Hækkandi bensínverð truflar kórastarf á landsbyggðinni 22. febrúar 2011 11:09 Runólfur Ólafsson segir nýjustu hækkanir rosalegar. Mynd: GVA „Þetta er rosaleg hækkun. Þetta kemur mjög illa við fólk og leiðir til aukins samdráttar sem tilheyrandi margfeldisáhrifum," segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Bensín hækkaði í gærkvöldi á flestum stöðvum um allt að fjórar krónur. Hækkunina má rekja til hækkandi heimsmarkaðsverðs vegna átaka í Mið-austurlöndum, sérstaklega í Líbíu. Áhrifin teygja sig víða en Runólfur hefur heyrt dæmi um að kórastarf á landsbyggðinni sé farið að líða fyrir hækkandi bensínverð þar sem kórfélagar hafa ekki efni á því að keyra á æfingar. Þannig er hátt verð á bensíni og olíu sé þegar farið að hafa áhrif á samgöngur. „Þetta er þegar farið að hafa þau áhrif að það dregur úr umferð. Við höfum séð tölur frá Vegagerðinni sem sýna það," segir hann. Runólfur nefnir einnig sem dæmi að um 6% samdráttur varð á ferðum um Hvalfjarðargöngin í janúar, samanborið við sama mánuð í fyrra. Þannig fóru 7 þúsund færri bílar um göngin nú en þá. Til að kór geti æft þurfa kórfélagar að koma saman. Það kostar pening, og aukinn pening með hækkandi bensínverðiMynd úr safniEldri hjón sitja heima Fjöldi fólks hefur samband við FÍB og lýsir áhyggjum sínum vegna hækkandi eldsneytisverðs. Þannig þekkir Runólfur dæmi af eldri hjónum í litlu þorpi á Vestfjörðum sem hafa lengi sótt félagslega afþreyingu til næsta bæjarfélags. „Þau hafa notað eigin bíl til að fara á milli en nú eru þau hætt að sækja þessa afþreyingu og sitja bara heima. Þau hafa ekki efni á þessu lengur," segir hann.Fara sjaldnar í sumarbústað Bensín hækkaði á heimsmarkaði í gær um 61 dollara tonnið. Tonnið kostar því nú um 900 dollara í stað 840. „Það er ansi mikið," segir Runólfur. Hann bendir á að vissulega stjórna íslensk yfirvöld ekki heimsmarkaðsverði á bensíni en þau taki hins vegar ákvarðanir um skatta á eldsneyti og aðrar álögur. „Ef við tökum dæmi af fjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu sem á sumarbústað á landsbyggðinni en fer sjaldnar í bústaðinn vegna hærra bensínverðs. Þessi fjölskylda er þar með ekki að örva verslun og viðskipti á svæðinu," segir Runólfur sem telur verðhækkanirnar bitna mest á landsbyggðinni. N1 og Olís hækkuð verð á 95 oktana bensíni mest í gær, eða um 4 krónur. Dýrast er bensínið hjá Skeljungi þar sem lítrinn kostar 223,40 krónur. Ódýrast er að versla við Orkuna þar sem viðskiptavinir greiða 218,0 krónur fyrir lítrann. Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
„Þetta er rosaleg hækkun. Þetta kemur mjög illa við fólk og leiðir til aukins samdráttar sem tilheyrandi margfeldisáhrifum," segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Bensín hækkaði í gærkvöldi á flestum stöðvum um allt að fjórar krónur. Hækkunina má rekja til hækkandi heimsmarkaðsverðs vegna átaka í Mið-austurlöndum, sérstaklega í Líbíu. Áhrifin teygja sig víða en Runólfur hefur heyrt dæmi um að kórastarf á landsbyggðinni sé farið að líða fyrir hækkandi bensínverð þar sem kórfélagar hafa ekki efni á því að keyra á æfingar. Þannig er hátt verð á bensíni og olíu sé þegar farið að hafa áhrif á samgöngur. „Þetta er þegar farið að hafa þau áhrif að það dregur úr umferð. Við höfum séð tölur frá Vegagerðinni sem sýna það," segir hann. Runólfur nefnir einnig sem dæmi að um 6% samdráttur varð á ferðum um Hvalfjarðargöngin í janúar, samanborið við sama mánuð í fyrra. Þannig fóru 7 þúsund færri bílar um göngin nú en þá. Til að kór geti æft þurfa kórfélagar að koma saman. Það kostar pening, og aukinn pening með hækkandi bensínverðiMynd úr safniEldri hjón sitja heima Fjöldi fólks hefur samband við FÍB og lýsir áhyggjum sínum vegna hækkandi eldsneytisverðs. Þannig þekkir Runólfur dæmi af eldri hjónum í litlu þorpi á Vestfjörðum sem hafa lengi sótt félagslega afþreyingu til næsta bæjarfélags. „Þau hafa notað eigin bíl til að fara á milli en nú eru þau hætt að sækja þessa afþreyingu og sitja bara heima. Þau hafa ekki efni á þessu lengur," segir hann.Fara sjaldnar í sumarbústað Bensín hækkaði á heimsmarkaði í gær um 61 dollara tonnið. Tonnið kostar því nú um 900 dollara í stað 840. „Það er ansi mikið," segir Runólfur. Hann bendir á að vissulega stjórna íslensk yfirvöld ekki heimsmarkaðsverði á bensíni en þau taki hins vegar ákvarðanir um skatta á eldsneyti og aðrar álögur. „Ef við tökum dæmi af fjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu sem á sumarbústað á landsbyggðinni en fer sjaldnar í bústaðinn vegna hærra bensínverðs. Þessi fjölskylda er þar með ekki að örva verslun og viðskipti á svæðinu," segir Runólfur sem telur verðhækkanirnar bitna mest á landsbyggðinni. N1 og Olís hækkuð verð á 95 oktana bensíni mest í gær, eða um 4 krónur. Dýrast er bensínið hjá Skeljungi þar sem lítrinn kostar 223,40 krónur. Ódýrast er að versla við Orkuna þar sem viðskiptavinir greiða 218,0 krónur fyrir lítrann.
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira