Var rangt af mér að sleppa kanínu í Esjuhlíðum? Menja von Schmalensee skrifar 31. janúar 2011 06:00 Einn fallegan sumardag fyrir um það bil tuttugu og fimm árum veitti ég kanínunni minni, henni Mjallhvíti, frelsi við rætur Esjunnar. Mér þótti vænt um kanínuna en heimilisaðstæður höfðu breyst svo ég varð að losa mig við hana. Þetta virtist vera upplögð lausn þar sem enginn vildi taka við henni og aflífun kom ekki til greina í mínum huga. Þarna átti hún að geta notið lífsins í guðsgrænni náttúrunni. Ég vissi ekki betur. Ég var þrettán ára. Í dag er ég margs vísari. Ég veit til dæmis að miklar breytingar hafa orðið á jörðinni okkar. Maðurinn hefur með athöfnum sínum valdið því að tegundir deyja nú út 100-10.000 sinnum hraðar en eðlilegt getur talist. Mögulega tapast þúsundir tegunda á heimsvísu á ári hverju en flestar þeirra eru okkur enn ókunnar. Alþjóðanáttúruverndarsamtökin (IUCN) hafa metið stöðu rúmlega 1,7 milljóna tegunda en af þeim voru 20% hryggdýra, 30% hryggleysingja, 68% plantna og 50% sveppa og þörunga í hættu árið 2010. Ef maðurinn heldur uppteknum hætti stefnum við hratt inn í eina af mestu útdauðahrinum jarðsögunnar. Ábyrgðin er okkar. En hvernig tengist þetta kanínunni minni? Kanínur eru framandi tegund á Íslandi, þ.e. tegund sem maðurinn hefur flutt inn á svæði sem er utan hennar náttúrulega útbreiðslusvæðis. Þetta atriði eitt og sér væri kannski ekki í frásögur færandi fyrir utan þá staðreynd að samanlögð reynsla af hundruðum þúsunda framandi tegunda sem finna má á heimsvísu hefur sýnt að u.þ.b. 10% þeirra taka upp á því að verða ágengar, þ.e. valda umhverfislegu eða efnahagslegu tjóni. Umhverfislegt tjón getur til dæmis orðið þegar ágeng tegund á í samkeppni við þær tegundir sem fyrir eru, nýtir þær til fæðu eða veldur truflunum á náttúrulegum ferlum innan vistkerfa. Afleiðingarnar geta verið útrýming einnar eða fleiri tegunda eða veruleg fækkun í stofnum þeirra. Efnahagslegt tjón getur orðið vegna skemmda á uppskeru eða mannvirkjum, vegna sjúkdóma eða vegna neikvæðra áhrifa á nytjastofna. Í dag eru ágengar lífverur álitnar vera meðal mestu ógna við náttúruleg vistkerfi. Með greiningum á válistum mismunandi landa, þ.e. listum yfir tegundir í hættu, hefur komið í ljós að verulegur hluti tegunda (allt að 80%) sé þar vegna áhrifa frá ágengum framandi lífverum. Árið 2002 var áætlað að árlegt fjárhagslegt tjón í þeim löndum þar sem slíkt hafði verið metið næmi meira en 1,4 billjónum dollara (165.000.000.000.000 ISK) eða 110-faldri vergri þjóðarframleiðslu Íslands árið 2009, og var þá ótalið fjárhagslegt tjón í löndum þar sem slíkar upplýsingar voru ekki fyrir hendi. Það er því ekki að ástæðulausu að fjöldi landa hefur innlimað í löggjöf sína ákvæði um varnir og aðgerðir gegn ágengum tegundum og varkárni við innflutning framandi lífvera. Á Íslandi eru kanínur flokkaðar sem mögulega ágeng tegund. Erlendis hafa þær valdið gríðarlegu tjóni bæði í vistkerfum og landbúnaði, sérstaklega í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. Þær eru álitnar vera meðal 100 verstu ágengu tegunda heims. Ef litið er til nágrannalanda okkar eru þær ágengar í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Til að svara spurningunni sem lagt var upp með: Já, það var rangt af mér að sleppa kanínu í Esjuhlíðum. Ég gerði mistök. Þótt ósennilegt sé að þessi tiltekna kanína hafi valdið miklu tjóni ein og sér, er ljóst að ef villtum kanínum fjölgar hér á landi gætu þær valdið tjóni á gróðri, í fuglavarpi (sbr. dæmi frá Vestmannaeyjum, þar sem kanínur tóku yfir lundaholur) og í landbúnaði. Þá er líklegt að stærri kanínustofn orsaki fjölgun refa og minka en minkur er ágeng framandi tegund á Íslandi. Þar fyrir utan drapst aumingja kanínan mín sennilega úr kulda eða hungri og hlaut því leiðinlegan dauðdaga. Þrátt fyrir að kanínur valdi ekki miklu tjóni á Íslandi í dag eru þær gott dæmi um hvernig framandi tegund sem virðist vera meinlaus, getur snúist upp í andhverfu sína. Hafa ber í huga að þótt langflestar framandi tegundir hafi lítil áhrif á vistkerfi, leynast svartir sauðir inn á milli sem gera það að verkum að nauðsynlegt er að fara varlega í innflutning og dreifingu framandi tegunda. Af þessum ástæðum fagna ég því að nú stendur yfir endurskoðun íslenskrar löggjafar m.t.t. framandi lífvera, en tek fram að ég hef ekki horn í síðu framandi tegunda sem ekki verða ágengar, enda hýsi ég sjálf tugi þeirra í garðinum mínum og nýt títt útiveru í ræktuðum skógum. Ég væri hins vegar fljót að fjarlægja plöntu úr garði mínum, hversu falleg sem hún væri, ef í ljós kæmi að hún dreifði sér út í náttúruna og ylli þar skaða. Ítarefni má finna í tveim greinum höfundar um framandi og ágengar tegundir í tölublöðum Náttúrufræðingsins, tímariti Hins íslenska náttúrufræðifélags, árgangi 2010. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Einn fallegan sumardag fyrir um það bil tuttugu og fimm árum veitti ég kanínunni minni, henni Mjallhvíti, frelsi við rætur Esjunnar. Mér þótti vænt um kanínuna en heimilisaðstæður höfðu breyst svo ég varð að losa mig við hana. Þetta virtist vera upplögð lausn þar sem enginn vildi taka við henni og aflífun kom ekki til greina í mínum huga. Þarna átti hún að geta notið lífsins í guðsgrænni náttúrunni. Ég vissi ekki betur. Ég var þrettán ára. Í dag er ég margs vísari. Ég veit til dæmis að miklar breytingar hafa orðið á jörðinni okkar. Maðurinn hefur með athöfnum sínum valdið því að tegundir deyja nú út 100-10.000 sinnum hraðar en eðlilegt getur talist. Mögulega tapast þúsundir tegunda á heimsvísu á ári hverju en flestar þeirra eru okkur enn ókunnar. Alþjóðanáttúruverndarsamtökin (IUCN) hafa metið stöðu rúmlega 1,7 milljóna tegunda en af þeim voru 20% hryggdýra, 30% hryggleysingja, 68% plantna og 50% sveppa og þörunga í hættu árið 2010. Ef maðurinn heldur uppteknum hætti stefnum við hratt inn í eina af mestu útdauðahrinum jarðsögunnar. Ábyrgðin er okkar. En hvernig tengist þetta kanínunni minni? Kanínur eru framandi tegund á Íslandi, þ.e. tegund sem maðurinn hefur flutt inn á svæði sem er utan hennar náttúrulega útbreiðslusvæðis. Þetta atriði eitt og sér væri kannski ekki í frásögur færandi fyrir utan þá staðreynd að samanlögð reynsla af hundruðum þúsunda framandi tegunda sem finna má á heimsvísu hefur sýnt að u.þ.b. 10% þeirra taka upp á því að verða ágengar, þ.e. valda umhverfislegu eða efnahagslegu tjóni. Umhverfislegt tjón getur til dæmis orðið þegar ágeng tegund á í samkeppni við þær tegundir sem fyrir eru, nýtir þær til fæðu eða veldur truflunum á náttúrulegum ferlum innan vistkerfa. Afleiðingarnar geta verið útrýming einnar eða fleiri tegunda eða veruleg fækkun í stofnum þeirra. Efnahagslegt tjón getur orðið vegna skemmda á uppskeru eða mannvirkjum, vegna sjúkdóma eða vegna neikvæðra áhrifa á nytjastofna. Í dag eru ágengar lífverur álitnar vera meðal mestu ógna við náttúruleg vistkerfi. Með greiningum á válistum mismunandi landa, þ.e. listum yfir tegundir í hættu, hefur komið í ljós að verulegur hluti tegunda (allt að 80%) sé þar vegna áhrifa frá ágengum framandi lífverum. Árið 2002 var áætlað að árlegt fjárhagslegt tjón í þeim löndum þar sem slíkt hafði verið metið næmi meira en 1,4 billjónum dollara (165.000.000.000.000 ISK) eða 110-faldri vergri þjóðarframleiðslu Íslands árið 2009, og var þá ótalið fjárhagslegt tjón í löndum þar sem slíkar upplýsingar voru ekki fyrir hendi. Það er því ekki að ástæðulausu að fjöldi landa hefur innlimað í löggjöf sína ákvæði um varnir og aðgerðir gegn ágengum tegundum og varkárni við innflutning framandi lífvera. Á Íslandi eru kanínur flokkaðar sem mögulega ágeng tegund. Erlendis hafa þær valdið gríðarlegu tjóni bæði í vistkerfum og landbúnaði, sérstaklega í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. Þær eru álitnar vera meðal 100 verstu ágengu tegunda heims. Ef litið er til nágrannalanda okkar eru þær ágengar í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Til að svara spurningunni sem lagt var upp með: Já, það var rangt af mér að sleppa kanínu í Esjuhlíðum. Ég gerði mistök. Þótt ósennilegt sé að þessi tiltekna kanína hafi valdið miklu tjóni ein og sér, er ljóst að ef villtum kanínum fjölgar hér á landi gætu þær valdið tjóni á gróðri, í fuglavarpi (sbr. dæmi frá Vestmannaeyjum, þar sem kanínur tóku yfir lundaholur) og í landbúnaði. Þá er líklegt að stærri kanínustofn orsaki fjölgun refa og minka en minkur er ágeng framandi tegund á Íslandi. Þar fyrir utan drapst aumingja kanínan mín sennilega úr kulda eða hungri og hlaut því leiðinlegan dauðdaga. Þrátt fyrir að kanínur valdi ekki miklu tjóni á Íslandi í dag eru þær gott dæmi um hvernig framandi tegund sem virðist vera meinlaus, getur snúist upp í andhverfu sína. Hafa ber í huga að þótt langflestar framandi tegundir hafi lítil áhrif á vistkerfi, leynast svartir sauðir inn á milli sem gera það að verkum að nauðsynlegt er að fara varlega í innflutning og dreifingu framandi tegunda. Af þessum ástæðum fagna ég því að nú stendur yfir endurskoðun íslenskrar löggjafar m.t.t. framandi lífvera, en tek fram að ég hef ekki horn í síðu framandi tegunda sem ekki verða ágengar, enda hýsi ég sjálf tugi þeirra í garðinum mínum og nýt títt útiveru í ræktuðum skógum. Ég væri hins vegar fljót að fjarlægja plöntu úr garði mínum, hversu falleg sem hún væri, ef í ljós kæmi að hún dreifði sér út í náttúruna og ylli þar skaða. Ítarefni má finna í tveim greinum höfundar um framandi og ágengar tegundir í tölublöðum Náttúrufræðingsins, tímariti Hins íslenska náttúrufræðifélags, árgangi 2010.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar