Þúsundir manna á Háskóladeginum SJS skrifar 19. febrúar 2011 18:05 Hin árlega HR áskorun vakti mikla lukku. Mynd/ HR. Haldið var upp á Háskóladaginn í dag og fjöldi fólks á öllum aldri nýtti tækfærið og kynnti sér starfsemi og námsframboð í íslenskum háskólum. Háskólinn í Reykjavík tók á móti gestum í húsakynnum sínum við Nauthólsvík, en það er í fyrsta sinn sem HR heldur upp á Háskóladaginn á eigin spýtur og í eigin húsnæði . Jóhann Hlíðar Harðarson, forstöðumaður almannatengsla við HR, var að vonum ánægður með afrakstur dagsins og sagði daginn hafi gengið vonum framar og að aldrei áður hafi tekist eins vel til og nú. Þúsundir manna sóttu HR-inga heim og kynntu sér starfsemina og tóku þátt í ýmsum viðburðum á vegum starfsmanna og nemenda skólans. Rannsóknarstofur skólans voru opnar gestum og gafst fólki tækifæri á að kynna sér rannsóknir sem fara fram við skólann og prófa alls kyns tól og tæki sem reyndist vera einn af vinsælli dagskrárliðum dagsins. Hin árlega HR-áskorun vakti þá mikla lukku meðal gesta, en um er að ræða hönnunarkeppni sem er opin þeim sem ekki hafa lokið háskólanámi né stunda háskólanám. Að þessu sinni fólst áskorunin í því að hanna og smíða gosþjón til að hella gosi úr flösku á tilsettum tíma. Vélin átti að vera í anda teiknimyndahöfundarins Rube Goldberg, en dæmi um slíka vél má sjá á myndbandi frá hljómsveitinni OK Go. Það voru þeir Ásgeir Valfells úr MH og Hjörvar Logi Ingvarsson úr MR sem báru sigur úr býtum og hlutu þeir vegleg peningaverðlaun auk þess að fá niðurfelld skólagjöld á fyrstu önn, kjósi þeir að sækja nám við skólann. Háskóli Íslands var með opið hús í eigin húsakynnum. Háskólinn á Bifröst tók á móti fólki í Norræna húsinu og í Ráðhúsi Reykjavíkur var opið hús á vegum Háskólans á Akureyri, Háskólans á Hólum, Landbúnaðarháskóla Íslands, Listaháskóla Íslands og norrænna háskóla. Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Sjá meira
Haldið var upp á Háskóladaginn í dag og fjöldi fólks á öllum aldri nýtti tækfærið og kynnti sér starfsemi og námsframboð í íslenskum háskólum. Háskólinn í Reykjavík tók á móti gestum í húsakynnum sínum við Nauthólsvík, en það er í fyrsta sinn sem HR heldur upp á Háskóladaginn á eigin spýtur og í eigin húsnæði . Jóhann Hlíðar Harðarson, forstöðumaður almannatengsla við HR, var að vonum ánægður með afrakstur dagsins og sagði daginn hafi gengið vonum framar og að aldrei áður hafi tekist eins vel til og nú. Þúsundir manna sóttu HR-inga heim og kynntu sér starfsemina og tóku þátt í ýmsum viðburðum á vegum starfsmanna og nemenda skólans. Rannsóknarstofur skólans voru opnar gestum og gafst fólki tækifæri á að kynna sér rannsóknir sem fara fram við skólann og prófa alls kyns tól og tæki sem reyndist vera einn af vinsælli dagskrárliðum dagsins. Hin árlega HR-áskorun vakti þá mikla lukku meðal gesta, en um er að ræða hönnunarkeppni sem er opin þeim sem ekki hafa lokið háskólanámi né stunda háskólanám. Að þessu sinni fólst áskorunin í því að hanna og smíða gosþjón til að hella gosi úr flösku á tilsettum tíma. Vélin átti að vera í anda teiknimyndahöfundarins Rube Goldberg, en dæmi um slíka vél má sjá á myndbandi frá hljómsveitinni OK Go. Það voru þeir Ásgeir Valfells úr MH og Hjörvar Logi Ingvarsson úr MR sem báru sigur úr býtum og hlutu þeir vegleg peningaverðlaun auk þess að fá niðurfelld skólagjöld á fyrstu önn, kjósi þeir að sækja nám við skólann. Háskóli Íslands var með opið hús í eigin húsakynnum. Háskólinn á Bifröst tók á móti fólki í Norræna húsinu og í Ráðhúsi Reykjavíkur var opið hús á vegum Háskólans á Akureyri, Háskólans á Hólum, Landbúnaðarháskóla Íslands, Listaháskóla Íslands og norrænna háskóla.
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Sjá meira