Innlent

Olían úr Goðafossi orðin eins og malbik í miklu frosti

Svo kann að fara að ekki þurfi að dæla svartolíunni úr Goðafossi yfir í önnur skip, þar sem það er á strandstað við Noregsstrendur,  því hún hefur harðnað svo í frostinu á svæðinu, að hún er sögð vera orðin eins og malbik.

Þar var 18 stiga frost í gærkvöldi. Frostið torveldar hinsvegar að ná þeirri olíu upp, sem þegar er lekin í sjóinn. Nú er verið að afferma skipið , en þar voru hátt í 500 gámar um borð þegar það strandaði.

Verkið sækist hægt, enda aðstæður erfiðar á strandstað. Ekki er enn ákveðið hvenær reynt verður að draga skipið á flot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×