Innlent

Enn hækkar bensínið

Verð á bensíni hækkaði í gærkvöldi  hjá flestum bensínstöðvum.  Mest var hækkunin hjá N1 og Olís sem hækkuðu lítrann af 95 oktana bensínu um 4 krónur.

Verðið er nú hæst hjá Shell, 223,40 krónur. Þar á eftir eru bæði Olís og N1 með lítrann af 95 oktana bensíni á 222,40 krónur.

Skeljungur hækkaði bensínlítrann um 3,5 krónur.

Algengt verð hjá ÓB er 222,10 krónur lítrinn af 95 oktana bensíni en 221,90 hjá Atlantsolíu.

Ódýrastur er bensínlítrinn hjá Orkunni þar sem hann fæst á 218,0 krónur.

Lítrinn af díselolíu kostar 227,30 hjá Olís, N1 og Shell.

Olís og N1 hækkuðu lítrann um 3 krónur en Shell um 2,90 krónur.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.