í stjórn Arion banka og Íslandsbanka hafi lagt blessun sína yfir launahækkanir stjórnenda á síðasta ári. 7. mars 2011 07:00