"Volaða land“ Sverrir Hermannsson skrifar 2. október 2011 17:34 Einhverju sinni er illa lá á séra Matthíasi orti hann ljóð, þar sem hann bar fósturjörð sinni ófagra söguna. Kvæðið hófst á fyrirsögn þessa greinarstúfs. Það hefir að vísu hent fleiri að hreyta illyrðum þegar á móti blæs. Ritstjóri Morgunblaðsins, sem um áratuga skeið hafði lagt þjóðinni lífsreglurnar, lýsti þjóðfélagið ógeðslegt í yfirheyrslum Rannsóknarnefndar Alþingis. Sem vonlegt var þótti honum of margt hafa úrskeiðis gengið við hið mikla hrun síðla árs 2008, og má ýmislegt nefna, sem til þess dró. Við brotthvarf Halldórs Ásgrímssonar frá formennsku í Framsóknarflokknum uppgötvaði ritstjórinn og blað hans hver væri grænstur fyrir þann flokk. Það væri Finnur Ingólfsson, sem hefði sýnt og sannað ágæti sitt í stjórnmálum og öðrum umsvifum í þjóðfélaginu. Dró Morgunblaðið ekkert af sér; birti hálfsíðu mynd af kappanum; langt viðtal og jós hann maklegu lofi fyrir vasklega framgöngu í skrautlegu lífshlaupi. Voru þó fæst frægðarverkin til tínd í blaðinu. Af nógu var þó að taka. Finnur hafði reynzt fylginn sér við einkavæðingu bankanna og kom sér og sínum þar vel fyrir. Sýndi sig þar fórnarlund hans í þágu þáverandi stjórnarflokka. Myndi sú skipan mála fleyta þeim gegnum brim og boða fjármála um ófyrirsjáanlega framtíð. Sjálfur tók Finnur að sér, ásamt nánum sálufélögum, að losa Landsbankann við hálfan hlut í Vátryggingarfélaginu, til "rimelige priser", með aðstoð að vísu bankaráðs bankans undir forystu Helga horska og varaformannsins Kjartans Gunnarssonar, og ávaxtaði þann greiða svo rösklega að hann gaf af sér 25 milljarða króna innan þriggja ára. Þá hafði Finnur forgöngu um að bjarga 30 milljarða króna óreiðufé hinna framliðnu Samvinnutrygginga frá því að verða veðri og vindum að bráð. Auðvitað hafði Finnur margt lært af Halldóri Ásgrímssyni. Um Halldór sagði Illugi Gunnarsson, núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í Fréttablaðinu sunnudaginn 18. júní 2006: "Halldór er búinn þeim eiginleikum að þeir sem kynnast honum skynja að þar fer óvenju vandaður og heill maður." Til dæmis lærði Finnur af Halldóri aðferð í fjármálum sem 111 útrásarvíkingar eru taldir hafa haft að fyrirmynd, að stofna félag án allrar ábyrgðar, nota síðan aðstöðu sína til að afla því félagi ómældra fjárfúlga og vísa síðan skuldheimtumönnum, í flestum tilfellum bönkum, á eigna- og ábyrgðarlaust félagið. Þannig stofnaði fyrirtæki Halldórs á Höfn í Hornafirði félagið "Mónu" sem eignuð voru tvö ónýt skipsræksni. Síðan slógu áhrifamenn Landsbankann um milljarða króna, keyptu svo fiskveiðiheimildir fyrir féð á því verði sem upp var sett. Mátti svo Landsbankinn afskrifa milljarða króna þegar þar að kom að lán féllu í gjalddaga. Þessa snilld notfærði Finnur sér, stofnaði félag án ábyrgðar eða eigna, sló bankann um fé og lét félagið að því búnu greiða sér arð kr. 388 milljónir. Svo hirti bankinn félagið. Um þessi heilindi og framsækni í fjármálum var Morgunblaðinu og ritstjóra þess fullkunnugt, enda brauzt það um á hæl og hnakka að Finnur yrði kosinn formaður hins skilningsríka samstarfsflokks Sjálfstæðisflokksins. En menn skildu ekki sinn vitjunartíma. Því fór sem fór að allt fór yfirum. Er furða að áhrifamönnum verði bumbult og kalli slíka skynvillinga ógeðslega. Og volaða landið hans séra Matthíasar gekk aftur: Volaða land, horsælu hérvistar slóðir, húsgangsins trúfasta móðir, volaða land! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Halldór 20.07.2023 Halldór Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Einhverju sinni er illa lá á séra Matthíasi orti hann ljóð, þar sem hann bar fósturjörð sinni ófagra söguna. Kvæðið hófst á fyrirsögn þessa greinarstúfs. Það hefir að vísu hent fleiri að hreyta illyrðum þegar á móti blæs. Ritstjóri Morgunblaðsins, sem um áratuga skeið hafði lagt þjóðinni lífsreglurnar, lýsti þjóðfélagið ógeðslegt í yfirheyrslum Rannsóknarnefndar Alþingis. Sem vonlegt var þótti honum of margt hafa úrskeiðis gengið við hið mikla hrun síðla árs 2008, og má ýmislegt nefna, sem til þess dró. Við brotthvarf Halldórs Ásgrímssonar frá formennsku í Framsóknarflokknum uppgötvaði ritstjórinn og blað hans hver væri grænstur fyrir þann flokk. Það væri Finnur Ingólfsson, sem hefði sýnt og sannað ágæti sitt í stjórnmálum og öðrum umsvifum í þjóðfélaginu. Dró Morgunblaðið ekkert af sér; birti hálfsíðu mynd af kappanum; langt viðtal og jós hann maklegu lofi fyrir vasklega framgöngu í skrautlegu lífshlaupi. Voru þó fæst frægðarverkin til tínd í blaðinu. Af nógu var þó að taka. Finnur hafði reynzt fylginn sér við einkavæðingu bankanna og kom sér og sínum þar vel fyrir. Sýndi sig þar fórnarlund hans í þágu þáverandi stjórnarflokka. Myndi sú skipan mála fleyta þeim gegnum brim og boða fjármála um ófyrirsjáanlega framtíð. Sjálfur tók Finnur að sér, ásamt nánum sálufélögum, að losa Landsbankann við hálfan hlut í Vátryggingarfélaginu, til "rimelige priser", með aðstoð að vísu bankaráðs bankans undir forystu Helga horska og varaformannsins Kjartans Gunnarssonar, og ávaxtaði þann greiða svo rösklega að hann gaf af sér 25 milljarða króna innan þriggja ára. Þá hafði Finnur forgöngu um að bjarga 30 milljarða króna óreiðufé hinna framliðnu Samvinnutrygginga frá því að verða veðri og vindum að bráð. Auðvitað hafði Finnur margt lært af Halldóri Ásgrímssyni. Um Halldór sagði Illugi Gunnarsson, núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í Fréttablaðinu sunnudaginn 18. júní 2006: "Halldór er búinn þeim eiginleikum að þeir sem kynnast honum skynja að þar fer óvenju vandaður og heill maður." Til dæmis lærði Finnur af Halldóri aðferð í fjármálum sem 111 útrásarvíkingar eru taldir hafa haft að fyrirmynd, að stofna félag án allrar ábyrgðar, nota síðan aðstöðu sína til að afla því félagi ómældra fjárfúlga og vísa síðan skuldheimtumönnum, í flestum tilfellum bönkum, á eigna- og ábyrgðarlaust félagið. Þannig stofnaði fyrirtæki Halldórs á Höfn í Hornafirði félagið "Mónu" sem eignuð voru tvö ónýt skipsræksni. Síðan slógu áhrifamenn Landsbankann um milljarða króna, keyptu svo fiskveiðiheimildir fyrir féð á því verði sem upp var sett. Mátti svo Landsbankinn afskrifa milljarða króna þegar þar að kom að lán féllu í gjalddaga. Þessa snilld notfærði Finnur sér, stofnaði félag án ábyrgðar eða eigna, sló bankann um fé og lét félagið að því búnu greiða sér arð kr. 388 milljónir. Svo hirti bankinn félagið. Um þessi heilindi og framsækni í fjármálum var Morgunblaðinu og ritstjóra þess fullkunnugt, enda brauzt það um á hæl og hnakka að Finnur yrði kosinn formaður hins skilningsríka samstarfsflokks Sjálfstæðisflokksins. En menn skildu ekki sinn vitjunartíma. Því fór sem fór að allt fór yfirum. Er furða að áhrifamönnum verði bumbult og kalli slíka skynvillinga ógeðslega. Og volaða landið hans séra Matthíasar gekk aftur: Volaða land, horsælu hérvistar slóðir, húsgangsins trúfasta móðir, volaða land!
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun