Vettel í kjörstöðu fyrir titilslag í dag 28. ágúst 2011 10:02 Sebastian Vettel fagnar besta tíma í tímatökunni á Spa brautinni í gær. AP mynd: Frank Augstein Sebastian Vettel á Red Bull er fremstur á ráslínu í belgíska Formúlu 1 kappakstrinum sem fer fram á Spa brautinni í dag. Vettel er í níunda skipti á árinu fremstur á ráslínu. En Vettel hefur ekki unnið þrjú síðustu mót, en hefur samt sem áður gott forskot í stigamóti ökumanna, eftir sex sigra í ellefu mótum. Vettel er með 234 stig í stigamóti ökumanna, Mark Webber hjá Red Bull 149, Lewis Hamilton 146, en hann ekur með McLaren, Fernando Alonso hjá Ferrari 145 og Jenson Button hjá McLaren 134. Í stigamóti bílsmiða er Red Bull með 383 stig, McLaren 280 og Ferrari 215 Hamilton er annar á ráslínu á eftir Vettel á Spa brautinni í dag, en Webber þriðji. Alonso náði aðeins áttunda besta tíma í tímatökunni og Jenson Button þrettánda besta tíma, eftir misskilning milli hans og keppnisliðsins í annarri umferð tímatökunnar. „Þetta er eitt af þeim mótum þar sem allt getur gerst, frá upphafi til enda. Við sjáum hvað setur. Besta spáin er að horfa upp til lofts og sjá hvað er að gerast. En það eru líkur á að það verði þurrt. ", sagði Vettel á fréttamannfundi eftir tímatökuna í gær. Hann telur að Red Bull liðið hafi fundið góða uppsetningu fyrir þurra braut, en rignt hefur á öllum æfingum og í tímatökunni í gær, en oft er sagt að allra veðra sé von á Spa brautinni. Hamilton ætlar að veita keppinautum sínum harða keppni. „Hvað sem gerist, þú mun ég keppa af eins miklu kappi og ég get. Ég er mættur með traustan grunn í veganesti og tel að við séum með hraðann til að keppa við alla", sagði Hamilton í frétt á autosport.com. Í stigakeppni bílsmiða er Red Bull með 383 stig, McLaren 280 og Ferrari 215. Samkvæmt veðurspá á autosport.com er möguleiki á regnskúrum í dag. Mótið á Spa brautinni er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 11.30 og er mótið sýnt í opinni dagskrá. Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Sebastian Vettel á Red Bull er fremstur á ráslínu í belgíska Formúlu 1 kappakstrinum sem fer fram á Spa brautinni í dag. Vettel er í níunda skipti á árinu fremstur á ráslínu. En Vettel hefur ekki unnið þrjú síðustu mót, en hefur samt sem áður gott forskot í stigamóti ökumanna, eftir sex sigra í ellefu mótum. Vettel er með 234 stig í stigamóti ökumanna, Mark Webber hjá Red Bull 149, Lewis Hamilton 146, en hann ekur með McLaren, Fernando Alonso hjá Ferrari 145 og Jenson Button hjá McLaren 134. Í stigamóti bílsmiða er Red Bull með 383 stig, McLaren 280 og Ferrari 215 Hamilton er annar á ráslínu á eftir Vettel á Spa brautinni í dag, en Webber þriðji. Alonso náði aðeins áttunda besta tíma í tímatökunni og Jenson Button þrettánda besta tíma, eftir misskilning milli hans og keppnisliðsins í annarri umferð tímatökunnar. „Þetta er eitt af þeim mótum þar sem allt getur gerst, frá upphafi til enda. Við sjáum hvað setur. Besta spáin er að horfa upp til lofts og sjá hvað er að gerast. En það eru líkur á að það verði þurrt. ", sagði Vettel á fréttamannfundi eftir tímatökuna í gær. Hann telur að Red Bull liðið hafi fundið góða uppsetningu fyrir þurra braut, en rignt hefur á öllum æfingum og í tímatökunni í gær, en oft er sagt að allra veðra sé von á Spa brautinni. Hamilton ætlar að veita keppinautum sínum harða keppni. „Hvað sem gerist, þú mun ég keppa af eins miklu kappi og ég get. Ég er mættur með traustan grunn í veganesti og tel að við séum með hraðann til að keppa við alla", sagði Hamilton í frétt á autosport.com. Í stigakeppni bílsmiða er Red Bull með 383 stig, McLaren 280 og Ferrari 215. Samkvæmt veðurspá á autosport.com er möguleiki á regnskúrum í dag. Mótið á Spa brautinni er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 11.30 og er mótið sýnt í opinni dagskrá.
Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira