Nefnd vill fleiri og minni kjúklingabú 15. apríl 2011 07:00 Salmonellusýkingar koma oftast upp í stórum kjúklingabúum, eins og sýndi sig á síðasta ári þegar yfir fimmtíu tilvik greindust. fréttablaðið/hari Kjúklingaframleiðendur eru afar fáir hér á landi og er mun algengara að sýkingar komi upp í stórum búum heldur en í þeim sem minni eru. Einungis eru fjórir kjúklingaframleiðendur á landinu. Halda þeir úti 82 eldishúsum með pláss fyrir um 720.000 fugla. Nær allir framleiðendurnir eru í nágrenni við höfuðborgarsvæðið, sem gerir nýtingu á búfjáráburði frá alifuglaræktinni óhagkvæmari en ef einingarnar væru dreifðari um landið. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðneytis um eflingu alifuglaræktar á Íslandi. Að mati starfshópsins benda þau fjölmörgu tilvik sem upp hafa komið af salmonellusýkingum í íslenskum kjúklingabúum til þess að megináhættan sé fólgin í stærð einstakra búa og smitvörnum innan þeirra. Þá telur starfshópurinn einnig of fáa aðila sjá um slátrun og vinnslu á fuglunum, sem þýðir að ef einn þeirra dettur úr framleiðslu sé hæpið að hinir geti annað þörfum markaðarins. Vart var við þónokkurn kjúklingaskort í verslunum á síðasta ári vegna tíðra tilvika salmonellusýkinga hjá flestum framleiðendum. Farga og urða þurfti hundruðum tonna af fuglum og hljóp fjárhagslegt tjón framleiðenda á tugum milljóna. „Við teljum að búin eigi að vera í minni einingum. Það eykur matvælaöryggið í landinu,“ segir Björn Halldórsson, bóndi á Akri og formaður starfshópsins. „Dreifð framleiðsla um landið hefur einnig áhrif á nærsamfélög. Vilji menn nýta allt landið og halda því í byggð er þetta ein leið til þess.“ Mat hópsins er að endurskoða þurfi núverandi reglugerð um aðbúnað og sjúkdómavarnir á alifuglabúum og útungunarstöðvum. Reglugerðin er frá árinu 1995 og segir Björn hana einfaldlega vera orðna úrelta. „Við verðum að horfast í augu við það að á sama tíma og neytendur gera kröfur um að framleiðslan tryggi góðan aðbúnað dýranna, kosti þær breytingar peninga. Það skilar sér þá í einhverri hækkun á vöruverði,“ segir Björn. „Sem mun þá skila sér í hækkun á verði vörunnar í verslunum.“ sunna@frettabladid.is Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira
Kjúklingaframleiðendur eru afar fáir hér á landi og er mun algengara að sýkingar komi upp í stórum búum heldur en í þeim sem minni eru. Einungis eru fjórir kjúklingaframleiðendur á landinu. Halda þeir úti 82 eldishúsum með pláss fyrir um 720.000 fugla. Nær allir framleiðendurnir eru í nágrenni við höfuðborgarsvæðið, sem gerir nýtingu á búfjáráburði frá alifuglaræktinni óhagkvæmari en ef einingarnar væru dreifðari um landið. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðneytis um eflingu alifuglaræktar á Íslandi. Að mati starfshópsins benda þau fjölmörgu tilvik sem upp hafa komið af salmonellusýkingum í íslenskum kjúklingabúum til þess að megináhættan sé fólgin í stærð einstakra búa og smitvörnum innan þeirra. Þá telur starfshópurinn einnig of fáa aðila sjá um slátrun og vinnslu á fuglunum, sem þýðir að ef einn þeirra dettur úr framleiðslu sé hæpið að hinir geti annað þörfum markaðarins. Vart var við þónokkurn kjúklingaskort í verslunum á síðasta ári vegna tíðra tilvika salmonellusýkinga hjá flestum framleiðendum. Farga og urða þurfti hundruðum tonna af fuglum og hljóp fjárhagslegt tjón framleiðenda á tugum milljóna. „Við teljum að búin eigi að vera í minni einingum. Það eykur matvælaöryggið í landinu,“ segir Björn Halldórsson, bóndi á Akri og formaður starfshópsins. „Dreifð framleiðsla um landið hefur einnig áhrif á nærsamfélög. Vilji menn nýta allt landið og halda því í byggð er þetta ein leið til þess.“ Mat hópsins er að endurskoða þurfi núverandi reglugerð um aðbúnað og sjúkdómavarnir á alifuglabúum og útungunarstöðvum. Reglugerðin er frá árinu 1995 og segir Björn hana einfaldlega vera orðna úrelta. „Við verðum að horfast í augu við það að á sama tíma og neytendur gera kröfur um að framleiðslan tryggi góðan aðbúnað dýranna, kosti þær breytingar peninga. Það skilar sér þá í einhverri hækkun á vöruverði,“ segir Björn. „Sem mun þá skila sér í hækkun á verði vörunnar í verslunum.“ sunna@frettabladid.is
Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira