Vill stríðsskatt á tekjuháa Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. mars 2011 14:11 Lilja Mósesdóttir, formaður viðskiptanefndar, vill að bankarnir nýti svigrúm til að lækka útlánsvexti. GVA. Lilja Mósesdóttir, formaður viðskiptanefndar Alþingis, hefur áhyggjur af því að launamunur á Íslandi stefni í að verða sá sami og varð fyrir bankahrun. Hún vill gera breytingar á hátekjuskatti og setja sérstakan skatt á þá sem eru með meira en milljón í tekjur. Slíkur skattur yrði þá nokkurskonar stríðsskattur. „Það er nú hægt að ræða það hvort það eigi að vera hærra en milljón eða ekki, en þetta er þá bara svona stríðsskaðaskattur eins og Bandaríkjamenn lögðu á eftir Seinni heimsstyrjöldina. Þeir voru með 94% skatt á hæsta tekjuhópnum til að fjármagna stríðskostnaðinn. Það má kannski segja að okkar stríðskostnaður sé bara kostnaðurinn af bankahruninu sem einhver þarf að borga. Og það er náttúrlega réttlátt að þeir sem eru með þessi laun, allt upp undir tíu sinnum hærri laun en venjulegt verkafólk, borgi margfalt meira til samfélagsins," segir Lilja. Viðskiptanefnd fundaði með fulltrúum viðskiptabankanna þriggja í morgun. Enginn úr stjórn bankanna mætti til að útskýra háar launagreiðslur til bankastjóranna. Lilja segir að viðskiptanefnd sé óánægð með það. Hins vegar hafi fulltrúar bankanna mætt sem hafi getað gefið greinagóðar skýringar á ársreikningum þeirra. „Það sem er að gerast í bankakerfinu er það að rekstrarkostnaður er að hækka. Þvert á ætlanir eða tal um að bankakerfið þurfi að minnka, þá er rekstrarkostnaður að hækka vegna þess að það er verið að fjölga starfsfólki og launakostnaður er að hækka," segir Lilja í samtali við Vísi. Lilja segir að það hafi komið fram á fundinum í morgun að ástæða þess að Birna Einarsdóttir, forstjóri Íslandsbanka, var hækkuð í launum sé sú að bankinn hafi aflað sér upplýsingar um laun framkvæmdastjóra 40 stærstu fyrirtækja landsins og þá hafi komið í ljós að laun þeirra séu á bilinu tvær til fjórar milljónir. Jafnframt hafi komið fram á fundinum að rangar fréttir hafi verið sagðar af launum bankastjóra Arion. Þau séu tæpar þrjár milljónir á mánuði en ekki rúmar fjórar eins og fullyrt hefur verið. „En þetta eru náttúrlega alveg rosaleg laun í ljósi þess að meðallaun eru ekki nema um 380 þúsund krónur á mánuði," segir Lilja. Stóru viðskiptabankarnir skiluðu allir ágætri arðsemi á síðasta ári. Flest bendir til þess að ástæðan sé sú að þeir séu að afskrifa minna af lánum en gert var ráð fyrir í fyrstu. Það er því svirgrúm fyrir meiri afskriftir fyrir heimili og fyrirtæki eða lægri útlánsvexti. Lilja segist fremur vilja sjá lægri útlánsvexti því vaxtamunurinn sé mikill, einkum hjá Íslandsbanka. Betra væri ef bankarnir næðu fram hagnaði með lækkun rekstrarkostnaðar. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ Sjá meira
Lilja Mósesdóttir, formaður viðskiptanefndar Alþingis, hefur áhyggjur af því að launamunur á Íslandi stefni í að verða sá sami og varð fyrir bankahrun. Hún vill gera breytingar á hátekjuskatti og setja sérstakan skatt á þá sem eru með meira en milljón í tekjur. Slíkur skattur yrði þá nokkurskonar stríðsskattur. „Það er nú hægt að ræða það hvort það eigi að vera hærra en milljón eða ekki, en þetta er þá bara svona stríðsskaðaskattur eins og Bandaríkjamenn lögðu á eftir Seinni heimsstyrjöldina. Þeir voru með 94% skatt á hæsta tekjuhópnum til að fjármagna stríðskostnaðinn. Það má kannski segja að okkar stríðskostnaður sé bara kostnaðurinn af bankahruninu sem einhver þarf að borga. Og það er náttúrlega réttlátt að þeir sem eru með þessi laun, allt upp undir tíu sinnum hærri laun en venjulegt verkafólk, borgi margfalt meira til samfélagsins," segir Lilja. Viðskiptanefnd fundaði með fulltrúum viðskiptabankanna þriggja í morgun. Enginn úr stjórn bankanna mætti til að útskýra háar launagreiðslur til bankastjóranna. Lilja segir að viðskiptanefnd sé óánægð með það. Hins vegar hafi fulltrúar bankanna mætt sem hafi getað gefið greinagóðar skýringar á ársreikningum þeirra. „Það sem er að gerast í bankakerfinu er það að rekstrarkostnaður er að hækka. Þvert á ætlanir eða tal um að bankakerfið þurfi að minnka, þá er rekstrarkostnaður að hækka vegna þess að það er verið að fjölga starfsfólki og launakostnaður er að hækka," segir Lilja í samtali við Vísi. Lilja segir að það hafi komið fram á fundinum í morgun að ástæða þess að Birna Einarsdóttir, forstjóri Íslandsbanka, var hækkuð í launum sé sú að bankinn hafi aflað sér upplýsingar um laun framkvæmdastjóra 40 stærstu fyrirtækja landsins og þá hafi komið í ljós að laun þeirra séu á bilinu tvær til fjórar milljónir. Jafnframt hafi komið fram á fundinum að rangar fréttir hafi verið sagðar af launum bankastjóra Arion. Þau séu tæpar þrjár milljónir á mánuði en ekki rúmar fjórar eins og fullyrt hefur verið. „En þetta eru náttúrlega alveg rosaleg laun í ljósi þess að meðallaun eru ekki nema um 380 þúsund krónur á mánuði," segir Lilja. Stóru viðskiptabankarnir skiluðu allir ágætri arðsemi á síðasta ári. Flest bendir til þess að ástæðan sé sú að þeir séu að afskrifa minna af lánum en gert var ráð fyrir í fyrstu. Það er því svirgrúm fyrir meiri afskriftir fyrir heimili og fyrirtæki eða lægri útlánsvexti. Lilja segist fremur vilja sjá lægri útlánsvexti því vaxtamunurinn sé mikill, einkum hjá Íslandsbanka. Betra væri ef bankarnir næðu fram hagnaði með lækkun rekstrarkostnaðar.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ Sjá meira