Við bíðum eftir góðum fréttum Hannes Friðriksson skrifar 31. janúar 2011 06:00 Nýtt Ísland, nýir tímar eru slagorð sem við höfum mikið heyrt notuð undanfarið. Vonir okkar eru bundnar við að breytingar í kjölfar hrunsins. Að landið taki nú brátt að rísa og margt verði hér eins og áður. Við stöndum frammi fyrir áður óþekktum vanda og leitum lausna á honum um leið og við gerum okkur grein fyrir að það geti tekið langan tíma að leysa þann vanda er við blasir. Langtíma fjöldaatvinnuleysi er nýtt vandamál sem okkar kynslóð hefur sem betur fer ekki fengið að kynnast fyrr . Um leið er okkur ljóst að þær aðferðir sem við hingað til höfum beitt duga skammt í þeirri baráttu sem nú er háð. Tekist er á um hverjir skuli fara með stjórn virkniúrræða, ríkið eða vinnumarkaðurinn. Fyrir bæði íbúa og fyrirtæki á Suðurnesjum þar sem atvinnuleysið er orðið að böli er þetta óviðunandi ástand. Vonir eru bundnar við framgang stóratvinnuverkefna um leið og rekstrargundvöllur smærri og meðalstórra fyrirtækja á svæðinu verður stöðugt erfiðari. Atvinnuleysi fjölda manns er þjóðfélaginu dýrt. Allir þurfa að greiða fyrir það. Fyrirtækin, ríkið, sveitarfélögin og síðast en ekki síst þeir sem atvinnulausir eru og sjá fá úrræði eins og nú er. Mikil hætta er á að fjöldi fólks lendi í svonefndri fátækragildru með tilheyrandi heilsufarsvandamálum við núverandi aðstæður, verði ekkert að gert. Flestir eru sammála um að nýsköpun og menntun séu mikilvægur þáttur í lausn vandans. Um leið er okkur einnig ljóst að nauðsynlegt er að renna frekari stoðum undir þau fyrirtæki sem sökum smæðar og aðstæðna eiga æ erfiðara með að þróa og viðhalda starfsemi sinni til framtíðar. Okkur ber að nýta þær bjargir sem fyrir hendi eru, og bæta það sem betur má fara , um leið og við skjótum styrkum stoðum undir atvinnulífið til framtíðar. Sérstaklega ber okkur að hafa þetta í huga þegar flest rök hníga í þá átt að nýsköpunin reynist að auki þjóðhagslega hagkvæm. Slík nýsköpun gæti til að mynda verið flutningur Landhelgisgæslunnar til Suðurnesja. Styrkur Suðurnesja liggur í legu þeirra. Hér er aðal alþjóðaflugvöllur landsins um leið og stutt er fiskimiðin. Suðurnesin eru hluti af atvinnusvæði höfuðborgarsvæðisins. Á nýlegum fundi ríkistjórnarinnar í Reykjanesbæ var samþykkt aðgerðaráætlun þar sem innanríkisráðherra var meðal annars falið það verkefni að skoða kosti þess að flytja starfsemi Landhelgisgæslunnar sem nú hefur yfirtekið verkefni Varnarmálastofnunar, til Suðurnesja. Góður húsakostur Varnarmálastofnunar er enn til staðar á öryggisvæði Keflavíkurflugvallar um leið og ljóst er að hafnaraðstaða er næg í bæði Sandgerði og Reykjanesbæ. Löngu er ljóst að tekið er að þrengja að starfsemi Landhelgisgæslunnar í Reykjavík , jafnframt sem bæði öryggis og rekstrarleg rök virðast mæla með flutningi nú . Starfsemi þjónustunnar yrði öll á einum stað. Byggðarökin vega þar einnig þungt í ljósi þess atvinnuástands sem nú ríkir á Suðurnesjum í kjölfar hrunsins. Flutningur gæslunnar hefur á undanförnum árum verið viðkvæmt mál, og margir sagt sem svo að með slíkum flutningi væri verið að svipta þá vinnunni er hjá gæslunni starfa . Slíkt á ekki við hér enda ljóst að sama vegalengd er í báðar áttir, og fjöldi manns af Reykjavíkursvæðinu stundar nú sína vinnu á Suðurnesjum vandræðalaust og öfugt. Hér er er eingöngu lagt til að starfstöðin verði flutt þangað sem tækjakostur , húsnæði , hafnir og frábær flugvöllur eru til staðar og eru kjörlendi slíkrar þjónustu. Slíkur flutningur myndi um leið auka fjölbreytni þeirrar atvinnustarfsemi sem hér er til framtíðar með tilheyrandi tækifærum . Slíkur flutningur gæti verið eitt af virkniúrræðum stjórnvalda nú. Ákvörðun um flutning Landhelgisgæslunnar til Suðurnesja nú væri þvi verðugt mótvægi við það ástand er hér ríkir, um leið og möguleikar til frekari uppbyggingar Landhelgisgæslunnar yrðu betri til framtíðar litið. Húsnæði og nægur starfskraftur með þekkingu og reynslu af þjónustu slíkrar starfsemi er fyrir hendi á Suðurnesjum . Slík ákvörðun nú yrði lyftistöng fyrir allt atvinnulíf á svæðinu og gæti verið fyrsta stóra skrefið út úr þeirri erfiðu stöðu er hér ríkir. Við bíðum eftir góðum fréttum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nýtt Ísland, nýir tímar eru slagorð sem við höfum mikið heyrt notuð undanfarið. Vonir okkar eru bundnar við að breytingar í kjölfar hrunsins. Að landið taki nú brátt að rísa og margt verði hér eins og áður. Við stöndum frammi fyrir áður óþekktum vanda og leitum lausna á honum um leið og við gerum okkur grein fyrir að það geti tekið langan tíma að leysa þann vanda er við blasir. Langtíma fjöldaatvinnuleysi er nýtt vandamál sem okkar kynslóð hefur sem betur fer ekki fengið að kynnast fyrr . Um leið er okkur ljóst að þær aðferðir sem við hingað til höfum beitt duga skammt í þeirri baráttu sem nú er háð. Tekist er á um hverjir skuli fara með stjórn virkniúrræða, ríkið eða vinnumarkaðurinn. Fyrir bæði íbúa og fyrirtæki á Suðurnesjum þar sem atvinnuleysið er orðið að böli er þetta óviðunandi ástand. Vonir eru bundnar við framgang stóratvinnuverkefna um leið og rekstrargundvöllur smærri og meðalstórra fyrirtækja á svæðinu verður stöðugt erfiðari. Atvinnuleysi fjölda manns er þjóðfélaginu dýrt. Allir þurfa að greiða fyrir það. Fyrirtækin, ríkið, sveitarfélögin og síðast en ekki síst þeir sem atvinnulausir eru og sjá fá úrræði eins og nú er. Mikil hætta er á að fjöldi fólks lendi í svonefndri fátækragildru með tilheyrandi heilsufarsvandamálum við núverandi aðstæður, verði ekkert að gert. Flestir eru sammála um að nýsköpun og menntun séu mikilvægur þáttur í lausn vandans. Um leið er okkur einnig ljóst að nauðsynlegt er að renna frekari stoðum undir þau fyrirtæki sem sökum smæðar og aðstæðna eiga æ erfiðara með að þróa og viðhalda starfsemi sinni til framtíðar. Okkur ber að nýta þær bjargir sem fyrir hendi eru, og bæta það sem betur má fara , um leið og við skjótum styrkum stoðum undir atvinnulífið til framtíðar. Sérstaklega ber okkur að hafa þetta í huga þegar flest rök hníga í þá átt að nýsköpunin reynist að auki þjóðhagslega hagkvæm. Slík nýsköpun gæti til að mynda verið flutningur Landhelgisgæslunnar til Suðurnesja. Styrkur Suðurnesja liggur í legu þeirra. Hér er aðal alþjóðaflugvöllur landsins um leið og stutt er fiskimiðin. Suðurnesin eru hluti af atvinnusvæði höfuðborgarsvæðisins. Á nýlegum fundi ríkistjórnarinnar í Reykjanesbæ var samþykkt aðgerðaráætlun þar sem innanríkisráðherra var meðal annars falið það verkefni að skoða kosti þess að flytja starfsemi Landhelgisgæslunnar sem nú hefur yfirtekið verkefni Varnarmálastofnunar, til Suðurnesja. Góður húsakostur Varnarmálastofnunar er enn til staðar á öryggisvæði Keflavíkurflugvallar um leið og ljóst er að hafnaraðstaða er næg í bæði Sandgerði og Reykjanesbæ. Löngu er ljóst að tekið er að þrengja að starfsemi Landhelgisgæslunnar í Reykjavík , jafnframt sem bæði öryggis og rekstrarleg rök virðast mæla með flutningi nú . Starfsemi þjónustunnar yrði öll á einum stað. Byggðarökin vega þar einnig þungt í ljósi þess atvinnuástands sem nú ríkir á Suðurnesjum í kjölfar hrunsins. Flutningur gæslunnar hefur á undanförnum árum verið viðkvæmt mál, og margir sagt sem svo að með slíkum flutningi væri verið að svipta þá vinnunni er hjá gæslunni starfa . Slíkt á ekki við hér enda ljóst að sama vegalengd er í báðar áttir, og fjöldi manns af Reykjavíkursvæðinu stundar nú sína vinnu á Suðurnesjum vandræðalaust og öfugt. Hér er er eingöngu lagt til að starfstöðin verði flutt þangað sem tækjakostur , húsnæði , hafnir og frábær flugvöllur eru til staðar og eru kjörlendi slíkrar þjónustu. Slíkur flutningur myndi um leið auka fjölbreytni þeirrar atvinnustarfsemi sem hér er til framtíðar með tilheyrandi tækifærum . Slíkur flutningur gæti verið eitt af virkniúrræðum stjórnvalda nú. Ákvörðun um flutning Landhelgisgæslunnar til Suðurnesja nú væri þvi verðugt mótvægi við það ástand er hér ríkir, um leið og möguleikar til frekari uppbyggingar Landhelgisgæslunnar yrðu betri til framtíðar litið. Húsnæði og nægur starfskraftur með þekkingu og reynslu af þjónustu slíkrar starfsemi er fyrir hendi á Suðurnesjum . Slík ákvörðun nú yrði lyftistöng fyrir allt atvinnulíf á svæðinu og gæti verið fyrsta stóra skrefið út úr þeirri erfiðu stöðu er hér ríkir. Við bíðum eftir góðum fréttum.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun