Vistvænar skreytingar á jólum Þorgeir Adamsson skrifar 27. nóvember 2010 05:30 Löngum hefur verið til siðs að fólk heimsæki leiði ástvina sinna á aðventu og jólum. Í kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma er jafnan mikil umferð aðstandenda á þessum tíma. Flestir sem koma á aðventunni koma með skreytingu í farteskinu, leggja á leiði og koma svo jafnvel aftur á jólum til að kveikja ljós. Þessi siður er hjá mörgum árlegur viðburður og skapast notaleg stemning þegar fjölmennt er í görðunum á aðfangadag. Tilgangurinn með skreytingum á leiðum er vissulega fyrst og fremst að minnast hinna látnu og einnig að gera legstaðinn fallegri yfir hátíðarnar eins og flestir gera heima hjá sér. Sígrænar skreytingar í skammdeginu minna fólk á lífið og gróandann og að með hækkandi sól verður aftur grænt. Eitt af mikilvægum markmiðum varðandi umhverfi okkar er að minnka úrgang sem til verður hjá hverjum og einum og jafnframt að auka flokkun og endurvinnslu. Til að ná þessu markmiði er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að það skiptir miklu máli hvers konar jólaskreytingar við leggjum á leiði ástvina okkar. Flokkun og endurvinnsla Skreytingar eru af ýmsu tagi, allt frá því að vera einföld sígræn barrviðargrein og yfir í íburðarmiklar skreytingar úr mismunandi efnum, bæði lífrænum og ólífrænum. Margar skreytingar eru með þeim hætti að erfitt eða ógerlegt er að setja þær í endurvinnslu og/eða jarðgerð vegna þess að alls konar aukahlutir úr plastefnum eru tryggilega festir við greinarnar sem gjarnan eru uppistaðan í skreytingunni. Einnig eru dæmi um íburðarmiklar skreytingar sem eru alfarið úr gerviefnum. Slíkar skreytingar eru vafalaust fluttar um langan veg eftir að hafa verið framleiddar á sem ódýrastan hátt. Á nýárinu, þegar hæfilega langur tími er liðinn og gildi jólaskreytinga útrunnið, þarf að farga þeim öllum. Mikil vinna og kostnaður fer í hreinsun og förgun á öllum jólaskreytingum sem innihalda plastefni. Vistvænt - grænt og fallegt Víða erlendis tíðkast að leggja jólagreni á leiði á aðventu. Eru þá ýmist settar saman mismunandi grenitegundir sem hver hefur sinn blæ eða einungis notuð ein tegund af sígrænum greinum. Skreytingar þessar eru algjörlega vistvænar og án aukahluta úr ólífrænum efnum (plastefnum) og þar með endurvinnanlegar. Nokkuð hefur borið á því hér að aðstandendur séu meðvitaðir um umhverfið og noti lífrænar skreytingar á leiði en betur má ef duga skal. Undirritaður vill hér með hvetja þá sem ætla að leggja skreytingar á leiði að hafa þær úr lífrænum efnum sem auðvelt er að endurvinna. Það sparar förgunarkostnað, auk þess sem nota má lífrænar skreytingar í jarðgerð þar sem þær verða að mold sem nærir svo gróður seinna meir. Einfaldar skreytingar úr sígrænum greinum án aukahluta úr plasti eru það sem gildir. Notum skreytingar úr lífrænum efnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Löngum hefur verið til siðs að fólk heimsæki leiði ástvina sinna á aðventu og jólum. Í kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma er jafnan mikil umferð aðstandenda á þessum tíma. Flestir sem koma á aðventunni koma með skreytingu í farteskinu, leggja á leiði og koma svo jafnvel aftur á jólum til að kveikja ljós. Þessi siður er hjá mörgum árlegur viðburður og skapast notaleg stemning þegar fjölmennt er í görðunum á aðfangadag. Tilgangurinn með skreytingum á leiðum er vissulega fyrst og fremst að minnast hinna látnu og einnig að gera legstaðinn fallegri yfir hátíðarnar eins og flestir gera heima hjá sér. Sígrænar skreytingar í skammdeginu minna fólk á lífið og gróandann og að með hækkandi sól verður aftur grænt. Eitt af mikilvægum markmiðum varðandi umhverfi okkar er að minnka úrgang sem til verður hjá hverjum og einum og jafnframt að auka flokkun og endurvinnslu. Til að ná þessu markmiði er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að það skiptir miklu máli hvers konar jólaskreytingar við leggjum á leiði ástvina okkar. Flokkun og endurvinnsla Skreytingar eru af ýmsu tagi, allt frá því að vera einföld sígræn barrviðargrein og yfir í íburðarmiklar skreytingar úr mismunandi efnum, bæði lífrænum og ólífrænum. Margar skreytingar eru með þeim hætti að erfitt eða ógerlegt er að setja þær í endurvinnslu og/eða jarðgerð vegna þess að alls konar aukahlutir úr plastefnum eru tryggilega festir við greinarnar sem gjarnan eru uppistaðan í skreytingunni. Einnig eru dæmi um íburðarmiklar skreytingar sem eru alfarið úr gerviefnum. Slíkar skreytingar eru vafalaust fluttar um langan veg eftir að hafa verið framleiddar á sem ódýrastan hátt. Á nýárinu, þegar hæfilega langur tími er liðinn og gildi jólaskreytinga útrunnið, þarf að farga þeim öllum. Mikil vinna og kostnaður fer í hreinsun og förgun á öllum jólaskreytingum sem innihalda plastefni. Vistvænt - grænt og fallegt Víða erlendis tíðkast að leggja jólagreni á leiði á aðventu. Eru þá ýmist settar saman mismunandi grenitegundir sem hver hefur sinn blæ eða einungis notuð ein tegund af sígrænum greinum. Skreytingar þessar eru algjörlega vistvænar og án aukahluta úr ólífrænum efnum (plastefnum) og þar með endurvinnanlegar. Nokkuð hefur borið á því hér að aðstandendur séu meðvitaðir um umhverfið og noti lífrænar skreytingar á leiði en betur má ef duga skal. Undirritaður vill hér með hvetja þá sem ætla að leggja skreytingar á leiði að hafa þær úr lífrænum efnum sem auðvelt er að endurvinna. Það sparar förgunarkostnað, auk þess sem nota má lífrænar skreytingar í jarðgerð þar sem þær verða að mold sem nærir svo gróður seinna meir. Einfaldar skreytingar úr sígrænum greinum án aukahluta úr plasti eru það sem gildir. Notum skreytingar úr lífrænum efnum.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun