Er menningarslys yfirvofandi? Stefán Edelstein skrifar 25. febrúar 2011 06:00 Þeir sem láta sig menningarmál varða hafa vafalaust fylgst með umræðum um væntanlegan niðurskurð Reykjavíkurborgar til tónlistarskóla borgarinnar. Fjölmennur mótmælafundur fyrir utan Ráðhúsið 1. febrúar sl. vakti líka athygli í þessu sambandi. Tónlistarskólarnir í Reykjavík eru sjálfseignarstofnarnir eða einkaskólar . 18 tónlistarskólar í Reykjavík eru með þjónustusamninga við Reykjavíkurborg. Í þjónustusamningunum er skýrt kveðið á um hvaða þjónustu hver skóli veitir, bæði hvað varðar fjölda nemenda, fyrirkomulag kennslu og fleiri þætti. Skólarnir gefa borginni skýrslur um starfsemi sína, skila árlega endurskoðuðum reikningum og lúta eftirlitisvaldiborgarinnar á margskonar hátt. Tónlistarskólarnir í Reykjavík eru ekki steyptir í sama mót heldur er um að ræða breiða flóru þar sem hver skóli hefur sín sérkenni og áherslur. Námsframboðið í tónlistarskólum í Reykjavík er því gífurlega fjölbreytt. Það sem er sameignlegt með þeim öllum er hinsvegar sú staðreynd, að þeir starfa samkvæmt Aðalnámskrá tónlistarskóla og skv. greinanámskráa sem taka til söngnáms og náms á öll hljóðfæri. Allar námskrárnar hafa verið gefnar út af Menntamálaráðuneytinu. Prófin, þ.e. grunnpróf, miðpróf, og framhaldspróf í söng og hljóðfæragreinum sem og tónfræðagreinum eru nokkurn veginn stöðluð og samræmd á landsvísu. Utanaðkomandi prófdómarar á vegum Prófanefndar Tónlistarskólanna koma til að dæma árangur á þessum prófum. Á ofangreindri lýsingu sést, að hér er um vel skipulagt og skilvirkt nám í tónlistargreinum að ræða sem nær frá 3ja ára aldri upp í nám eldri nemenda sem eru á framhaldsstigi og háskólastigi. Að loknu framhaldsprófi fara þeir nemendur sem ætla sér í framhaldsnám í tónlist í hinar ýmsu tónlistardeildir í Listaháskóla Íslands eða þá beint í tónlistarháskóla erlendis. Uppbygging tónlistarnáms á Íslandi hefur verið markviss, undraverð og með afbrigðum góð og árangursrík. Hún hefur staðið yfir áratugum saman og á tónlistarskólakerfið íslenska er litið sem gæðakerfi sem löndin í kringum okkur líta á sem algera fyrirmynd. Hlutverk tónlistarskólanna ( á landsvísu en þó sérstaklega í Reykjavík þar sem mest er um að nemendur stundi framhaldsnám í tónlist ) hefur verið að leggja grunn að þeirri fjölbreyttu tónlistarmenningu og því fjölskrúðuga tónlistarlífi sem er eitt af aðalsmerkjum höfuðborgarinnar. Ég ætla ekki að telja upp þá mörg hundruð tónlistarviðburði sem haldnir eru árlega.Allt þetta eru staðreyndir sem hægt er að fletta upp.Kórónan er síðan Sinfóníuhljómsveit Íslands, en hróður hennar hefur borist víða um lönd. Utan höfuðborgarinnar er sú venja ríkjandi að tónlistarskólarnir eru reknir af sveitarfélaginu beint. Ítarleg tölfræðileg úttekt sem hefur verið gerð sýnir að nemendafjöldi í tónlistarskólum í sveitarfélögum utan Reykjavíkur er hlutfallslega mun meiri en í Reykjavík. Höfuðborgin stendur sig því verr í þessari þjónustu við borgarbúa en sveitarfélögin utan Reykjavíkur. Reykjavíkurborg hefur ekki byggt neina tónlistarskóla. Tónlistarskólarnir hafa þurft að byggja yfir starfssemi sína sjálfir, eða leigja húsnæði. Mikil fjárfesting hefur því fylgt starfsemi tónlistarskólanna í Reykjavík. Þá er ónefndur mikill kostnaður sem felst í hljóðfærum og alls kyns tólum og tækjum (bara einn sæmilegur notaður flygill kostar 4-6 milljónir). Nágrannasveitarfélögin Kópavogur, Garðabær og Hafnarfjörður hafa byggt glæsilegan sérhannaðan húsakost fyrir tónlistarskólana sína og verið er að byggja stórglæsilega aðstöðu fyrir tónlistarskólann í Reykjanesbæ. Í stuttu máli : Reykjavíkurborg hefur fengið þjónustu tónlistarskólanna sinna ókeypis og á silfurfati þar sem öll uppbygging þeirra hefur verið framkvæmd af einkaaðilum eða félögum. Hinsvegar hefur borgin greitt nánast allan launakostnað sem hefur veitt skólunum það rekstraröryggi sem þeir þarfnast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Sjá meira
Þeir sem láta sig menningarmál varða hafa vafalaust fylgst með umræðum um væntanlegan niðurskurð Reykjavíkurborgar til tónlistarskóla borgarinnar. Fjölmennur mótmælafundur fyrir utan Ráðhúsið 1. febrúar sl. vakti líka athygli í þessu sambandi. Tónlistarskólarnir í Reykjavík eru sjálfseignarstofnarnir eða einkaskólar . 18 tónlistarskólar í Reykjavík eru með þjónustusamninga við Reykjavíkurborg. Í þjónustusamningunum er skýrt kveðið á um hvaða þjónustu hver skóli veitir, bæði hvað varðar fjölda nemenda, fyrirkomulag kennslu og fleiri þætti. Skólarnir gefa borginni skýrslur um starfsemi sína, skila árlega endurskoðuðum reikningum og lúta eftirlitisvaldiborgarinnar á margskonar hátt. Tónlistarskólarnir í Reykjavík eru ekki steyptir í sama mót heldur er um að ræða breiða flóru þar sem hver skóli hefur sín sérkenni og áherslur. Námsframboðið í tónlistarskólum í Reykjavík er því gífurlega fjölbreytt. Það sem er sameignlegt með þeim öllum er hinsvegar sú staðreynd, að þeir starfa samkvæmt Aðalnámskrá tónlistarskóla og skv. greinanámskráa sem taka til söngnáms og náms á öll hljóðfæri. Allar námskrárnar hafa verið gefnar út af Menntamálaráðuneytinu. Prófin, þ.e. grunnpróf, miðpróf, og framhaldspróf í söng og hljóðfæragreinum sem og tónfræðagreinum eru nokkurn veginn stöðluð og samræmd á landsvísu. Utanaðkomandi prófdómarar á vegum Prófanefndar Tónlistarskólanna koma til að dæma árangur á þessum prófum. Á ofangreindri lýsingu sést, að hér er um vel skipulagt og skilvirkt nám í tónlistargreinum að ræða sem nær frá 3ja ára aldri upp í nám eldri nemenda sem eru á framhaldsstigi og háskólastigi. Að loknu framhaldsprófi fara þeir nemendur sem ætla sér í framhaldsnám í tónlist í hinar ýmsu tónlistardeildir í Listaháskóla Íslands eða þá beint í tónlistarháskóla erlendis. Uppbygging tónlistarnáms á Íslandi hefur verið markviss, undraverð og með afbrigðum góð og árangursrík. Hún hefur staðið yfir áratugum saman og á tónlistarskólakerfið íslenska er litið sem gæðakerfi sem löndin í kringum okkur líta á sem algera fyrirmynd. Hlutverk tónlistarskólanna ( á landsvísu en þó sérstaklega í Reykjavík þar sem mest er um að nemendur stundi framhaldsnám í tónlist ) hefur verið að leggja grunn að þeirri fjölbreyttu tónlistarmenningu og því fjölskrúðuga tónlistarlífi sem er eitt af aðalsmerkjum höfuðborgarinnar. Ég ætla ekki að telja upp þá mörg hundruð tónlistarviðburði sem haldnir eru árlega.Allt þetta eru staðreyndir sem hægt er að fletta upp.Kórónan er síðan Sinfóníuhljómsveit Íslands, en hróður hennar hefur borist víða um lönd. Utan höfuðborgarinnar er sú venja ríkjandi að tónlistarskólarnir eru reknir af sveitarfélaginu beint. Ítarleg tölfræðileg úttekt sem hefur verið gerð sýnir að nemendafjöldi í tónlistarskólum í sveitarfélögum utan Reykjavíkur er hlutfallslega mun meiri en í Reykjavík. Höfuðborgin stendur sig því verr í þessari þjónustu við borgarbúa en sveitarfélögin utan Reykjavíkur. Reykjavíkurborg hefur ekki byggt neina tónlistarskóla. Tónlistarskólarnir hafa þurft að byggja yfir starfssemi sína sjálfir, eða leigja húsnæði. Mikil fjárfesting hefur því fylgt starfsemi tónlistarskólanna í Reykjavík. Þá er ónefndur mikill kostnaður sem felst í hljóðfærum og alls kyns tólum og tækjum (bara einn sæmilegur notaður flygill kostar 4-6 milljónir). Nágrannasveitarfélögin Kópavogur, Garðabær og Hafnarfjörður hafa byggt glæsilegan sérhannaðan húsakost fyrir tónlistarskólana sína og verið er að byggja stórglæsilega aðstöðu fyrir tónlistarskólann í Reykjanesbæ. Í stuttu máli : Reykjavíkurborg hefur fengið þjónustu tónlistarskólanna sinna ókeypis og á silfurfati þar sem öll uppbygging þeirra hefur verið framkvæmd af einkaaðilum eða félögum. Hinsvegar hefur borgin greitt nánast allan launakostnað sem hefur veitt skólunum það rekstraröryggi sem þeir þarfnast.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun