Innlent

Helmingur ökumanna í Skeiðarvogi yfir hámarkshraða

Brot 162 ökumanna voru mynduð í Skeiðarvogi í Reykjavík í gær.

Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Skeiðarvog í suðurátt, austan gatnamóta við Sólheima. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 314 ökutæki þessa akstursleið og því ók meirihluti ökumanna, eða 52%, of hratt eða yfir afskiptahraða.

Meðalhraði hinna brotlegu var 44 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði. Nítján óku á 50 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 59.

Eftirlit lögreglunnar var tilkomið vegna ábendinga um hraðakstur en við Skeiðarvog eru bæði Vogaskóli og Menntaskólinn við Sund. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×