Vinna fjölmiðlar gegn landbúnaði? Arnþrúður Heimisdóttir skrifar 20. desember 2010 05:00 Undanfarið hefur verið mikil umræða í fjölmiðlum um breytingar á búvörulögum sem lagðar hafa verið fram. Í umræðunni hefur verið yfirgengilegt magn af misfærslum og að því er virðist skipulögðum áróðri gegn hinu íslenska fjölskyldubúi, og verður því hér gerð tilraun til að setja málið fram á einfaldan hátt á mannamáli. Árum saman hafa verið í gildi lög á Íslandi, um að íslenskir bændur megi samanlagt einungis framleiða visst magn af mjólk, sem fullnægi þörfum landsmanna, og er þetta í daglegu tali kallað mjólkurkvóti. Það sem bændur framleiði umfram þarfir Íslendinga eigi að vera selt til útlanda. Þessi mjólkurkvóti hefur verið seldur á almennum markaði, svo allir geta keypt sér rétt til að selja visst magn af mjólk inn á innanlandsmarkað. Undanfarin ár hefur mjólkursamlag stundað lögbrot með því að kaupa mjólk sem framleidd er án mjólkurkvóta, framleiða úr henni framlegðarháar mjólkurvörur (og fleyta þannig rjómann af markaðnum í bókstaflegri merkingu), og selja á innanlandsmarkað. Vandinn hefur verið, að það hafa ekki verið viðurlög við þessu athæfi. Nú í vor var lögð fram breyting á gildandi búvörulögum. Þar eru sett viðurlög við þessu athæfi, að mjólkursamlag sem brjóti lög á þennan hátt þurfi að borga sekt fyrir það. Svo einfalt er það. Vinna íslenskir fjölmiðlar skipulega gegn landbúnaði á Íslandi Hér eru ýmis atriði til umhugsunar: Andstæðingar sektarákvæðisins eru harðir hjá matvörukeðjum og stórgrósserum, sem hafa alltaf viljað losna við íslenskan landbúnað. Slíkir auðhringir og eignamenn hafa haft mikinn áhuga á því á undanförnum árum að kaupa upp jarðir, hafa vinnumenn á búunum, og framleiða á þeim mjólkurvörur beint í verslanir sínar, og hirða sjálfir ágóðann. Stuðningsmenn Evrópusambandsaðilar eru oft andstæðingar íslensks landbúnaðar líka, því þeir vita að hagsmunir íslensks landbúnaðar þvælast fyrir í aðildarumsókn. Það vekur furðu hve fjölmiðlar hafa hamast á móti þessu máli. Áróðurinn gegn sektarákvæðinu er grófur og einhliða. Dag eftir dag birtu sömu fjölmiðlar viðhorf ýmissa andstæðinga ákvæðisins, og höfðu þeir lítið fyrir því að tala við talsmenn bænda, og ef þeir gera það er þess yfirleitt gætt að koma andstæðingi ákvæðisins að strax á eftir. Vekur það upp illan og mikinn grun um að nú liggi ákveðnir aðilar í fjölmiðlum til að róa gegn sektarákvæðinu. Þetta eru eigendur matvörukeðja, stórfyrirtækja, sem eru jafnvel líka eigendur fjölmiðlanna... og Evrópusambandsáhugamenn og aðrir andstæðingar íslensks landbúnaðar. Er gott fyrir landsmenn að hafa sektarákvæðið? Hér eru ýmis atriði til umhugsunar: Neytendur hafa verið mataðir á þeim áróðri að mjólkin sé dýrari á Íslandi en annars staðar. Það er einfaldlega vitleysa, spyrjið einfaldlega hvað mjólkin kosti í Evrópulöndum þar sem þið þekkið til. Ég spurði nokkra vini um mjólkurverð í stórmörkuðum, núna er algengt verð á mjólkurlítra 102 kr. á Íslandi, en skv. lauslegri könnun meðal kunningja kostar mjólkurlítrinn úti í búð 156 ISK í Frakklandi, 123 ISK í Danmörku, 116 ISK í Finnlandi, 105-242 ISK í Bandaríkjunum og 150 ISK í Bretlandi. Í frumvarpinu er nú gert ráð fyrir að hver og einn mjólkurframleiðandi geti selt allt að 15.000 lítra á innanlandsmarkaði af mjólk sem framleidd er án kvóta, ef mjólkin er unnin og markaðssett heima á búinu. Frumvarpið kemur því mjög til móts við þá sem vilja selja beint frá búi mjólkurvörur sem þeir framleiða sjálfir. Það hefur alltaf verið svo, og mun verða skv. nýjum búvörulögum, að öllum þeim sem hafa hug á að stofna mjólkurvinnslu verður kleift að gera slíkt ef þeir svo kjósa. Íslenskar byggðir eru fallegar, dreifðar, og fjölmörg fjölskyldubú. Íslensk búvörulög gefa þeim nokkra viðmiðun og stöðugleika, þó gríðarlegar hækkanir á aðföngum (áburði, olíu o.fl.) valdi íslenskum fjölskyldubúum miklum búsifjum eins og öðrum fyrirtækjum á landinu. Ef lögbrotum er leyft að rífa niður búvörulögin, vegna undirróðurs og þrýstings frá stórfyrirtækjum, eignamönnum og öðrum andstæðingum íslensks landbúnaðar, þá hverfur líka íslenska fjölskyldu-kúabúið. Þá verður orðið býsna eyðilegt í sveitum landsins. Til umhugsunar um það hvaða áhrif það hefur á búrekstur að hafa ekkert kvótakerfi langar mig að benda á íslenska svínarækt, þar sem tvö fyrirtæki hafa nú 60% markaðarins, og samt eru þau gjaldþrota og í eigu banka. Það væri trúlega hægt að framleiða alla mjólk fyrir íslenskan markað á kannski 5 kúabúum, með 5.000 kúm á hverju búi, í eign einnar matvörukeðju. Er það spennandi tilhugsun? Það að viðhalda landbúnaði á Íslandi er eitt aðal byggðasjónarmiðið. Viljum við byggð í sveitum landsins? Á Íslandi eru 700 bú í mjólkurframleiðslu, og meira en 2000 manns vinna við að framleiða mjólk á kúabúunum (því oftast eru fleiri en einn sem vinnur sem kúabóndi á búinu, t.d. hjón, eða tvær kynslóðir á sama búinu). Við úrvinnslu mjólkur vinna meira en 1000 manns. Með því að leika sér að fjöreggi þessa fólks er semsagt verið að leika sér með atvinnu meira en 3000 manns. Ríkissjóður tapar ekki á því að setja sektarákvæði gegn lögbrotunum. Það kostar ríkissjóð og skattgreiðendur ekkert að setja á sektarákvæði við því þegar lögbrjótar brjóta lög og selja mjólk innanlands, sem lögum samkvæmt á að seljast til útlanda. Eru fjölmiðlar handbendi andstæðinga frumvarpsins? Nú vil ég minna fjölmiðlafólk á, að vald fjölmiðla er mikið og vandmeðfarið. Þrýstingur áhrifamikilla aðila getur verið mikill, en hann getur verið óréttlátur. Persónuleg sjónarmið geta verið sterk, en fjölmiðlamaður stendur sig ekki í starfi sínu ef hann er áróðursmaskína persónulegra sjónarmiða eða valdamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur verið mikil umræða í fjölmiðlum um breytingar á búvörulögum sem lagðar hafa verið fram. Í umræðunni hefur verið yfirgengilegt magn af misfærslum og að því er virðist skipulögðum áróðri gegn hinu íslenska fjölskyldubúi, og verður því hér gerð tilraun til að setja málið fram á einfaldan hátt á mannamáli. Árum saman hafa verið í gildi lög á Íslandi, um að íslenskir bændur megi samanlagt einungis framleiða visst magn af mjólk, sem fullnægi þörfum landsmanna, og er þetta í daglegu tali kallað mjólkurkvóti. Það sem bændur framleiði umfram þarfir Íslendinga eigi að vera selt til útlanda. Þessi mjólkurkvóti hefur verið seldur á almennum markaði, svo allir geta keypt sér rétt til að selja visst magn af mjólk inn á innanlandsmarkað. Undanfarin ár hefur mjólkursamlag stundað lögbrot með því að kaupa mjólk sem framleidd er án mjólkurkvóta, framleiða úr henni framlegðarháar mjólkurvörur (og fleyta þannig rjómann af markaðnum í bókstaflegri merkingu), og selja á innanlandsmarkað. Vandinn hefur verið, að það hafa ekki verið viðurlög við þessu athæfi. Nú í vor var lögð fram breyting á gildandi búvörulögum. Þar eru sett viðurlög við þessu athæfi, að mjólkursamlag sem brjóti lög á þennan hátt þurfi að borga sekt fyrir það. Svo einfalt er það. Vinna íslenskir fjölmiðlar skipulega gegn landbúnaði á Íslandi Hér eru ýmis atriði til umhugsunar: Andstæðingar sektarákvæðisins eru harðir hjá matvörukeðjum og stórgrósserum, sem hafa alltaf viljað losna við íslenskan landbúnað. Slíkir auðhringir og eignamenn hafa haft mikinn áhuga á því á undanförnum árum að kaupa upp jarðir, hafa vinnumenn á búunum, og framleiða á þeim mjólkurvörur beint í verslanir sínar, og hirða sjálfir ágóðann. Stuðningsmenn Evrópusambandsaðilar eru oft andstæðingar íslensks landbúnaðar líka, því þeir vita að hagsmunir íslensks landbúnaðar þvælast fyrir í aðildarumsókn. Það vekur furðu hve fjölmiðlar hafa hamast á móti þessu máli. Áróðurinn gegn sektarákvæðinu er grófur og einhliða. Dag eftir dag birtu sömu fjölmiðlar viðhorf ýmissa andstæðinga ákvæðisins, og höfðu þeir lítið fyrir því að tala við talsmenn bænda, og ef þeir gera það er þess yfirleitt gætt að koma andstæðingi ákvæðisins að strax á eftir. Vekur það upp illan og mikinn grun um að nú liggi ákveðnir aðilar í fjölmiðlum til að róa gegn sektarákvæðinu. Þetta eru eigendur matvörukeðja, stórfyrirtækja, sem eru jafnvel líka eigendur fjölmiðlanna... og Evrópusambandsáhugamenn og aðrir andstæðingar íslensks landbúnaðar. Er gott fyrir landsmenn að hafa sektarákvæðið? Hér eru ýmis atriði til umhugsunar: Neytendur hafa verið mataðir á þeim áróðri að mjólkin sé dýrari á Íslandi en annars staðar. Það er einfaldlega vitleysa, spyrjið einfaldlega hvað mjólkin kosti í Evrópulöndum þar sem þið þekkið til. Ég spurði nokkra vini um mjólkurverð í stórmörkuðum, núna er algengt verð á mjólkurlítra 102 kr. á Íslandi, en skv. lauslegri könnun meðal kunningja kostar mjólkurlítrinn úti í búð 156 ISK í Frakklandi, 123 ISK í Danmörku, 116 ISK í Finnlandi, 105-242 ISK í Bandaríkjunum og 150 ISK í Bretlandi. Í frumvarpinu er nú gert ráð fyrir að hver og einn mjólkurframleiðandi geti selt allt að 15.000 lítra á innanlandsmarkaði af mjólk sem framleidd er án kvóta, ef mjólkin er unnin og markaðssett heima á búinu. Frumvarpið kemur því mjög til móts við þá sem vilja selja beint frá búi mjólkurvörur sem þeir framleiða sjálfir. Það hefur alltaf verið svo, og mun verða skv. nýjum búvörulögum, að öllum þeim sem hafa hug á að stofna mjólkurvinnslu verður kleift að gera slíkt ef þeir svo kjósa. Íslenskar byggðir eru fallegar, dreifðar, og fjölmörg fjölskyldubú. Íslensk búvörulög gefa þeim nokkra viðmiðun og stöðugleika, þó gríðarlegar hækkanir á aðföngum (áburði, olíu o.fl.) valdi íslenskum fjölskyldubúum miklum búsifjum eins og öðrum fyrirtækjum á landinu. Ef lögbrotum er leyft að rífa niður búvörulögin, vegna undirróðurs og þrýstings frá stórfyrirtækjum, eignamönnum og öðrum andstæðingum íslensks landbúnaðar, þá hverfur líka íslenska fjölskyldu-kúabúið. Þá verður orðið býsna eyðilegt í sveitum landsins. Til umhugsunar um það hvaða áhrif það hefur á búrekstur að hafa ekkert kvótakerfi langar mig að benda á íslenska svínarækt, þar sem tvö fyrirtæki hafa nú 60% markaðarins, og samt eru þau gjaldþrota og í eigu banka. Það væri trúlega hægt að framleiða alla mjólk fyrir íslenskan markað á kannski 5 kúabúum, með 5.000 kúm á hverju búi, í eign einnar matvörukeðju. Er það spennandi tilhugsun? Það að viðhalda landbúnaði á Íslandi er eitt aðal byggðasjónarmiðið. Viljum við byggð í sveitum landsins? Á Íslandi eru 700 bú í mjólkurframleiðslu, og meira en 2000 manns vinna við að framleiða mjólk á kúabúunum (því oftast eru fleiri en einn sem vinnur sem kúabóndi á búinu, t.d. hjón, eða tvær kynslóðir á sama búinu). Við úrvinnslu mjólkur vinna meira en 1000 manns. Með því að leika sér að fjöreggi þessa fólks er semsagt verið að leika sér með atvinnu meira en 3000 manns. Ríkissjóður tapar ekki á því að setja sektarákvæði gegn lögbrotunum. Það kostar ríkissjóð og skattgreiðendur ekkert að setja á sektarákvæði við því þegar lögbrjótar brjóta lög og selja mjólk innanlands, sem lögum samkvæmt á að seljast til útlanda. Eru fjölmiðlar handbendi andstæðinga frumvarpsins? Nú vil ég minna fjölmiðlafólk á, að vald fjölmiðla er mikið og vandmeðfarið. Þrýstingur áhrifamikilla aðila getur verið mikill, en hann getur verið óréttlátur. Persónuleg sjónarmið geta verið sterk, en fjölmiðlamaður stendur sig ekki í starfi sínu ef hann er áróðursmaskína persónulegra sjónarmiða eða valdamanna.
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun