Innlent

Ný íslensk vefverðlaun kynnt til sögunnar

Markmið sýningarinnar er að kynna nýjungar, þjónustu og möguleika sem eru í boði á íslenskum netmarkaði.
Markmið sýningarinnar er að kynna nýjungar, þjónustu og möguleika sem eru í boði á íslenskum netmarkaði.
Farsímavefur Vísis er meðal þeirra vefja sem eru tilnefndir til Nexpo vefverðlaunanna,  nýrra verðlauna sem verða veitt í fyrsta skipti á sýningunni Netið Expo í mars.

Sýningin er nú haldin annað árið í röð. Markmið hennar er að kynna nýjungar, þjónustu og möguleika sem eru í boði á íslenskum netmarkaði. Fjölmörg fyrirtæki munu kynna sína þjónustu, allt frá farsíma- og netlausnum, vefsíðum og hönnun til upplýsingaveita og viðskipta. Hún verður í samstarfi við Reykjavík International Marketing Conference RIMC og fer fram í Vetrargarðinum í Smáralind dagana 11. til 13. mars.

Dómnefnd valdi í úrslit í þeim níu flokkum sem keppt er um en einnig verða veitt heiðursverðlaun fyrir frábært framlag til vefmála á Íslandi.

Tilnefningar til Nexpo verðlaunanna, hægt er að kjósa á síðunni Netidexpo.is:

Áhrifamesta fyrirtækið á samskiptamiðli

• Sambíó

• Nova

• Síminn

• Ring

• Grímur Kokkur

Farsímaforrit ársins

• Já.is

• Meniga

• Leggja.is

• Locatify

• Tónlist.is

Farsímavefur ársins

• Pressan.is

• Mbl.is

• L.is

• Vísir.is

• Síminn.is

Forrit ársins

• Tónlist.is

• Grapewire

• Meniga

• Leggja.is

• Vaktarinn

Fyrirtækjavefur ársins – Lítið fyrirtæki (-50)

• Thor Data center

• Gítargrip.is

• Stjörnufræðivefurinn

• Iceland Naturally

• Leggja.is

Fyrirtækjavefur ársins – Stórt fyrirtæki (+50)

• Stöð 2

• Icelandair

• Legends Valhalla

• Ring

• Íslandsbanki

Herferð ársins

• Allir vinna

• Tm styrkir kvennaknattspyrnu

• Iceland Wants to Be Your Friend

• Dohop

• Euroshopper energy drink

• Ring á Iceland Airwaves

Leikur ársins

• Vikings of Thule

• Audio Puzzle

• Peter und Vlad

• Symbol6 Redux

• Freak Fiesta

Nýliði ársins

• Meniga

• Transmit

• Búngaló

• DataMarket

• Filma.is

Síðasti dagur til að kjósa er 11.mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×