„Við ætlum að bjóða upp á nýtískulegt sushi sem er að slá í gegn út um allan heim ásamt suðrænum steikum,“ segir Gunnsteinn Helgi einn af eigendum nýs veitingarstaðar sem nefnist Sushisamba.
Staðurinn, sem opnar á þriðjudaginn, sérhæfir sig í matargerð frá Japan og Suður-Ameríku. Eigendur staðarins hafa fengið til liðs við sig japanska sushimeistarann Schinichiro Hara, en hann hefur starfað við sushigerð út um allan heim og nú síðast í Mónakó. Einnig ætlar sushikokkurinn Ari Alexander og Oliveira að standa vaktina í eldhúsinu en sá síðarnefndi hefur til dæmis starfaði á veitingastaðnum Sticks og Sushi í Kaupmannhöfn. Það eru því engir aukvisar sem ætla að elda sushi ofaní landann.
„Við höfum verið á fullu síðustu mánuði að koma staðnum heim og saman en það er mjög mikilvægt fyrir okkur að skapa réttu stemminguna. Við höfum við verið í sambandi við fólk í Brasilíu, Perú og Japan til að leita að réttu hlutunum inn á staðinn,“ segir Gunnsteinn Helgi en meðal innanstokksmuna á staðnum eru 50 japönsk fuglabúr og handgerðir trémuni frá þorpinu Abaetetuba í Brasilíu.
Blöndun matargerðar frá Suður-Ameríku og Japan er löngu þekkt í matreiðsluheiminum og hófst strax í byrjun síðustu aldar þegar Japanir fluttust búferlum til Suður-Ameríku. Meðal nýjunga á matseðlinum eru smáréttir á borð við hrefnu tataki, taquitos chevice og vatnsmelónufranskar. Staðurinn opnar sem fyrr segir á þriðjudag og er staðsettur á Þingholtstræti. -áp
Nýtísku sushi og vatnsmelónufranskar
