Er menningarslys yfirvofandi? Stefán Edelstein skrifar 25. febrúar 2011 06:00 Þeir sem láta sig menningarmál varða hafa vafalaust fylgst með umræðum um væntanlegan niðurskurð Reykjavíkurborgar til tónlistarskóla borgarinnar. Fjölmennur mótmælafundur fyrir utan Ráðhúsið 1. febrúar sl. vakti líka athygli í þessu sambandi. Tónlistarskólarnir í Reykjavík eru sjálfseignarstofnarnir eða einkaskólar . 18 tónlistarskólar í Reykjavík eru með þjónustusamninga við Reykjavíkurborg. Í þjónustusamningunum er skýrt kveðið á um hvaða þjónustu hver skóli veitir, bæði hvað varðar fjölda nemenda, fyrirkomulag kennslu og fleiri þætti. Skólarnir gefa borginni skýrslur um starfsemi sína, skila árlega endurskoðuðum reikningum og lúta eftirlitisvaldiborgarinnar á margskonar hátt. Tónlistarskólarnir í Reykjavík eru ekki steyptir í sama mót heldur er um að ræða breiða flóru þar sem hver skóli hefur sín sérkenni og áherslur. Námsframboðið í tónlistarskólum í Reykjavík er því gífurlega fjölbreytt. Það sem er sameignlegt með þeim öllum er hinsvegar sú staðreynd, að þeir starfa samkvæmt Aðalnámskrá tónlistarskóla og skv. greinanámskráa sem taka til söngnáms og náms á öll hljóðfæri. Allar námskrárnar hafa verið gefnar út af Menntamálaráðuneytinu. Prófin, þ.e. grunnpróf, miðpróf, og framhaldspróf í söng og hljóðfæragreinum sem og tónfræðagreinum eru nokkurn veginn stöðluð og samræmd á landsvísu. Utanaðkomandi prófdómarar á vegum Prófanefndar Tónlistarskólanna koma til að dæma árangur á þessum prófum. Á ofangreindri lýsingu sést, að hér er um vel skipulagt og skilvirkt nám í tónlistargreinum að ræða sem nær frá 3ja ára aldri upp í nám eldri nemenda sem eru á framhaldsstigi og háskólastigi. Að loknu framhaldsprófi fara þeir nemendur sem ætla sér í framhaldsnám í tónlist í hinar ýmsu tónlistardeildir í Listaháskóla Íslands eða þá beint í tónlistarháskóla erlendis. Uppbygging tónlistarnáms á Íslandi hefur verið markviss, undraverð og með afbrigðum góð og árangursrík. Hún hefur staðið yfir áratugum saman og á tónlistarskólakerfið íslenska er litið sem gæðakerfi sem löndin í kringum okkur líta á sem algera fyrirmynd. Hlutverk tónlistarskólanna ( á landsvísu en þó sérstaklega í Reykjavík þar sem mest er um að nemendur stundi framhaldsnám í tónlist ) hefur verið að leggja grunn að þeirri fjölbreyttu tónlistarmenningu og því fjölskrúðuga tónlistarlífi sem er eitt af aðalsmerkjum höfuðborgarinnar. Ég ætla ekki að telja upp þá mörg hundruð tónlistarviðburði sem haldnir eru árlega.Allt þetta eru staðreyndir sem hægt er að fletta upp.Kórónan er síðan Sinfóníuhljómsveit Íslands, en hróður hennar hefur borist víða um lönd. Utan höfuðborgarinnar er sú venja ríkjandi að tónlistarskólarnir eru reknir af sveitarfélaginu beint. Ítarleg tölfræðileg úttekt sem hefur verið gerð sýnir að nemendafjöldi í tónlistarskólum í sveitarfélögum utan Reykjavíkur er hlutfallslega mun meiri en í Reykjavík. Höfuðborgin stendur sig því verr í þessari þjónustu við borgarbúa en sveitarfélögin utan Reykjavíkur. Reykjavíkurborg hefur ekki byggt neina tónlistarskóla. Tónlistarskólarnir hafa þurft að byggja yfir starfssemi sína sjálfir, eða leigja húsnæði. Mikil fjárfesting hefur því fylgt starfsemi tónlistarskólanna í Reykjavík. Þá er ónefndur mikill kostnaður sem felst í hljóðfærum og alls kyns tólum og tækjum (bara einn sæmilegur notaður flygill kostar 4-6 milljónir). Nágrannasveitarfélögin Kópavogur, Garðabær og Hafnarfjörður hafa byggt glæsilegan sérhannaðan húsakost fyrir tónlistarskólana sína og verið er að byggja stórglæsilega aðstöðu fyrir tónlistarskólann í Reykjanesbæ. Í stuttu máli : Reykjavíkurborg hefur fengið þjónustu tónlistarskólanna sinna ókeypis og á silfurfati þar sem öll uppbygging þeirra hefur verið framkvæmd af einkaaðilum eða félögum. Hinsvegar hefur borgin greitt nánast allan launakostnað sem hefur veitt skólunum það rekstraröryggi sem þeir þarfnast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Sjá meira
Þeir sem láta sig menningarmál varða hafa vafalaust fylgst með umræðum um væntanlegan niðurskurð Reykjavíkurborgar til tónlistarskóla borgarinnar. Fjölmennur mótmælafundur fyrir utan Ráðhúsið 1. febrúar sl. vakti líka athygli í þessu sambandi. Tónlistarskólarnir í Reykjavík eru sjálfseignarstofnarnir eða einkaskólar . 18 tónlistarskólar í Reykjavík eru með þjónustusamninga við Reykjavíkurborg. Í þjónustusamningunum er skýrt kveðið á um hvaða þjónustu hver skóli veitir, bæði hvað varðar fjölda nemenda, fyrirkomulag kennslu og fleiri þætti. Skólarnir gefa borginni skýrslur um starfsemi sína, skila árlega endurskoðuðum reikningum og lúta eftirlitisvaldiborgarinnar á margskonar hátt. Tónlistarskólarnir í Reykjavík eru ekki steyptir í sama mót heldur er um að ræða breiða flóru þar sem hver skóli hefur sín sérkenni og áherslur. Námsframboðið í tónlistarskólum í Reykjavík er því gífurlega fjölbreytt. Það sem er sameignlegt með þeim öllum er hinsvegar sú staðreynd, að þeir starfa samkvæmt Aðalnámskrá tónlistarskóla og skv. greinanámskráa sem taka til söngnáms og náms á öll hljóðfæri. Allar námskrárnar hafa verið gefnar út af Menntamálaráðuneytinu. Prófin, þ.e. grunnpróf, miðpróf, og framhaldspróf í söng og hljóðfæragreinum sem og tónfræðagreinum eru nokkurn veginn stöðluð og samræmd á landsvísu. Utanaðkomandi prófdómarar á vegum Prófanefndar Tónlistarskólanna koma til að dæma árangur á þessum prófum. Á ofangreindri lýsingu sést, að hér er um vel skipulagt og skilvirkt nám í tónlistargreinum að ræða sem nær frá 3ja ára aldri upp í nám eldri nemenda sem eru á framhaldsstigi og háskólastigi. Að loknu framhaldsprófi fara þeir nemendur sem ætla sér í framhaldsnám í tónlist í hinar ýmsu tónlistardeildir í Listaháskóla Íslands eða þá beint í tónlistarháskóla erlendis. Uppbygging tónlistarnáms á Íslandi hefur verið markviss, undraverð og með afbrigðum góð og árangursrík. Hún hefur staðið yfir áratugum saman og á tónlistarskólakerfið íslenska er litið sem gæðakerfi sem löndin í kringum okkur líta á sem algera fyrirmynd. Hlutverk tónlistarskólanna ( á landsvísu en þó sérstaklega í Reykjavík þar sem mest er um að nemendur stundi framhaldsnám í tónlist ) hefur verið að leggja grunn að þeirri fjölbreyttu tónlistarmenningu og því fjölskrúðuga tónlistarlífi sem er eitt af aðalsmerkjum höfuðborgarinnar. Ég ætla ekki að telja upp þá mörg hundruð tónlistarviðburði sem haldnir eru árlega.Allt þetta eru staðreyndir sem hægt er að fletta upp.Kórónan er síðan Sinfóníuhljómsveit Íslands, en hróður hennar hefur borist víða um lönd. Utan höfuðborgarinnar er sú venja ríkjandi að tónlistarskólarnir eru reknir af sveitarfélaginu beint. Ítarleg tölfræðileg úttekt sem hefur verið gerð sýnir að nemendafjöldi í tónlistarskólum í sveitarfélögum utan Reykjavíkur er hlutfallslega mun meiri en í Reykjavík. Höfuðborgin stendur sig því verr í þessari þjónustu við borgarbúa en sveitarfélögin utan Reykjavíkur. Reykjavíkurborg hefur ekki byggt neina tónlistarskóla. Tónlistarskólarnir hafa þurft að byggja yfir starfssemi sína sjálfir, eða leigja húsnæði. Mikil fjárfesting hefur því fylgt starfsemi tónlistarskólanna í Reykjavík. Þá er ónefndur mikill kostnaður sem felst í hljóðfærum og alls kyns tólum og tækjum (bara einn sæmilegur notaður flygill kostar 4-6 milljónir). Nágrannasveitarfélögin Kópavogur, Garðabær og Hafnarfjörður hafa byggt glæsilegan sérhannaðan húsakost fyrir tónlistarskólana sína og verið er að byggja stórglæsilega aðstöðu fyrir tónlistarskólann í Reykjanesbæ. Í stuttu máli : Reykjavíkurborg hefur fengið þjónustu tónlistarskólanna sinna ókeypis og á silfurfati þar sem öll uppbygging þeirra hefur verið framkvæmd af einkaaðilum eða félögum. Hinsvegar hefur borgin greitt nánast allan launakostnað sem hefur veitt skólunum það rekstraröryggi sem þeir þarfnast.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun