Vill stríðsskatt á tekjuháa Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. mars 2011 14:11 Lilja Mósesdóttir, formaður viðskiptanefndar, vill að bankarnir nýti svigrúm til að lækka útlánsvexti. GVA. Lilja Mósesdóttir, formaður viðskiptanefndar Alþingis, hefur áhyggjur af því að launamunur á Íslandi stefni í að verða sá sami og varð fyrir bankahrun. Hún vill gera breytingar á hátekjuskatti og setja sérstakan skatt á þá sem eru með meira en milljón í tekjur. Slíkur skattur yrði þá nokkurskonar stríðsskattur. „Það er nú hægt að ræða það hvort það eigi að vera hærra en milljón eða ekki, en þetta er þá bara svona stríðsskaðaskattur eins og Bandaríkjamenn lögðu á eftir Seinni heimsstyrjöldina. Þeir voru með 94% skatt á hæsta tekjuhópnum til að fjármagna stríðskostnaðinn. Það má kannski segja að okkar stríðskostnaður sé bara kostnaðurinn af bankahruninu sem einhver þarf að borga. Og það er náttúrlega réttlátt að þeir sem eru með þessi laun, allt upp undir tíu sinnum hærri laun en venjulegt verkafólk, borgi margfalt meira til samfélagsins," segir Lilja. Viðskiptanefnd fundaði með fulltrúum viðskiptabankanna þriggja í morgun. Enginn úr stjórn bankanna mætti til að útskýra háar launagreiðslur til bankastjóranna. Lilja segir að viðskiptanefnd sé óánægð með það. Hins vegar hafi fulltrúar bankanna mætt sem hafi getað gefið greinagóðar skýringar á ársreikningum þeirra. „Það sem er að gerast í bankakerfinu er það að rekstrarkostnaður er að hækka. Þvert á ætlanir eða tal um að bankakerfið þurfi að minnka, þá er rekstrarkostnaður að hækka vegna þess að það er verið að fjölga starfsfólki og launakostnaður er að hækka," segir Lilja í samtali við Vísi. Lilja segir að það hafi komið fram á fundinum í morgun að ástæða þess að Birna Einarsdóttir, forstjóri Íslandsbanka, var hækkuð í launum sé sú að bankinn hafi aflað sér upplýsingar um laun framkvæmdastjóra 40 stærstu fyrirtækja landsins og þá hafi komið í ljós að laun þeirra séu á bilinu tvær til fjórar milljónir. Jafnframt hafi komið fram á fundinum að rangar fréttir hafi verið sagðar af launum bankastjóra Arion. Þau séu tæpar þrjár milljónir á mánuði en ekki rúmar fjórar eins og fullyrt hefur verið. „En þetta eru náttúrlega alveg rosaleg laun í ljósi þess að meðallaun eru ekki nema um 380 þúsund krónur á mánuði," segir Lilja. Stóru viðskiptabankarnir skiluðu allir ágætri arðsemi á síðasta ári. Flest bendir til þess að ástæðan sé sú að þeir séu að afskrifa minna af lánum en gert var ráð fyrir í fyrstu. Það er því svirgrúm fyrir meiri afskriftir fyrir heimili og fyrirtæki eða lægri útlánsvexti. Lilja segist fremur vilja sjá lægri útlánsvexti því vaxtamunurinn sé mikill, einkum hjá Íslandsbanka. Betra væri ef bankarnir næðu fram hagnaði með lækkun rekstrarkostnaðar. Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Lilja Mósesdóttir, formaður viðskiptanefndar Alþingis, hefur áhyggjur af því að launamunur á Íslandi stefni í að verða sá sami og varð fyrir bankahrun. Hún vill gera breytingar á hátekjuskatti og setja sérstakan skatt á þá sem eru með meira en milljón í tekjur. Slíkur skattur yrði þá nokkurskonar stríðsskattur. „Það er nú hægt að ræða það hvort það eigi að vera hærra en milljón eða ekki, en þetta er þá bara svona stríðsskaðaskattur eins og Bandaríkjamenn lögðu á eftir Seinni heimsstyrjöldina. Þeir voru með 94% skatt á hæsta tekjuhópnum til að fjármagna stríðskostnaðinn. Það má kannski segja að okkar stríðskostnaður sé bara kostnaðurinn af bankahruninu sem einhver þarf að borga. Og það er náttúrlega réttlátt að þeir sem eru með þessi laun, allt upp undir tíu sinnum hærri laun en venjulegt verkafólk, borgi margfalt meira til samfélagsins," segir Lilja. Viðskiptanefnd fundaði með fulltrúum viðskiptabankanna þriggja í morgun. Enginn úr stjórn bankanna mætti til að útskýra háar launagreiðslur til bankastjóranna. Lilja segir að viðskiptanefnd sé óánægð með það. Hins vegar hafi fulltrúar bankanna mætt sem hafi getað gefið greinagóðar skýringar á ársreikningum þeirra. „Það sem er að gerast í bankakerfinu er það að rekstrarkostnaður er að hækka. Þvert á ætlanir eða tal um að bankakerfið þurfi að minnka, þá er rekstrarkostnaður að hækka vegna þess að það er verið að fjölga starfsfólki og launakostnaður er að hækka," segir Lilja í samtali við Vísi. Lilja segir að það hafi komið fram á fundinum í morgun að ástæða þess að Birna Einarsdóttir, forstjóri Íslandsbanka, var hækkuð í launum sé sú að bankinn hafi aflað sér upplýsingar um laun framkvæmdastjóra 40 stærstu fyrirtækja landsins og þá hafi komið í ljós að laun þeirra séu á bilinu tvær til fjórar milljónir. Jafnframt hafi komið fram á fundinum að rangar fréttir hafi verið sagðar af launum bankastjóra Arion. Þau séu tæpar þrjár milljónir á mánuði en ekki rúmar fjórar eins og fullyrt hefur verið. „En þetta eru náttúrlega alveg rosaleg laun í ljósi þess að meðallaun eru ekki nema um 380 þúsund krónur á mánuði," segir Lilja. Stóru viðskiptabankarnir skiluðu allir ágætri arðsemi á síðasta ári. Flest bendir til þess að ástæðan sé sú að þeir séu að afskrifa minna af lánum en gert var ráð fyrir í fyrstu. Það er því svirgrúm fyrir meiri afskriftir fyrir heimili og fyrirtæki eða lægri útlánsvexti. Lilja segist fremur vilja sjá lægri útlánsvexti því vaxtamunurinn sé mikill, einkum hjá Íslandsbanka. Betra væri ef bankarnir næðu fram hagnaði með lækkun rekstrarkostnaðar.
Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira