Söngkonan Rihanna, 22 ára, fær mikið út úr því að leika í kvikmyndum að eigin sögn en um þessar mundir fer hún með hlutverk í nýrri kvikmynd sem ber heitið Battleship.
Rihanna má ekki tjá sig um hlutverkið eða myndina en hún segist njóta þess að fá að leika.
„Ég nýt þess að leika og svo eru allir svo almennilegir," sagði Rihanna í viðtali við MTV sjónvarpsstöðina.
Á móti Rihönnu leikur True Blood leikarinn, Alexander Skarsgård, sem Rihanna segir að sé afslappaður og þögull.