Arnar Gunnarsson mun þjálfa meistaraflokk karla og 2.flokk karla hjá Selfossi næstu tvö árin en liðið féll úr N1 deildinni síðasta vetur. Arnar tekur við af Sebastian Alexanderssyni sem hefur verið með liðið undanfarin ár.
Arnar Gunnarsson er íþróttafræðingur og kennari og hann hefur verið þjálfari í yngri flokkum félagsins í mörg ár. Arnar hefur einnig verið við þjálfun í Handknattleiksakademíu FSU og á því mikinn þátt í uppkomu yngri leikmanna hjá félaginu.
„Selfoss er með marga sterka og efnilega handknattleiksmenn og hafa margir þeirra komið upp í meistaraflokk í gegnum Handknattleiksakademíu FSU. Núverandi leikmenn hafa leikið í yngri flokkum félagssins og staðið sig með eindæmum vel og eru nú að framlengja samninga við UMFS.
Við erum afar stolt af því að hafa svo marga frábæra handknattleiksmenn í okkar röðum og því horfum við björtum augum til framtíðar. Selfoss ætlar sér stóra hluti á komandi leiktimabili og stefnan er að fara beint upp í úrvaldsdeild á komandi leiktimabili. Reynt verður að styrkja liðið enn betur fyrir komandi leiktíð," segir í Fréttatilkynningu frá Handknattsleiksdeild Selfoss.
Arnar tekur við af Sebastian á Selfossi
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Sveindísi var enginn greiði gerður
Fótbolti



Landsliðskonurnar neita að æfa
Fótbolti


Aron ráðinn til FH
Handbolti

