Steingrímur og Bjarni sammála um synjunarvald forseta 22. febrúar 2011 15:13 Steingrímur J. Sigfússon var hissa á ákvörðun forseta að synja lögum sem 70% þingmanna studdi Mynd: Vilhelm Gunnarsson Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, vill láta breyta 26. grein stjórnarskrárinnar um synjunarvald forseta. Fleiri þingmenn tóku undir þetta í umræðum á Alþingi í dag. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hóf þar umræður um dagskrárliðinn Synjun forseta Íslands á Icesave-lögnum. Þingmenn allra flokka, utan Framsóknarflokks, hafa lýst því yfir að ræða þurfi mögulegar breytingar á 26. greininni. Bjarni sagði viðbrögð ríkisstjórnarinnar við synjuninni vera einkennandi fyrir viðbrögð stjórnarinnar við fjölda mála, og fannst þau sýna að hún væri algjörlega óundirbúin. „Fyrstu viðbrögð ríkisstjórnarinnar voru í þessu máli, eins og hún hefur verið í svo mörgum og mikilvægum málum, óundirbúin," sagði Bjarni. Steingrímur sagðist alls ekki hafa verið óundirbúinn, hann hefði þó verið mjög hissa. Honum finnst ekki eðlilegt að það sé í höndum eins manns að taka ákvörðun um afdrif laga sem Alþingi hefur samþykkt með auknum meirihluta, og bendi á að 70% þeirra þingmanna sem tóku afstöðu hafi samþykkt lögin. „Í því ljósi fannst manni ólíklegra en ella að þingræðið yrði sett til hliðar með þessum hætti," sagði Steingrímur Bjarni opinberaði einnig þá skoðun sína að honum fyndist þetta ekki eðlilegt fyrirkomulag en vakti athygli á því að þegar Sjálfstæðisflokkurinn var við völd hafi einmitt verið reynt að vinna að því að breyta 26. greininni, við mikla andstöðu þeirra sem nú sitja við stjórnarvölinn, og vísaði Bjarni þar til umræðna í tengslum við synjun Ólafs Ragnars Grímssonar á fjölmiðlalögunum árið 2004. Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, vill láta breyta 26. grein stjórnarskrárinnar um synjunarvald forseta. Fleiri þingmenn tóku undir þetta í umræðum á Alþingi í dag. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hóf þar umræður um dagskrárliðinn Synjun forseta Íslands á Icesave-lögnum. Þingmenn allra flokka, utan Framsóknarflokks, hafa lýst því yfir að ræða þurfi mögulegar breytingar á 26. greininni. Bjarni sagði viðbrögð ríkisstjórnarinnar við synjuninni vera einkennandi fyrir viðbrögð stjórnarinnar við fjölda mála, og fannst þau sýna að hún væri algjörlega óundirbúin. „Fyrstu viðbrögð ríkisstjórnarinnar voru í þessu máli, eins og hún hefur verið í svo mörgum og mikilvægum málum, óundirbúin," sagði Bjarni. Steingrímur sagðist alls ekki hafa verið óundirbúinn, hann hefði þó verið mjög hissa. Honum finnst ekki eðlilegt að það sé í höndum eins manns að taka ákvörðun um afdrif laga sem Alþingi hefur samþykkt með auknum meirihluta, og bendi á að 70% þeirra þingmanna sem tóku afstöðu hafi samþykkt lögin. „Í því ljósi fannst manni ólíklegra en ella að þingræðið yrði sett til hliðar með þessum hætti," sagði Steingrímur Bjarni opinberaði einnig þá skoðun sína að honum fyndist þetta ekki eðlilegt fyrirkomulag en vakti athygli á því að þegar Sjálfstæðisflokkurinn var við völd hafi einmitt verið reynt að vinna að því að breyta 26. greininni, við mikla andstöðu þeirra sem nú sitja við stjórnarvölinn, og vísaði Bjarni þar til umræðna í tengslum við synjun Ólafs Ragnars Grímssonar á fjölmiðlalögunum árið 2004.
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira