Hækkandi bensínverð truflar kórastarf á landsbyggðinni 22. febrúar 2011 11:09 Runólfur Ólafsson segir nýjustu hækkanir rosalegar. Mynd: GVA „Þetta er rosaleg hækkun. Þetta kemur mjög illa við fólk og leiðir til aukins samdráttar sem tilheyrandi margfeldisáhrifum," segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Bensín hækkaði í gærkvöldi á flestum stöðvum um allt að fjórar krónur. Hækkunina má rekja til hækkandi heimsmarkaðsverðs vegna átaka í Mið-austurlöndum, sérstaklega í Líbíu. Áhrifin teygja sig víða en Runólfur hefur heyrt dæmi um að kórastarf á landsbyggðinni sé farið að líða fyrir hækkandi bensínverð þar sem kórfélagar hafa ekki efni á því að keyra á æfingar. Þannig er hátt verð á bensíni og olíu sé þegar farið að hafa áhrif á samgöngur. „Þetta er þegar farið að hafa þau áhrif að það dregur úr umferð. Við höfum séð tölur frá Vegagerðinni sem sýna það," segir hann. Runólfur nefnir einnig sem dæmi að um 6% samdráttur varð á ferðum um Hvalfjarðargöngin í janúar, samanborið við sama mánuð í fyrra. Þannig fóru 7 þúsund færri bílar um göngin nú en þá. Til að kór geti æft þurfa kórfélagar að koma saman. Það kostar pening, og aukinn pening með hækkandi bensínverðiMynd úr safniEldri hjón sitja heima Fjöldi fólks hefur samband við FÍB og lýsir áhyggjum sínum vegna hækkandi eldsneytisverðs. Þannig þekkir Runólfur dæmi af eldri hjónum í litlu þorpi á Vestfjörðum sem hafa lengi sótt félagslega afþreyingu til næsta bæjarfélags. „Þau hafa notað eigin bíl til að fara á milli en nú eru þau hætt að sækja þessa afþreyingu og sitja bara heima. Þau hafa ekki efni á þessu lengur," segir hann.Fara sjaldnar í sumarbústað Bensín hækkaði á heimsmarkaði í gær um 61 dollara tonnið. Tonnið kostar því nú um 900 dollara í stað 840. „Það er ansi mikið," segir Runólfur. Hann bendir á að vissulega stjórna íslensk yfirvöld ekki heimsmarkaðsverði á bensíni en þau taki hins vegar ákvarðanir um skatta á eldsneyti og aðrar álögur. „Ef við tökum dæmi af fjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu sem á sumarbústað á landsbyggðinni en fer sjaldnar í bústaðinn vegna hærra bensínverðs. Þessi fjölskylda er þar með ekki að örva verslun og viðskipti á svæðinu," segir Runólfur sem telur verðhækkanirnar bitna mest á landsbyggðinni. N1 og Olís hækkuð verð á 95 oktana bensíni mest í gær, eða um 4 krónur. Dýrast er bensínið hjá Skeljungi þar sem lítrinn kostar 223,40 krónur. Ódýrast er að versla við Orkuna þar sem viðskiptavinir greiða 218,0 krónur fyrir lítrann. Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
„Þetta er rosaleg hækkun. Þetta kemur mjög illa við fólk og leiðir til aukins samdráttar sem tilheyrandi margfeldisáhrifum," segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Bensín hækkaði í gærkvöldi á flestum stöðvum um allt að fjórar krónur. Hækkunina má rekja til hækkandi heimsmarkaðsverðs vegna átaka í Mið-austurlöndum, sérstaklega í Líbíu. Áhrifin teygja sig víða en Runólfur hefur heyrt dæmi um að kórastarf á landsbyggðinni sé farið að líða fyrir hækkandi bensínverð þar sem kórfélagar hafa ekki efni á því að keyra á æfingar. Þannig er hátt verð á bensíni og olíu sé þegar farið að hafa áhrif á samgöngur. „Þetta er þegar farið að hafa þau áhrif að það dregur úr umferð. Við höfum séð tölur frá Vegagerðinni sem sýna það," segir hann. Runólfur nefnir einnig sem dæmi að um 6% samdráttur varð á ferðum um Hvalfjarðargöngin í janúar, samanborið við sama mánuð í fyrra. Þannig fóru 7 þúsund færri bílar um göngin nú en þá. Til að kór geti æft þurfa kórfélagar að koma saman. Það kostar pening, og aukinn pening með hækkandi bensínverðiMynd úr safniEldri hjón sitja heima Fjöldi fólks hefur samband við FÍB og lýsir áhyggjum sínum vegna hækkandi eldsneytisverðs. Þannig þekkir Runólfur dæmi af eldri hjónum í litlu þorpi á Vestfjörðum sem hafa lengi sótt félagslega afþreyingu til næsta bæjarfélags. „Þau hafa notað eigin bíl til að fara á milli en nú eru þau hætt að sækja þessa afþreyingu og sitja bara heima. Þau hafa ekki efni á þessu lengur," segir hann.Fara sjaldnar í sumarbústað Bensín hækkaði á heimsmarkaði í gær um 61 dollara tonnið. Tonnið kostar því nú um 900 dollara í stað 840. „Það er ansi mikið," segir Runólfur. Hann bendir á að vissulega stjórna íslensk yfirvöld ekki heimsmarkaðsverði á bensíni en þau taki hins vegar ákvarðanir um skatta á eldsneyti og aðrar álögur. „Ef við tökum dæmi af fjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu sem á sumarbústað á landsbyggðinni en fer sjaldnar í bústaðinn vegna hærra bensínverðs. Þessi fjölskylda er þar með ekki að örva verslun og viðskipti á svæðinu," segir Runólfur sem telur verðhækkanirnar bitna mest á landsbyggðinni. N1 og Olís hækkuð verð á 95 oktana bensíni mest í gær, eða um 4 krónur. Dýrast er bensínið hjá Skeljungi þar sem lítrinn kostar 223,40 krónur. Ódýrast er að versla við Orkuna þar sem viðskiptavinir greiða 218,0 krónur fyrir lítrann.
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira