Einelti, vanhæfi - „Jón er ekki sama og séra Jón“. 11. febrúar 2010 14:50 Álftanes er lagt í einelti, varla er svo opnað fyrir fréttir að ekki sé talað um fjárhagsvandann sem hefur verið ýktur og málaður dekkstu litum. Sagt er að afskrifa þurfi 4-5 milljarða þó hluti þeirrar upphæðar séu skuldbindingar sem afla bæjarsjóði tekna. Enginn munur er gerður á hefðbundnum bankalánum og skuldbindingum sem færa bæjarstjóði tekjur s.s. hagnað vegna sölu byggingaréttar sem er auk þess grunnur framtíðartekna. Tillögur vegna vandans eru refsiskattar á Álftnesinga og hótanir um stórfelldan niðurskurð sem meirihluti D-lista og Margrétar Jónsdóttur hefur ákveðið í samráði við Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaganna. Á sama tíma líðst ríkisvaldinu að afgreiða ekki kröfur Álftnesinga um leiðréttingar frá Jöfnunarsjóði. Ríkisvaldið beitir aflsmunum og nýtur aðstoðar taumþægrar bæjarforystu sem hefur gefist upp. Sjálfstæðismenn hafna sköttum á Alþingi en samþykkja þá á Álftanesi ofan á ríkisskatta. Hvar er trúverðuleikinn! Halldór Halldórsson í felum Eineltis umræðunni stýra stjórnmálamenn og embættismenn sem ætla með öllum ráðum að sameina Álftanes Garðabæ og á Garðatorgi býða menn átekta. Stjórnmálamenn og embættismenn ætla að losna undan ábyrgða að leiðrétta við Álftnesinga margra ára mismununun í greiðslum frá Jöfnunarsjóði. Framreiknaðar eru þessar greiðslur yfir 1000 milljónir. Forystumenn Samtaka íslenskra sveitarfélaga, sem bera, að hluta, ábyrgð á gölluðu regluverki sjóðsins kjósa að aðhafast ekkert. Formaður þeirra, Halldór Haldórsson, fer í felur þegar málið er rætt opinberlega. Ísafjörður, þar sem Halldór er bæjarstjóri, fær u.þ.b. 30% skatttekna sinna úr Jöfnunarsjóði meðan, Álftanes fær u.þ.b. 15% sinna skatttekna frá sjóðnum. Bæði eru sveitarfélögin þó eins sett rekstrarlega fyrir jöfnun. Til að jafnræði væri með þeim vantar árlega 150 milljónir til Álftaness. Tveir út á land og einn á höfuðborgarsvæðið Fjárhaldsstjórnin sem nú hefur verið skipuð hlítur að benda ráðherra á mikilvægi þess að leiðrétta þetta misvægi og leiðrétta aftur í tímann. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa þó ályktað með Álftanesi, en það dugar ekki vegna dreifbýlishagsmuna í landssambandi sveitarfélaganna, sem ráðherra sveitastjórnarmála ver með afli sínu. Hér gilda greinilega sömu leikreglur eins og í fjárveitingum til vegamála, tveir út á land og einn á höfuðborgarsvæðið. Afskrifað á Tónlistahús eins og á útrásarvíkinga Meðan Álftanes er þannig lagt í einelti eru skuldir fyrir milljarða afskrifaðar á Tónlistahúsið með sama hætti og hjá útrásarvíkingunum. Harpan er líka samstarfsverkefni útrásasrvíkinga og borgaryfivalda,- vonandi verða þær afskirftir ekki til þess að hækka vexti borgarinnar! Maður þorir nú ekki að nefna hinar stóru afskriftir tengdar Samskipum og Högum og öðrum þeim sem skulduðu hundruði milljarða. Vandi fjölmargra sveitarfélaga er mikill, vegna skulda hafna og fráveitu- eða orkufyrirtækja sem gætu kollvarpað fjárhag viðkomandi sveitarfélaga, enda þessi rekstur inni í samstæðureikningum þeirra. En þegar talað er um þennan vanda er hann sagður hluti af gengishruninu meðan vandi Álftaness er sagður stafa af ákvörðun bæjarstjórnar að byggja glæsilega sundlaug, þar sem engin var fyrir. Álftaneslaugin glæsilega og vinsæla kostaði minna en sem nemur tjóni Álftaness vegna bankahrunsins. Að tala um hana sem bruðl eða að Álftnesingar hefðu getað sótt laugar í nágrannabæjum er óréttmæt gagnrýni, þótt líklega hefði verið reynt að áfangaskipta framkvæmdinni ef bæjarfulltrúar hefðu séð hrunið fyrir 2006. Sérkenni Álftaneslaugarinnar sem oft eru nefnd í fréttum, vatnaleiktæki og öldulaugin sem kostuðu aðeins fáar milljónir, laða hinsvegar að sér tugþúsundir gesta, og þannig skilar fjárfestingin sér til baka í auknum aðgangseyri. Um þessa eineltis umræðu gildir orðtakið „Jón er ekki sama og séra Jón". Stjórnsýslukæra vegna vanhæfis embættismanna Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaganna ber mesta ábyrgð á þeirri ýktu umræðu sem skapast hefur um fjárhagsvanda Álftaness. Það eru ýkjur að ræða um 7-8 milljarða þegar verkefnið er miklu fremur að endurskipuleggja u.þ.b. 4 milljarða skuldir og skuldbindingar. Verkefni að endurskipuleggja 4 milljarða er viðráðanlegt með leiðréttingum á málum Álftaness, meðan 7 milljarðar eru rökstuðningur fyrir tillögum um sameiningu. Bæjarfulltrúar Á-lista hafa sent stjórnsýslukæru vegna vanhæfis tveggja af þremur fulltrúum í Eftirlitsnefndinni, en þessir fulltrúar hafa annaðhvort haft náin tengsl við stjórnsýslu Garðabæjar eða hafa áður talað opinberlega fyrir sameiningu sveitarfélaganna. Af þessum ástæðum geta þeir ekki með hlutlausum hætti fjallað um mál sem varðar sjálfstæði Álftaness. Ráðuneyti sveitastjórnamála telur kæruna vera byggða á misskilningi og vill forðast úrskurð eða efnislega umfjöllun. Þannig segir í svari frá ráðuuneytið að nefndin fjalli ekki á sjálfstæðan hátt um sameiningu, en horfir fram hjá því að nefndin knúði sveitastjórn til viðræðna um sameiningu. Auk þess stýrði nefndin fjárhagsúttekt sem telja má hlutlæga. Til að kóróna þessi vinnubrögð réði D-listinn á Álftanesi sér utanaðkomandi aðstoð til að móta niðurskurðartillögur og sérskatta á íbúa Álftaness. Og hver var ráðinn til verksins, án útboðs þrátt fyrir reglur bæjarstjórnar, jú, það var endurskoðandi Garðabæjar! Óásættanlegir sérskattar og niðurskurður grunnþjónustu Fjárhagsvandi Álftaness er mikill og krefst lausna. Ástæður vandans eru fyrst og fremst þrjár. Í fyrsta lagi, veikir og einhæfir tekjustofnar, ekkert atvinnulíf færir skatta í bæjarsjóð. Í öðru lagi gríðarlega hátt kostnaðarhlutfall vegna fræðslu- og uppeldismála, en börn og unglingar eru 40% hærra hlutfall íbúa en algengast er í öðrum sveitarfélögum. Þessir erfiðu rekstrarþættir hafa ekki fengist jafnaðir frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaganna vegna gallaðs regluverks sjóðsins. Í þriðja lagi er það svo efnahagshrunið og gengisfall krónunnar sem hækkaði lán sveitarfélagsin um u.þ.b. 1000 milljónir. Afleiðing efnahagshrunsins eru fordæmalausar aðstæður, sem ollu miklu tjóni og hægja á áformum um uppbyggingu miðsvæðis sem átti að bæta fjárhagsstöðu Álftaness. Við þessar aðstæður er eðlilegt að ríkisvaldið komi til aðstoðar litlu sveitarfélagi. Óásættanlegt er að leysa vandan með sérsköttum á íbúana og niðurskurði grunnþjónustu. Aðrar greinar um málefni Álftaness má lesa á www.alftaneshreyfingin.blog.is. Sigurður Magnússon, bæjarfulltrúi Á-lista og fyrrverandi bæjarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Álftanes er lagt í einelti, varla er svo opnað fyrir fréttir að ekki sé talað um fjárhagsvandann sem hefur verið ýktur og málaður dekkstu litum. Sagt er að afskrifa þurfi 4-5 milljarða þó hluti þeirrar upphæðar séu skuldbindingar sem afla bæjarsjóði tekna. Enginn munur er gerður á hefðbundnum bankalánum og skuldbindingum sem færa bæjarstjóði tekjur s.s. hagnað vegna sölu byggingaréttar sem er auk þess grunnur framtíðartekna. Tillögur vegna vandans eru refsiskattar á Álftnesinga og hótanir um stórfelldan niðurskurð sem meirihluti D-lista og Margrétar Jónsdóttur hefur ákveðið í samráði við Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaganna. Á sama tíma líðst ríkisvaldinu að afgreiða ekki kröfur Álftnesinga um leiðréttingar frá Jöfnunarsjóði. Ríkisvaldið beitir aflsmunum og nýtur aðstoðar taumþægrar bæjarforystu sem hefur gefist upp. Sjálfstæðismenn hafna sköttum á Alþingi en samþykkja þá á Álftanesi ofan á ríkisskatta. Hvar er trúverðuleikinn! Halldór Halldórsson í felum Eineltis umræðunni stýra stjórnmálamenn og embættismenn sem ætla með öllum ráðum að sameina Álftanes Garðabæ og á Garðatorgi býða menn átekta. Stjórnmálamenn og embættismenn ætla að losna undan ábyrgða að leiðrétta við Álftnesinga margra ára mismununun í greiðslum frá Jöfnunarsjóði. Framreiknaðar eru þessar greiðslur yfir 1000 milljónir. Forystumenn Samtaka íslenskra sveitarfélaga, sem bera, að hluta, ábyrgð á gölluðu regluverki sjóðsins kjósa að aðhafast ekkert. Formaður þeirra, Halldór Haldórsson, fer í felur þegar málið er rætt opinberlega. Ísafjörður, þar sem Halldór er bæjarstjóri, fær u.þ.b. 30% skatttekna sinna úr Jöfnunarsjóði meðan, Álftanes fær u.þ.b. 15% sinna skatttekna frá sjóðnum. Bæði eru sveitarfélögin þó eins sett rekstrarlega fyrir jöfnun. Til að jafnræði væri með þeim vantar árlega 150 milljónir til Álftaness. Tveir út á land og einn á höfuðborgarsvæðið Fjárhaldsstjórnin sem nú hefur verið skipuð hlítur að benda ráðherra á mikilvægi þess að leiðrétta þetta misvægi og leiðrétta aftur í tímann. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa þó ályktað með Álftanesi, en það dugar ekki vegna dreifbýlishagsmuna í landssambandi sveitarfélaganna, sem ráðherra sveitastjórnarmála ver með afli sínu. Hér gilda greinilega sömu leikreglur eins og í fjárveitingum til vegamála, tveir út á land og einn á höfuðborgarsvæðið. Afskrifað á Tónlistahús eins og á útrásarvíkinga Meðan Álftanes er þannig lagt í einelti eru skuldir fyrir milljarða afskrifaðar á Tónlistahúsið með sama hætti og hjá útrásarvíkingunum. Harpan er líka samstarfsverkefni útrásasrvíkinga og borgaryfivalda,- vonandi verða þær afskirftir ekki til þess að hækka vexti borgarinnar! Maður þorir nú ekki að nefna hinar stóru afskriftir tengdar Samskipum og Högum og öðrum þeim sem skulduðu hundruði milljarða. Vandi fjölmargra sveitarfélaga er mikill, vegna skulda hafna og fráveitu- eða orkufyrirtækja sem gætu kollvarpað fjárhag viðkomandi sveitarfélaga, enda þessi rekstur inni í samstæðureikningum þeirra. En þegar talað er um þennan vanda er hann sagður hluti af gengishruninu meðan vandi Álftaness er sagður stafa af ákvörðun bæjarstjórnar að byggja glæsilega sundlaug, þar sem engin var fyrir. Álftaneslaugin glæsilega og vinsæla kostaði minna en sem nemur tjóni Álftaness vegna bankahrunsins. Að tala um hana sem bruðl eða að Álftnesingar hefðu getað sótt laugar í nágrannabæjum er óréttmæt gagnrýni, þótt líklega hefði verið reynt að áfangaskipta framkvæmdinni ef bæjarfulltrúar hefðu séð hrunið fyrir 2006. Sérkenni Álftaneslaugarinnar sem oft eru nefnd í fréttum, vatnaleiktæki og öldulaugin sem kostuðu aðeins fáar milljónir, laða hinsvegar að sér tugþúsundir gesta, og þannig skilar fjárfestingin sér til baka í auknum aðgangseyri. Um þessa eineltis umræðu gildir orðtakið „Jón er ekki sama og séra Jón". Stjórnsýslukæra vegna vanhæfis embættismanna Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaganna ber mesta ábyrgð á þeirri ýktu umræðu sem skapast hefur um fjárhagsvanda Álftaness. Það eru ýkjur að ræða um 7-8 milljarða þegar verkefnið er miklu fremur að endurskipuleggja u.þ.b. 4 milljarða skuldir og skuldbindingar. Verkefni að endurskipuleggja 4 milljarða er viðráðanlegt með leiðréttingum á málum Álftaness, meðan 7 milljarðar eru rökstuðningur fyrir tillögum um sameiningu. Bæjarfulltrúar Á-lista hafa sent stjórnsýslukæru vegna vanhæfis tveggja af þremur fulltrúum í Eftirlitsnefndinni, en þessir fulltrúar hafa annaðhvort haft náin tengsl við stjórnsýslu Garðabæjar eða hafa áður talað opinberlega fyrir sameiningu sveitarfélaganna. Af þessum ástæðum geta þeir ekki með hlutlausum hætti fjallað um mál sem varðar sjálfstæði Álftaness. Ráðuneyti sveitastjórnamála telur kæruna vera byggða á misskilningi og vill forðast úrskurð eða efnislega umfjöllun. Þannig segir í svari frá ráðuuneytið að nefndin fjalli ekki á sjálfstæðan hátt um sameiningu, en horfir fram hjá því að nefndin knúði sveitastjórn til viðræðna um sameiningu. Auk þess stýrði nefndin fjárhagsúttekt sem telja má hlutlæga. Til að kóróna þessi vinnubrögð réði D-listinn á Álftanesi sér utanaðkomandi aðstoð til að móta niðurskurðartillögur og sérskatta á íbúa Álftaness. Og hver var ráðinn til verksins, án útboðs þrátt fyrir reglur bæjarstjórnar, jú, það var endurskoðandi Garðabæjar! Óásættanlegir sérskattar og niðurskurður grunnþjónustu Fjárhagsvandi Álftaness er mikill og krefst lausna. Ástæður vandans eru fyrst og fremst þrjár. Í fyrsta lagi, veikir og einhæfir tekjustofnar, ekkert atvinnulíf færir skatta í bæjarsjóð. Í öðru lagi gríðarlega hátt kostnaðarhlutfall vegna fræðslu- og uppeldismála, en börn og unglingar eru 40% hærra hlutfall íbúa en algengast er í öðrum sveitarfélögum. Þessir erfiðu rekstrarþættir hafa ekki fengist jafnaðir frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaganna vegna gallaðs regluverks sjóðsins. Í þriðja lagi er það svo efnahagshrunið og gengisfall krónunnar sem hækkaði lán sveitarfélagsin um u.þ.b. 1000 milljónir. Afleiðing efnahagshrunsins eru fordæmalausar aðstæður, sem ollu miklu tjóni og hægja á áformum um uppbyggingu miðsvæðis sem átti að bæta fjárhagsstöðu Álftaness. Við þessar aðstæður er eðlilegt að ríkisvaldið komi til aðstoðar litlu sveitarfélagi. Óásættanlegt er að leysa vandan með sérsköttum á íbúana og niðurskurði grunnþjónustu. Aðrar greinar um málefni Álftaness má lesa á www.alftaneshreyfingin.blog.is. Sigurður Magnússon, bæjarfulltrúi Á-lista og fyrrverandi bæjarstjóri.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun