Hvernig heilbrigðisþjónustu vilja Íslendingar? Helga Bragadóttir skrifar 25. janúar 2011 06:00 Skyldu ráðamenn þjóðarinnar og almenningur gera sér grein fyrir því að skertar fjárveitingar bitna á gæðum náms, sem aftur leiðir til þess að nemendur eru ekki eins vel í stakk búnir að takast á við framtíðarverkefnin s.s. að veita gæða heilbrigðisþjónustu? Eins og fram kemur í grein Friðriks Más Baldurssonar í Fréttablaðinu 11. jan. sl. er það útbreiddur misskilningur að miklu fé sé varið til háskólamenntunar á Íslandi og að menntunarstig sé hátt hér á landi. Þvert á móti er líklega allt of litlu fé varið í það skólastig og útkoman eftir því hvað fjölda háskólamenntaðra varðar. Gögnin sem upplýsingarnar sem Friðrik Már vísar í eru frá 2008 þegar góðæri ríkti megnið af árinu. Nú er öldin önnur, fjárveitingar til menntamála skornar grimmt niður þrátt fyrir aðvaranir reyndra þjóða í efnahagskreppum og því má vænta enn lakari útkomu fyrir Ísland í næstu skýrslum. Því er það grundvallarspurning hvort menn séu reiðubúnir að lifa við það að heilbrigðisstarfsmenn framtíðarinnar verði ekki eins færir í sínum störfum og nú er og þjónustan lakari? Sem gæti fært okkur aftur um áratugi með fjölgun ungbarnadauða, verri lífslíkum og alvarleg heilbrigðisvandamál sem við teljum okkur svo vel hafa unnið á síðustu áratugina. Hvernig heilbrigðisþjónustu viljum við að börnin okkar og barnabörn njóti? Þetta eru grundvallar spurningar sem ég spyr ráðamenn þjóðarinnar og almenning allan. Stjórnendur í hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands standa frammi fyrir miklum vanda í sínum störfum. Ekki einungis hefur hjúkrunarfræðinám mátt þola ranga fjárveitingu frá upphafi, heldur er nú eins og víða annars staðar gerð krafa um mikinn niðurskurð sem okkur í hjúkrunarfræðideild er ómögulegt að mæta nema með verulega skertri þjónustu við nemendur. Hjúkrun er klínískt fag líkt og önnur heilbrigðisvísindafög s.s. læknisfræði sem þýðir að þjálfun og kennsla í hjúkrunarfræði verður að vera bæði fræðileg og verkleg. Hér á landi eru gerðar miklar kröfur til þeirra sem veita heilbrigðisþjónustu og hafa þeir sem kenna á þeim sviðum lagt metnað sinn í að undirbúa nemendur sína sem best til að mæta þessum kröfum í samfélaginu. Árangur heilbrigðisþjónustu á Íslandi er talinn mjög góður á heimsvísu og hafa aðrar þjóðir viljað læra af okkur. Þetta höfum við í hjúkrunarfræðideild orðið áþreifanlega vör við. Á hverju ári hafa við okkur samband og heimsækja okkur erlendir aðilar sem leita ráða um það hvernig þeir geti byggt upp öflugt hjúkrunarfræðinám svo að veita megi gæða heilbrigðisþjónustu í þeirra heimalöndum. Erlendum háskólum hefur verið bent á hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands af eftirlitsaðilum þegar krafa hefur verið gerð til skólanna um að bæta nám sitt. Af þessu hafa hjúkrunarfræðideild og íslenskir hjúkrunarfræðingar almennt verið afar stolt. En ef heldur fram sem horfir má vænta breytinga í þessum efnum. Fjársvelti til Háskóla Íslands og röng úthlutun fjár til hjúkrunarfræðináms leiða nú þegar til skertrar þjónustu við nemendur. Kennsla og leiðsögn hefur þegar verið og mun enn verða skert miðað við þær fjárveitingar sem boðaðar eru, sem hlýtur á endanum að leiða til slakari gæða heilbrigðisþjónustunnar. Hjúkrunarfræðingar eru stærsta heilbrigðisstéttin. Enginn Íslendingur fer í gegnum lífið án þess að eiga nokkrum sinnum eða oft samskipti við hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunarfræði snertir allt líf manns. E.t.v. hugsum við ekki um þetta svona dags daglega en allt frá vöggu til grafar koma hjúkrunarfræðingar við sögu, í ungbarnaeftirliti, í skólahjúkrun, á heilsugæslunni, á sjúkrahúsum, í heimahjúkrun, á hjúkrunarheimilum. Góð menntun hjúkrunarfræðinga er einn af hornsteinum gæða heilbrigðiskerfis. Eru ráðamenn og almenningur reiðubúnir að horfa fram á afturför í menntun og þjónustu hjúkrunarfræðinga? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Skyldu ráðamenn þjóðarinnar og almenningur gera sér grein fyrir því að skertar fjárveitingar bitna á gæðum náms, sem aftur leiðir til þess að nemendur eru ekki eins vel í stakk búnir að takast á við framtíðarverkefnin s.s. að veita gæða heilbrigðisþjónustu? Eins og fram kemur í grein Friðriks Más Baldurssonar í Fréttablaðinu 11. jan. sl. er það útbreiddur misskilningur að miklu fé sé varið til háskólamenntunar á Íslandi og að menntunarstig sé hátt hér á landi. Þvert á móti er líklega allt of litlu fé varið í það skólastig og útkoman eftir því hvað fjölda háskólamenntaðra varðar. Gögnin sem upplýsingarnar sem Friðrik Már vísar í eru frá 2008 þegar góðæri ríkti megnið af árinu. Nú er öldin önnur, fjárveitingar til menntamála skornar grimmt niður þrátt fyrir aðvaranir reyndra þjóða í efnahagskreppum og því má vænta enn lakari útkomu fyrir Ísland í næstu skýrslum. Því er það grundvallarspurning hvort menn séu reiðubúnir að lifa við það að heilbrigðisstarfsmenn framtíðarinnar verði ekki eins færir í sínum störfum og nú er og þjónustan lakari? Sem gæti fært okkur aftur um áratugi með fjölgun ungbarnadauða, verri lífslíkum og alvarleg heilbrigðisvandamál sem við teljum okkur svo vel hafa unnið á síðustu áratugina. Hvernig heilbrigðisþjónustu viljum við að börnin okkar og barnabörn njóti? Þetta eru grundvallar spurningar sem ég spyr ráðamenn þjóðarinnar og almenning allan. Stjórnendur í hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands standa frammi fyrir miklum vanda í sínum störfum. Ekki einungis hefur hjúkrunarfræðinám mátt þola ranga fjárveitingu frá upphafi, heldur er nú eins og víða annars staðar gerð krafa um mikinn niðurskurð sem okkur í hjúkrunarfræðideild er ómögulegt að mæta nema með verulega skertri þjónustu við nemendur. Hjúkrun er klínískt fag líkt og önnur heilbrigðisvísindafög s.s. læknisfræði sem þýðir að þjálfun og kennsla í hjúkrunarfræði verður að vera bæði fræðileg og verkleg. Hér á landi eru gerðar miklar kröfur til þeirra sem veita heilbrigðisþjónustu og hafa þeir sem kenna á þeim sviðum lagt metnað sinn í að undirbúa nemendur sína sem best til að mæta þessum kröfum í samfélaginu. Árangur heilbrigðisþjónustu á Íslandi er talinn mjög góður á heimsvísu og hafa aðrar þjóðir viljað læra af okkur. Þetta höfum við í hjúkrunarfræðideild orðið áþreifanlega vör við. Á hverju ári hafa við okkur samband og heimsækja okkur erlendir aðilar sem leita ráða um það hvernig þeir geti byggt upp öflugt hjúkrunarfræðinám svo að veita megi gæða heilbrigðisþjónustu í þeirra heimalöndum. Erlendum háskólum hefur verið bent á hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands af eftirlitsaðilum þegar krafa hefur verið gerð til skólanna um að bæta nám sitt. Af þessu hafa hjúkrunarfræðideild og íslenskir hjúkrunarfræðingar almennt verið afar stolt. En ef heldur fram sem horfir má vænta breytinga í þessum efnum. Fjársvelti til Háskóla Íslands og röng úthlutun fjár til hjúkrunarfræðináms leiða nú þegar til skertrar þjónustu við nemendur. Kennsla og leiðsögn hefur þegar verið og mun enn verða skert miðað við þær fjárveitingar sem boðaðar eru, sem hlýtur á endanum að leiða til slakari gæða heilbrigðisþjónustunnar. Hjúkrunarfræðingar eru stærsta heilbrigðisstéttin. Enginn Íslendingur fer í gegnum lífið án þess að eiga nokkrum sinnum eða oft samskipti við hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunarfræði snertir allt líf manns. E.t.v. hugsum við ekki um þetta svona dags daglega en allt frá vöggu til grafar koma hjúkrunarfræðingar við sögu, í ungbarnaeftirliti, í skólahjúkrun, á heilsugæslunni, á sjúkrahúsum, í heimahjúkrun, á hjúkrunarheimilum. Góð menntun hjúkrunarfræðinga er einn af hornsteinum gæða heilbrigðiskerfis. Eru ráðamenn og almenningur reiðubúnir að horfa fram á afturför í menntun og þjónustu hjúkrunarfræðinga?
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar