Innlent

Auglýst eftir dómurum við Hæstarétt

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra.
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra.
Innanríkisráðuneytið hefur auglýst laus til umsóknar þrjú embætti dómara við Hæstarétt Íslands í samræmi við lög sett í fyrra þar sem meðal annars er veitt heimild til að fjölga dómurum tímabundið um þrjá. Þannig verði dómarar við Hæstarétt tólf talsins til að bregðast við því aukna álagi sem orðið hefur hjá dómstólum.

Umsóknirnar sem þurfa að berast eigi síðar en 14. mars verða sendar dómnefnd sem fjallar um hæfni umsækjenda um dómaraembætti og verður skipað í embættin hið fyrsta eftir að nefndin hefur skilað mati sínu.

Hörð gagnrýni hefur komið fram á þá ákvörðun kjararáðs að hækka laun dómara tímabundið um 100 þúsund krónur vegna þess aukna álags sem ráð er fyrir gert að verði á dómstólunum næstu árin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×