Fá börn komast í sérhannaða meðferð Erla Hlynsdóttir skrifar 18. febrúar 2011 11:06 Að verða vitni að ofbeldi getur haft gríðarlegar og langvarandi afleiðingar á börn Sviðsett mynd úr safni Fæst börn sem búa við ofbeldi gegn móður og dvejast í Kvennaathvarfinu, uppfylla skilyrði til að fá að taka þátt í nýrri hópmeðferð á vegum Barnaverndarstofu. Miklar vonir voru bundnar við þetta úrræði fyrir börn sem búa við ofbeldi en það hefur ekki gengið eftir. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnaheilla á félagslegum stuðningi og úrræðum fyrir börn sem eru vitni að heimilisofbeldi. Þau skilyrði sem þarf að uppfylla til að fá að taka þátt í meðferðinni eru að börnin tali íslensku, að þau séu eldri en fimm ára og að þaú búi ekki lengur á hemili þar sem ofbeldi á sér stað. Að sögn framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins uppfylla fæst börnin öll þessi skilyrði. Algengt er að börn komi og dveli í Kvennaathvarfinu með mæðrum sínum. Athvarfið tilkynnir til barnaverndar um mál er varða börn sem búa við ofbeldi gegn móður. Þar með er litið svo á að sksyldu um stuðning við börn hafi verið framfylgt, þar er athvarfið hefur engin önnur úrræði fyrir börnin.Aðeins nokkrum börnum vísað í meðferðina Miklar vonir voru bundnar við hópmeðferðarúrræði á vegum Barnaverndarstofu og var Kvennaathvarfinu veitt sérstök heimild til að vísa börnum beint þangað, án milligöngu barnaverndaryfirvalda. Það fyrirkomulag hefur hins vegar ekki virkað sem skyldi því athvarfið hefur aðeins getað vísað nokkrum börnum í meðferðina. „Aðal þjónustan sem við sjáum að þessar fjölskyldur fá er hin almenna félagsþjónusta í sambandi við húsnæði eða fjárhagsaðstoð eða þess háttar. Við sjáum svo sem ekki mikið þar fyrir utan. Það er náttúrulega til þetta úrræði fyrir börn sem bjuggu við ofbeldi, sem Barnaverndarstofa setti á laggirnar, sem er rosalega flott, en hefur svo sem ekki nýst mörgum börnum hingað til," er haft eftir framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins í skýrslu Barnaheilla.Fara aftur heim í fjárhagslegt öryggi Samkvæmt tölum úr athvarfinu fer um helmingur kvenna aftur heim í sömu aðstæður að dvölinni lokinni. Samkvæmt starfskonu Kvennaathvarfsins virðist ekki líklegra að konur yfirgefi ofbeldismann barnanna vegna heldur geti hið gagnstæða átt við. „Við sjáum ekkert síður að konur með börn fari aftur heim heldur en barnlausu konurnar. Börnin eru þá ekki endilega fyrirstaða ... og jafnvel gefa sumar þær skýringar að þær fari heim aftur til ofbeldismannsins af því þær geti ekki boðið börnunum mannsæmandi líf án fjárhagslegs öryggis sem þau hafa heima," segir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Sjá meira
Fæst börn sem búa við ofbeldi gegn móður og dvejast í Kvennaathvarfinu, uppfylla skilyrði til að fá að taka þátt í nýrri hópmeðferð á vegum Barnaverndarstofu. Miklar vonir voru bundnar við þetta úrræði fyrir börn sem búa við ofbeldi en það hefur ekki gengið eftir. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnaheilla á félagslegum stuðningi og úrræðum fyrir börn sem eru vitni að heimilisofbeldi. Þau skilyrði sem þarf að uppfylla til að fá að taka þátt í meðferðinni eru að börnin tali íslensku, að þau séu eldri en fimm ára og að þaú búi ekki lengur á hemili þar sem ofbeldi á sér stað. Að sögn framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins uppfylla fæst börnin öll þessi skilyrði. Algengt er að börn komi og dveli í Kvennaathvarfinu með mæðrum sínum. Athvarfið tilkynnir til barnaverndar um mál er varða börn sem búa við ofbeldi gegn móður. Þar með er litið svo á að sksyldu um stuðning við börn hafi verið framfylgt, þar er athvarfið hefur engin önnur úrræði fyrir börnin.Aðeins nokkrum börnum vísað í meðferðina Miklar vonir voru bundnar við hópmeðferðarúrræði á vegum Barnaverndarstofu og var Kvennaathvarfinu veitt sérstök heimild til að vísa börnum beint þangað, án milligöngu barnaverndaryfirvalda. Það fyrirkomulag hefur hins vegar ekki virkað sem skyldi því athvarfið hefur aðeins getað vísað nokkrum börnum í meðferðina. „Aðal þjónustan sem við sjáum að þessar fjölskyldur fá er hin almenna félagsþjónusta í sambandi við húsnæði eða fjárhagsaðstoð eða þess háttar. Við sjáum svo sem ekki mikið þar fyrir utan. Það er náttúrulega til þetta úrræði fyrir börn sem bjuggu við ofbeldi, sem Barnaverndarstofa setti á laggirnar, sem er rosalega flott, en hefur svo sem ekki nýst mörgum börnum hingað til," er haft eftir framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins í skýrslu Barnaheilla.Fara aftur heim í fjárhagslegt öryggi Samkvæmt tölum úr athvarfinu fer um helmingur kvenna aftur heim í sömu aðstæður að dvölinni lokinni. Samkvæmt starfskonu Kvennaathvarfsins virðist ekki líklegra að konur yfirgefi ofbeldismann barnanna vegna heldur geti hið gagnstæða átt við. „Við sjáum ekkert síður að konur með börn fari aftur heim heldur en barnlausu konurnar. Börnin eru þá ekki endilega fyrirstaða ... og jafnvel gefa sumar þær skýringar að þær fari heim aftur til ofbeldismannsins af því þær geti ekki boðið börnunum mannsæmandi líf án fjárhagslegs öryggis sem þau hafa heima," segir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins.
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Sjá meira