Um orkulögmálið í fjármálaheiminum Jón Baldur Þorbjörnsson skrifar 21. júní 2010 06:00 Eitt af lögmálum eðlisfræðinnar segir að orka geti hvorki orðið til né eyðst, heldur aðeins umbreyst. Án þess að vera sérlega hagspekilega vaxinn tel ég að þannig sé þessu einnig háttað um fjármagn: Það verður hvorki til úr engu né heldur getur það gufað upp (eða bara farið til himna, eins og Björgólfur Thor orðaði það í kvikmynd Gunnars Sigurðssonar). Fjármagn umbreytist aðeins í vinnu, hluti, og þjónustu, og öfugt. Af því dreg ég þá ályktun að skuldir sem stofnað hefur verið til hverfi ekki. Ef einhver sleppur við að borga skuld sína, hvort sem hún hefur verið afskrifuð eða af öðrum orsökum, þá flyst skuldin væntanlega á annan aðila. Ef þessi annar aðili er banki eða starfsemi í hans eign fæ ég ekki betur séð en að verið sé að velta skuldinni yfir á almenning, þ.e.a.s. þann hluta hans sem er borgunarmaður fyrir skuldum. Því þegar bankar hagnast þá eiga þeir gróðann. En þegar þeir tapa eigum við tapið. Það virðist líka vera lögmál. Sama sýnist mér eiga við um gjaldeyristryggð bílakaupalán. Þegar þau voru tekin var fólk vísvitandi og markvisst að gambla með lánsféð, treysti á að krónan myndi halda áfram að styrkjast og það myndi græða á gengismuninum. Eins og það væri að búa til peninga úr engu. Nú þegar vopnin hafa snúist í höndum fólksins sé ég ekki beinlínis að lánafyrirtækin eða eigendur þeirra, bankarnir, eigi að taka á sig skellinn þrátt fyrir nýgenginn dóm um annað. Geri ráð fyrir að það ríði lánafyrirtækjunum að fullu. Bankar eiga þessar lánastofnanir, og hverjir skyldu nú eiga bankana? Af því að skuldir hverfa ekki fæ ég ekki betur séð en að það lendi á mér að borga ef lánafyrirtækin eru þurrausin. Það lendir á mér og öðru fólki sem er með allt sitt á hreinu vegna þess að það tók ekki þátt í hrunadansinum. Af því að ég stillti mig um að kaupa mér nýjan bíl með glýju í augum af gengistryggðum lánum og get því greitt mín gjöld til samfélagsins. En á að fara að refsa okkur fyrir það með því að láta okkur líka halda bönkum uppi sem lánuðu fólki peninga í þetta fjárhættuspil? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Eitt af lögmálum eðlisfræðinnar segir að orka geti hvorki orðið til né eyðst, heldur aðeins umbreyst. Án þess að vera sérlega hagspekilega vaxinn tel ég að þannig sé þessu einnig háttað um fjármagn: Það verður hvorki til úr engu né heldur getur það gufað upp (eða bara farið til himna, eins og Björgólfur Thor orðaði það í kvikmynd Gunnars Sigurðssonar). Fjármagn umbreytist aðeins í vinnu, hluti, og þjónustu, og öfugt. Af því dreg ég þá ályktun að skuldir sem stofnað hefur verið til hverfi ekki. Ef einhver sleppur við að borga skuld sína, hvort sem hún hefur verið afskrifuð eða af öðrum orsökum, þá flyst skuldin væntanlega á annan aðila. Ef þessi annar aðili er banki eða starfsemi í hans eign fæ ég ekki betur séð en að verið sé að velta skuldinni yfir á almenning, þ.e.a.s. þann hluta hans sem er borgunarmaður fyrir skuldum. Því þegar bankar hagnast þá eiga þeir gróðann. En þegar þeir tapa eigum við tapið. Það virðist líka vera lögmál. Sama sýnist mér eiga við um gjaldeyristryggð bílakaupalán. Þegar þau voru tekin var fólk vísvitandi og markvisst að gambla með lánsféð, treysti á að krónan myndi halda áfram að styrkjast og það myndi græða á gengismuninum. Eins og það væri að búa til peninga úr engu. Nú þegar vopnin hafa snúist í höndum fólksins sé ég ekki beinlínis að lánafyrirtækin eða eigendur þeirra, bankarnir, eigi að taka á sig skellinn þrátt fyrir nýgenginn dóm um annað. Geri ráð fyrir að það ríði lánafyrirtækjunum að fullu. Bankar eiga þessar lánastofnanir, og hverjir skyldu nú eiga bankana? Af því að skuldir hverfa ekki fæ ég ekki betur séð en að það lendi á mér að borga ef lánafyrirtækin eru þurrausin. Það lendir á mér og öðru fólki sem er með allt sitt á hreinu vegna þess að það tók ekki þátt í hrunadansinum. Af því að ég stillti mig um að kaupa mér nýjan bíl með glýju í augum af gengistryggðum lánum og get því greitt mín gjöld til samfélagsins. En á að fara að refsa okkur fyrir það með því að láta okkur líka halda bönkum uppi sem lánuðu fólki peninga í þetta fjárhættuspil?
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar