Femínistar leggjast gegn því að staðgöngumæðrun verði heimiluð 18. febrúar 2011 16:31 Femínistafélag Íslands leggst gegn því að staðgöngumæðrun verði heimiluð á Íslandi, hvort sem er í hagnaðarskyni eða velgjörðarskyni. Í ályktun kemur fram að félagið telji hættulegt að ganga út frá því að barneignir séu álitin sjálfsögð réttindi og að litið sé á að konur, og æxlunarfæri þeirra, sem verkfæri í þeim tilgangi að tryggja öðrum þessi réttindi. „Félagið hvetur jafnframt heilbrigðisnefnd Alþingis, og Alþingi í heild sinni, til að hlýða á þá sérfræðinga sem vara við því að gera staðgöngumæðrun leyfilega. Í janúar 2009 skipaði þáverandi heilbrigðisráðherra starfshóp til að fara yfir álitaefni tengd staðgöngumæðrun. Þessi hópur skilaði áfangaskýrslu þar sem hann lagðist gegn því að staðgöngumæðrun yrði heimiluð að svo stöddu.“Varað við bindandi samkomulagi Þá varar félagið jafnframt við því fyrirkomulagi á staðgöngumæðrun sem lagt er til í núverandi þingsályktunartillögu, en hún kveður á um að verðandi staðgöngumæður og verðandi foreldrar verði skyldug til að gera með sér bindandi samkomulag. „Bindandi samningur getur falið í sér kúgun og með þessu móti er gengið mun lengra en í flestum öðrum löndum sem heimila staðgöngumæðrun. Ljóst er að staðgöngumæður eru í mjög viðkvæmri stöðu og velferð þeirra og barnsins verður ávallt að vera í fyrirrúmi. Ef leyfa á staðgöngumæðrun er mikilvægt er að staðgöngumóðirinn ráði yfir líkama sínum, taki sjálf allar ákvarðanir sem lúta að honum og meðgöngunni og hafi á öllum stigum rétt til að draga til baka samþykki sitt fyrir því að láta barnið af hendi við fæðingu.“ „Almenn sátt virðist ríkja um að ekki sé æskilegt að leyfa staðgöngumæðrun í hagnaðarskyni. En hvernig á að tryggja bann við staðgöngumæðrun í hagnaðarskyni ef staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni er leyfð? Hvar liggja mörkin og hvernær breytist velgjörðarskyn í hagnaðarsjónarmið? Eins og kemur fram í lokaáliti vinnuhópsins hefur reynsla annarra þjóða sýnt að erfitt er að koma í veg fyrir að slíkar aðstæður skapist. Til að mynda má spyrja sig hvort greiða eigi staðgöngumóður fyrir vinnutap, lækniskostnað og jafnvel uppbyggjandi líkamsrækt á meðgöngutíma? Hvernig er jafnframt hægt að koma í veg fyrir hverskonar kúgun eða þvingun? Í lokaáliti vinnuhópsins eru öll þessi atriði talin upp. Auk þess kemur orðrétt fram að „helstu rök gegn staðgöngumæðrun eru að hætta sé að litið sé á staðgöngumóðurina sem hýsil utan um barn (konan "smættuð í æxlunarfæri")". Þrátt fyrir þetta er í þingsályktunartillögunni lögð áhersla á hröð vinnubrögð og að frumvarpið skuli lagt fram eins fljótt og mögulegt er. Þetta finnst Femínistafélaginu mjög alvarlegt og óábyrgt. Þrátt fyrir að skapast hafi þrýstingur á Alþingi á að koma málinu í gegn á sem skemmstum tíma eru málefni sem varða staðgöngumæðrun flókin og viðkvæm.“ Hröð afgreiðsla og fljótfærnisleg vinnubrögð í þessum málun eru ekki ásættanleg segir að lokum auk þess sem félagið telur þann tímaramma sem ætlaður er fyrir vinnslu á mögulegu frumvarpi óraunhæfan með tilliti til allra þeirra spurninga sem enn er ósvarað. „Slík vinna tekur ekki vikur eða mánuði heldur hleypur hún á árum.“ Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
Femínistafélag Íslands leggst gegn því að staðgöngumæðrun verði heimiluð á Íslandi, hvort sem er í hagnaðarskyni eða velgjörðarskyni. Í ályktun kemur fram að félagið telji hættulegt að ganga út frá því að barneignir séu álitin sjálfsögð réttindi og að litið sé á að konur, og æxlunarfæri þeirra, sem verkfæri í þeim tilgangi að tryggja öðrum þessi réttindi. „Félagið hvetur jafnframt heilbrigðisnefnd Alþingis, og Alþingi í heild sinni, til að hlýða á þá sérfræðinga sem vara við því að gera staðgöngumæðrun leyfilega. Í janúar 2009 skipaði þáverandi heilbrigðisráðherra starfshóp til að fara yfir álitaefni tengd staðgöngumæðrun. Þessi hópur skilaði áfangaskýrslu þar sem hann lagðist gegn því að staðgöngumæðrun yrði heimiluð að svo stöddu.“Varað við bindandi samkomulagi Þá varar félagið jafnframt við því fyrirkomulagi á staðgöngumæðrun sem lagt er til í núverandi þingsályktunartillögu, en hún kveður á um að verðandi staðgöngumæður og verðandi foreldrar verði skyldug til að gera með sér bindandi samkomulag. „Bindandi samningur getur falið í sér kúgun og með þessu móti er gengið mun lengra en í flestum öðrum löndum sem heimila staðgöngumæðrun. Ljóst er að staðgöngumæður eru í mjög viðkvæmri stöðu og velferð þeirra og barnsins verður ávallt að vera í fyrirrúmi. Ef leyfa á staðgöngumæðrun er mikilvægt er að staðgöngumóðirinn ráði yfir líkama sínum, taki sjálf allar ákvarðanir sem lúta að honum og meðgöngunni og hafi á öllum stigum rétt til að draga til baka samþykki sitt fyrir því að láta barnið af hendi við fæðingu.“ „Almenn sátt virðist ríkja um að ekki sé æskilegt að leyfa staðgöngumæðrun í hagnaðarskyni. En hvernig á að tryggja bann við staðgöngumæðrun í hagnaðarskyni ef staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni er leyfð? Hvar liggja mörkin og hvernær breytist velgjörðarskyn í hagnaðarsjónarmið? Eins og kemur fram í lokaáliti vinnuhópsins hefur reynsla annarra þjóða sýnt að erfitt er að koma í veg fyrir að slíkar aðstæður skapist. Til að mynda má spyrja sig hvort greiða eigi staðgöngumóður fyrir vinnutap, lækniskostnað og jafnvel uppbyggjandi líkamsrækt á meðgöngutíma? Hvernig er jafnframt hægt að koma í veg fyrir hverskonar kúgun eða þvingun? Í lokaáliti vinnuhópsins eru öll þessi atriði talin upp. Auk þess kemur orðrétt fram að „helstu rök gegn staðgöngumæðrun eru að hætta sé að litið sé á staðgöngumóðurina sem hýsil utan um barn (konan "smættuð í æxlunarfæri")". Þrátt fyrir þetta er í þingsályktunartillögunni lögð áhersla á hröð vinnubrögð og að frumvarpið skuli lagt fram eins fljótt og mögulegt er. Þetta finnst Femínistafélaginu mjög alvarlegt og óábyrgt. Þrátt fyrir að skapast hafi þrýstingur á Alþingi á að koma málinu í gegn á sem skemmstum tíma eru málefni sem varða staðgöngumæðrun flókin og viðkvæm.“ Hröð afgreiðsla og fljótfærnisleg vinnubrögð í þessum málun eru ekki ásættanleg segir að lokum auk þess sem félagið telur þann tímaramma sem ætlaður er fyrir vinnslu á mögulegu frumvarpi óraunhæfan með tilliti til allra þeirra spurninga sem enn er ósvarað. „Slík vinna tekur ekki vikur eða mánuði heldur hleypur hún á árum.“
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira